�??�?ú skorar með skýru samþykki�??

Meistaraflokkur ÍBV tók sér tíma frá æfingum í gær, fimmtudag, til þess að leggja baráttunni gegn kynferðisofbeldi lið. Liðið stillti sér upp ásamt þjálfurum sínum til myndatöku í bolum Forvarnahóps ÍBV en hópurinn stendur fyrir átaki gegn kynferðislegu ofbeldi á Þjóðhátíð 2012. Vill meistaraflokkur ÍBV þannig leggja áherslu á að slíkt ofbeldi verður ekki liðið, […]
Stefnir í gott veður á þjóðhátíð

Það stefnir í að veðrið á þjóðhátíð í ár verði með besta móti samkvæmt norska veðurvefnum yr.no. Samkvæmt spánni þar er spáð skýjuðu veðri og 13 gráðu hita á föstudegi og nánast logni. Einhver væta er í spánni en hún er mjög lítil. Á laugardeginum á að draga frá sólu og áfram verður nánast logn. […]
Gufan af stað í fyrramálið

Gufan – Þjóðhátíðarútvarp Vestmannaeyja hefur hafið prufuútsendingar á FM 104,7 Í Eyjum, útsendingar nást líka í Landeyjahöfn. Einnig má hlusta á netinu í gegnum síðuna http://www.gufan.is. Útsendingar hefjast formlega klukkan níu í fyrramálið, föstudaginn 26. júlí. Sem fyrr mun Gufan hita upp fyrir Þjóðhátíð í Eyjum með tónlist, fréttum og spjalli um allt sem viðkemur […]
Djúpið heimsfrumsýnt í Toronto

Nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Djúpið, hefur verið valin í flokk SPECIAL PRESENTATIONS á alþjóðlegu kvimyndahátíðinni í Toronto í ár. Um er að ræða heimsfrumsýningu á myndinni en hátíðin fer fram dagana 6. – 16. september næstkomandi. (meira…)
ÍBV sækir FH heim 30. ágúst

Leikur FH og ÍBV í 10. umferð Pepsídeildarinnar, mun fara fram 30. ágúst næstkomandi. Leiknum var frestað vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppninni en í morgun var birtur nýr leiktími. Liðin tvö, sem bæði eru í toppbaráttu deildarinnar, munu því eiga leik til góða í næstum tvo mánuði en leikurinn átti upphaflega að fara fram í […]
�?jóðhátíð, ó �?jóðhátíð

Senn líður að hinni einu sönnu Þjóðhátíð í Eyjum. Þangað hafa allar aðrar útihátíðir sótt sínar fyrirmyndir, með misjöfnum árangri þó. Á árunum milli 1980 og1990 myndaði Páll Steingrímsson þjóðhátíðir frá ýmsum sjónarhornum. Íþróttafélögin Þór og Týr kostuðu þessa kvikmyndagerð á sínum tíma með það í huga að hún yrði heimild um Þjóðhátíð. Myndin byrjar […]
Vilja ekki hótel í malargryfju við Hástein

Um tíu prósent Eyjamanna settu nafn sitt á undirskriftarlista gegn því að hótel verði reist ofan við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum. Aðstandandi söfnunarinnar segist ætla að halda áfram að berjast gegn því að hótel rísi á þessum stað. Töluverð umræða hefur verið í Eyjum um hugmyndir um nýtt hótel sem áformað er að reisa í gamalli […]
�?vintýraferð á mótorhjólum

Nokkrir Eyjamenn héldu í vikunni upp í mikla ævintýraferð en þeir ætla að ferðast á mótorhjólum frá Reykjanestá, þvert yfir landið og enda á Langanesi sex dögum síðar. Alls eru þetta fimm dagleiðir, samtals um það bil 1.100 kílómetrar en í ferðinni eru 14 peyjar, m.a. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, Svavar Vignisson, íþróttakennari, Ólafur Snorrason, […]
Hin heilaga þrenning komin

Ólympíuleikarnir hefjast í London með formlegum hætti á morgun, föstudag með opnunarhátíð leikanna. Eftir því sem næst verður komist er einn Eyjamaður sem tekur þátt í leikunum í ár, handknattleiksmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er í leikmannahópi íslenska liðsins sem vann silfurverðlaun á leikunum fyrir fjórum árum. (meira…)
�?urrkar hafa sett mark sitt á gróður í Surtsey

Ástand gróðurs í Surtsey er víða mjög slæmt eftir þurrka sumarsins, einkum á hraunklöppum þar sem plöntur hafa visnað. Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem greint er frá árlegum rannsóknarleiðangri til eyjarinnar. (meira…)