Jóhann heiðraður sérstaklega

Á dögunum afhenti Rotary­klúbbur Vestmannaeyja og umhverf­is- og skipulagsráð þeim viðurkenn­ingu sem þykja skara fram úr í snyrti­mennsku og umhyggju fyrir umhverfinu. Snyrtilegasta fyrirtækið var valið Volcano Café en eigendur eru Guðmundur Þór Sveinsson og Ragnheiður Vala Arnardóttir. – Mjög smekklegt og alltaf passað upp á að allt sé snyrtilegt, segir í umsögn. (meira…)

Sannfærandi sigur á Fylki

Eyjamenn unnu í kvöld glæsilegan sigur á Fylki í Árbænum en lokatölur urðu 0:4. ÍBV skoraði öll mörkin í fyrri hálfleik, það fyrsta þegar aðeins um 45 sekúndur voru eftir en það síðasta þegar um sex mínútur voru til hálfleiks. Í síðari hálfleik voru Eyjamenn svo á sjálfstýringu, stefnt á heimahöfn í Vestmannaeyjum. Fylkismenn náðu […]

Sækja Fylki heim í kvöld

Eyjamenn sækja Fylki heim í kvöld klukkan 18:00 en leikurinn fer fram á Árbæjarvelli. ÍBV er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig eftir 13 leiki en Fylkir er í áttunda sæti með 20 stig eftir 14 leiki. Fylkismenn gætu því jafnað ÍBV að stigum í kvöld með sigri en fyrri leik liðanna, […]

Eyjamenn kjöldregnir á heimavelli

KFS var kjöldregið í dag af Sindra frá Hornafirði en liðin áttust við á Týsvellinum og urðu lokatölur 0:5. Hornfirðingar voru einfaldlega gæðaflokki ofar en Eyjamenn í leiknum í dag og í raun hefðu þeir getað skorað fleiri mörk. KFS fékk sín færi en þau voru fá og Eyjamönnum gekk mjög illa að senda síðustu […]

KFS tekur á móti Sindra í dag

KFS tekur í dag á móti Sindra í A-riðli 3. deildar karla en leikurinn hefst klukkan 14:00 og fer fram á Týsvellinum. Nú er liðinn sá tími sem leikir fóru ekki fram þegar það var þoka í Eyjum en þegar þetta er skrifað er svarta þoka. Flest íþróttalið koma nú með Herjólfi og því fara […]

ÍBV upp í þriðja sætið

ÍBV er komið í þriðja sæti Pepsídeildar kvenna en Eyjastelpur unnu í kvöld Aftureldingu í Eyjum. Leikurinn fór rólega af stað, ÍBV var lengst af 1:0 yfir en náðu að bæta öðru marki við fyrir leikhlé og voru því 2:0 yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik bættu Eyjastelpur svo við fjórum mörkum en Afturelding skoraði […]

Eiga hrós skilið fyrir öryggismyndavélar og Bleika fílinn

„Viðtalið sem birt var við mig á RÚV í gær (mánudag) var mjög klippt og hálfsannleikur er stundum verri en enginn sannleikur. Ég sagði einmitt að forvarnir hefðu hafist í Eyjum en það þyrfti miklu meira en það. Svo sagði ég ýmislegt um gildi og áhrif forvarna og vitnaði í varnir gegn reykingum, náttúrvernd og […]

ÍBV getur færst nær toppnum í kvöld

Kvennalið ÍBV tekur á móti Aftureldingu í kvöld klukkan 18:00 á Hásteinsvelli. Þetta er síðasti leikur 13. umferðar en hinir leikirnir fóru fram í gærkvöldi. Helst bar til tíðinda að Breiðablik náði aðeins jafntefli gegn Selfossi og að Valur lagði Stjörnuna að velli. Á meðan vann Þór/KA sinn leik og munar nú sex stigum á […]

Ákaflega stoltir af þjóðhátíð

Líklega hafa fáir viðburðir kallað fram jafn miklar umræður innanbæjar, sem utan- en þjóðhátíð Vest­mannaeyja. Umræðan hefur oft verið neikvæð, menn gagnrýnt skipulag og framkvæmd hátíðarinnar og stundum hefur gagnrýnin verið óvægin. Páll Scheving Ingv­ars­­son, formaður þjóðhátíðarnefnd­ar og Tryggvi Már Sæmunds­son fram­kvæmdastjóri ÍBV-íþróttafé­lags og í þjóðhátíðarnefnd, tilkynntu það á sunnu­dagskvöld þjóðhátíðar­innar að þeir hefðu stýrt […]

Samningur Tryggva ekki endurnýjaður

Markakóngurinn Tryggvi Guðmundsson hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Formaður knattspyrnudeildar segir að samningur við leikmanninn verði ekki endurnýjaður. Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar karla hjá ÍBV, segir að hann og Tryggvi Guðmundsson eigi ekki lengur samleið. Hann á ekki von á því að Tryggvi leiki meira með ÍBV á tímabilinu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.