�??�?ú skorar með skýru samþykki�??

Meistaraflokkur ÍBV tók sér tíma frá æfingum í gær, fimmtudag, til þess að leggja baráttunni gegn kynferðisofbeldi lið. Liðið stillti sér upp ásamt þjálfurum sínum til myndatöku í bolum Forvarnahóps ÍBV en hópurinn stendur fyrir átaki gegn kynferðislegu ofbeldi á Þjóðhátíð 2012. Vill meistaraflokkur ÍBV þannig leggja áherslu á að slíkt ofbeldi verður ekki liðið, […]

Stefnir í gott veður á þjóðhátíð

Það stefnir í að veðrið á þjóðhátíð í ár verði með besta móti samkvæmt norska veðurvefnum yr.no. Samkvæmt spánni þar er spáð skýjuðu veðri og 13 gráðu hita á föstudegi og nánast logni. Einhver væta er í spánni en hún er mjög lítil. Á laugardeginum á að draga frá sólu og áfram verður nánast logn. […]

Gufan af stað í fyrramálið

Gufan – Þjóðhátíðarútvarp Vestmannaeyja hefur hafið prufuútsendingar á FM 104,7 Í Eyjum, útsendingar nást líka í Landeyjahöfn. Einnig má hlusta á netinu í gegnum síðuna http://www.gufan.is. Útsendingar hefjast formlega klukkan níu í fyrramálið, föstudaginn 26. júlí. Sem fyrr mun Gufan hita upp fyrir Þjóðhátíð í Eyjum með tónlist, fréttum og spjalli um allt sem viðkemur […]

Djúpið heimsfrumsýnt í Toronto

Nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Djúpið, hefur verið valin í flokk SPECIAL PRESENTATIONS á alþjóðlegu kvimyndahátíðinni í Toronto í ár. Um er að ræða heimsfrumsýningu á myndinni en hátíðin fer fram dagana 6. – 16. september næstkomandi. (meira…)

ÍBV sækir FH heim 30. ágúst

Leikur FH og ÍBV í 10. umferð Pepsídeildarinnar, mun fara fram 30. ágúst næstkomandi. Leiknum var frestað vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppninni en í morgun var birtur nýr leiktími. Liðin tvö, sem bæði eru í toppbaráttu deildarinnar, munu því eiga leik til góða í næstum tvo mánuði en leikurinn átti upphaflega að fara fram í […]

�?jóðhátíð, ó �?jóðhátíð

Senn líður að hinni einu sönnu Þjóðhátíð í Eyjum. Þangað hafa allar aðrar útihátíðir sótt sínar fyrirmyndir, með misjöfnum árangri þó. Á árunum milli 1980 og1990 myndaði Páll Steingrímsson þjóðhátíðir frá ýmsum sjónarhornum. Íþróttafélögin Þór og Týr kostuðu þessa kvikmyndagerð á sínum tíma með það í huga að hún yrði heimild um Þjóðhátíð. Myndin byrjar […]

Vilja ekki hótel í malargryfju við Hástein

Um tíu prósent Eyjamanna settu nafn sitt á undirskriftarlista gegn því að hótel verði reist ofan við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum. Aðstandandi söfnunarinnar segist ætla að halda áfram að berjast gegn því að hótel rísi á þessum stað. Töluverð umræða hefur verið í Eyjum um hugmyndir um nýtt hótel sem áformað er að reisa í gamalli […]

�?vintýraferð á mótorhjólum

Nokkrir Eyjamenn héldu í vikunni upp í mikla ævintýraferð en þeir ætla að ferðast á mótorhjólum frá Reykjanestá, þvert yfir landið og enda á Langanesi sex dögum síðar. Alls eru þetta fimm dagleiðir, samtals um það bil 1.100 kílómetrar en í ferðinni eru 14 peyjar, m.a. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, Svavar Vignisson, íþróttakennari, Ólafur Snorrason, […]

Hin heilaga þrenning komin

Ólympíuleikarnir hefjast í London með formlegum hætti á morgun, föstudag með opnunarhátíð leikanna. Eftir því sem næst verður komist er einn Eyjamaður sem tekur þátt í leikunum í ár, handknattleiksmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er í leikmannahópi íslenska liðsins sem vann silfur­verðlaun á leikunum fyrir fjórum árum. (meira…)

�?urrkar hafa sett mark sitt á gróður í Surtsey

Ástand gróðurs í Surtsey er víða mjög slæmt eftir þurrka sumarsins, einkum á hraunklöppum þar sem plöntur hafa visnað. Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem greint er frá árlegum rannsóknarleiðangri til eyjarinnar. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.