Boðið til sögugöngu og leikdagskrár

Dagana 17.-19. júlí eru 385 ár liðin frá Tyrkjaráninu. Í tilefni af því verður boðið upp á sögugöngu á morgun, fimmtudaginn 19. júlí, um slóðir Tyrkjaránsins sem lýkur með dagskrá við Skansinn. Sameinast verður í bíla við Safnahúsið kl. 18:00. Þeir sem tök hafa á eru vinsamlegast beðnir um að mæta þá og taka með […]
Maggý Ve 108 komin til Eyja

Vel gekk að draga Maggý VE til hafnar. Í fyrstu tók björgunarbáturinn Þór, Maggý í tog, en Lóðsinn dró bátinn lokaspölinn til Eyja. Eldur kviknaði í vélarrúmi bátsins um ellefu leytið í morgun. Óskar Pétur Friðriksson fór út með björgunarbátnum Þór í morgun og tók þessar myndir af heimferð Maggýar og heimkomunni. Og það urðu […]
Eldur í Maggy VE 108 sem er suður af Eyjum

Eldur kom upp í morgun vélarrúminu í Maggy VE 108, sem 85 tonna bátur í eigu Viðars Elíassonar. Báturinn er suður af Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er björgunarbáturinn Þór rétt ókominn að Maggy og einnig er þar farþegabáturinn Stóri Örn, Glófaxi VE og skip að makrílveiðum eru einnig ekki langt frá. Þá er þyrla landheldisgæslunnar […]
�?skað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna Vestmannaeyjabæjar

Á vef Vestmannaeyjabæjar er óskað eftir til nefningum til Umhverfisverðlauna Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2012, sem undanfarin ár hefur veitt þessi verðlaun í samstarfi við Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi, félagasamtökum, stofnunum eða fyrirtæki, sem hefur með athöfnum sínum og snyrtimennsku verið til fyrirmyndar og gert umgengni við náttúru og umhverfi að eðlilegum þætti […]
Svo á að taka meiri kvóta af okkur

Jæja nú koma loksins fréttir úr Verstöðinni. Er búinn að vera laus við og ekki gefið mér tíma í bloggið.Makrílveiðar ganga vel. Unnið á vöktum í öllum húsum. Nú er Sighvatur undir með 370 tonn og Álsey með 300 tonn. Þórunn landaði í gær 90 tonnum af blönduðum afla sem og Gullberg með 80 tonn. […]
Enn óvíst um lundaveiðar í Eyjum

Enn liggur ekki fyrir hvort lundaveiðar verða heimilaðar í Vestmannaeyjum frá ágústbyrjun og beðið er upplýsinga frá fuglafræðingum sem hafa verið að kanna stofninn. Þetta segir Páll Marvin Jónsson, sem situr í bæjarráði Vestmannaeyjabæjar, en ráðið mun funda um málið í lok júlímánaðar. (meira…)
Hamborgarafabrikkan mætir á �?jóðhátíð 2012

Hamborgarafabrikkan og Þjóðhátíð gengu nýverið til samstarfs og mun Hamborgarafabrikkan grilla Fabrikkuborgara í Herjólfsdal um Þjóðhátíðarhelgina. „Það er sönn ánægja að fá Fabrikkuna í dalinn. Þjóðhátíðarnefnd er sífellt að leitast við að bjóða fjölbreyttari þjónustu fyrir Þjóðhátíðargesti og er þetta samstarf liður í því. Hefðbundnar veitingar verða að sjálfsögðu á sínum stað eftir sem áður, […]
Alvarlegir höfuðáverkar

Maður um tvítugt var fluttur með sjúkraflugi til aðhlynningar í Reykjavík eftir að hann var sleginn fyrir utan veitingastaðinn Volcano með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig um blómaker og lenti með hnakkann í götunni. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Eyjum og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var í framhaldinu lagður […]
Kaupþing stefnir Vestmannaeyjabæ

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær, var fjallað um stefnu frá Kaupþing hf á hendur Vestmannaeyjabæ frá 27. júní síðastliðnum. Í henni er þess annarsvegar krafist að rift verði greiðslu Kaupþings hf. til Vetmannaeyjabæjar frá 8. september 2008, að fjárhæð kr. 1.013.229.250, og hinsvegar er þess krafist að Vestmannaeyjabær greiði Kaupþingi hf. þessa sömu fjárhæð […]
Dans á Rósum hitar upp á Spot á laugardag

Eyjasveitin Dans á Rósum er orðin ómissandi þáttur á þjóðhátíð en fjölmargir aðdáendur sveitarinnar skemmta sér best á Tjarnarsviðinu, heimavelli sveitarinnar. Nú ætlar hljómsveitin að hita upp fyrir hátíðina á sérstöku upphitunarballi á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi en þetta er tíunda árið í röð sem sveitin hitar þannig upp fyrir þjóðhátíð. (meira…)