Lengri opnunartími sundlaugar

Ákveðið hefur verið að bregðast við fjölmörgum óskum um lengingu á opnun sundlaugarsvæðisins nú í sumar. Opnunartími verður því eftirfarandi til og með 26. ágúst að laugardegi og sunnudegi á Þjóðhátíð undanskildum. Opnunartíminn verður þá svona: (meira…)

Villa í lista yfir skattakónga – Guðbjörg á meðal fimm efstu

Villa reyndist vera í lista sem Ríkisskattstjóri sendi fjölmiðlum í morgun yfir þá sem greiddu hæstu opinberu gjöldin í fyrra. Villan fólst í því að það vantaði nokkra menn á listann. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, er engu að síður skattakóngur annað árið í röð og Guðbjörg Astrid Skúladóttir er í öðru sæti. (meira…)

Einar Bárðarson aðstoðaði dreng í vanda í sundlaug

„Það er bara að brýna það fyrir foreldrum að börn verða að nota kúta,“ segir Einar Bárðarson, athafnmaður, en á laugardaginn síðasta var hann ásamt börnunum sínum í sundlaug Vestmanneyja þegar hann sá fimm ára dreng í vanda í lauginni. „Ég veit nú ekki hvað ég á að segja við því,“ segir Einar þegar blaðamaður […]

Skaðabótamál til skoðunar

Vestmannaeyjabær útilokar ekki að höfða skaðabótamál á hendur Kaupþingi, en slitastjórn bankans stefndi bænum fyrir skemmstu og krafðist endurgreiðslu á ríflega milljarði króna vegna útgreiðslu á peningamarkaðsinnlánum skömmu fyrir fall bankans. (meira…)

ÍBV svo gott sem úr leik í baráttunni um titilinn

Þótt að sólin hafi skinið skært, þá sáu leikmenn ÍBV aldrei til sólar í kvöld þegar Eyjastelpur tóku á móti FH á Hásteinsvelli. ÍBV liðið lék sinn langlélegasta leik í sumar og niðurstaðan var sanngjarn þriggja marka sigur FH, 0:3. FH vann þar með báða leikina gegn ÍBV en þetta er jafnframt annað tap ÍBV […]

Bolir gegn kynferðisofbeldi

Verkefni Forvarnahóps ÍBV gengur vonum framar. Hópurinn fékk Evu Hrönn Guðnadóttur hjá Kríu hönnunarstofu til að hanna merki átaksins. Bolir verkefnisins voru frumsýndir á Facebook-síðu hópsins í gær og hafa viðtökur verið frábærar. Bolirnir eru væntanlegir til Eyja í lok vikunnar ásamt öðru sem hópurinn hefur látið sérútbúa fyrir verkefnið og verður áberandi inní Dal. […]

Góð meðmæli með ferð Rib-safari

Á vefnum Pjattrófur.is er grein eftir Sigrúni Þöll, greinarhöfund á vefnum, þar sem hún lýsir dagsferð sinni til Vestmannaeyja. Ferðin fær mjög góða dóma, sérstaklega ferð með Rib-safari sem hún fór í. „Ég get með sanni sagt að ég mæli algjörlega með þessari upplifun þar sem andrenalínið fer í botn, maður nýtur náttúrunnar og ef […]

Vilja halda Baldock lengur

Enski miðjumaðurinn George Baldock hefur heldur betur staðið fyrir sínu í liði ÍBV í sumar. Baldock, sem er aðeins 19 ára gamall, var lánaður frá enska C-deildarliðinu MK Dons en Baldock hefur alls leikið 11 leiki fyrir ÍBV í sumar og skorað eitt mark. 9. ágúst næstkomandi rennur hins vegar lánssamningurinn út en Eyjamenn binda […]

Húsið Fell fær nýtt útlit

Húsið Fell við Vestmannabraut 34 er að ganga í endurnýjun lífdaga. Húsið er byggt árið 1907 og því eitt af elstu húsum Eyjanna. Eigendur þess, hjónin Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir og Magnús Eggertsson höfðu hug á að endurbyggja húsið og stækka. En þar sem það er meira en 100 ára lýtur það reglum húsafriðunar, – má ekki […]

Eyjamenn miklu betri

Eyjamenn unnu sannfærandi sigur á Selfyssingum í kvöld. Reyndar urðu lokatölur aðeins 1:0 en Eyjamenn voru einfaldlega mun betri og það þrátt fyrir að spila einum færri í 93 mínútur af 94. Brynjar Gauti Guðjónsson fékk nefnilega að líta rauða spjaldið áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. Samt sem áður voru Eyjamenn miklu betri […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.