Tvö dæluskip að störfum í Landeyjahöfn

Nú er róið að því öllum árum að opna Landeyjahöfn. Aðstæður til dýpkunar eru ákjósanlegar og hafa verið góðar síðustu daga. Tvö dæluskip eru við dýpkunarframkvæmdir við Landeyjahöfn, Skandia og Sóley en ekki er líklegt að það náist fullnægjandi dýpi fyrir Herjólf fyrir páska, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Siglingastofnun. Hins vegar er það í […]
Sló mann með bjórflösku í höfuðið

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og var þó nokkur erill vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram fyrir utan líkamsárs sem átti sér stað aðfaranótt sl. laugardags. (meira…)
�?lafur verður skipstjóri og Svanur yfirvélstjóri

Nýtt uppsjávarskip Ísfélags Vestmannaeyja, Heimaey VE 1, sem hefur verið í smíðum hjá ASMAR-skipasmíðastöðinni í Chíle verður væntanlega afhent um miðjan apríl. Skipið er hið fullkomnasta og af nýrri kynslóð uppsjávarskipa. Það er rúmlega 71 metri að lengd og 14,40 metra breitt. Burðargeta þess er um tvö þúsund tonn í tíu tönkum, sem eru með […]
Mikið tap með veiðigjaldi

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, yfirleitt kallaður Binni í Vinnslustöðinni, segir að hefði hér verið veiðigjald, eins og gerð er tillaga um í nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherra, þá hefði verið bullandi tap á íslenskri útgerð á árunum 2000-2010, að báðum árunum meðtöldum. Hann kveðst standa við orð sín um að til standi að þjóðnýta […]
Stelpurnar mæta Gróttu í úrslitum

Lögðu Hauka að velli í dag 21:24 en staðan í hálfleik var 11:8 Haukum í vil. Ester Óskarsdóttir átti skínandi góðan leik fyrir ÍBV, skoraði 9 mörk úr 10 skottilraunum og var langmarkahæst hjá ÍBV. Florentina Stanciu varði auk þess 16 skot í marki ÍBV. ÍBV endaði í þriðja sæti N1 deildarinnar og mætir Gróttu […]
Stebbi og Eyfi í Hallarlundi í kvöld

Félagarnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson munu skemmta í Hallarlundi í kvöld, laugardagskvöld. Tónleikar þeirra hefjast klukkan 22:00 og standa fram eftir kvöldi. Þeir félagar sendu frá sér geisladiskinn Fleiri notalegar ábreiður fyrir síðustu jól og fylgja nú útgáfunni eftir með tónleikahaldi víðs vegar um landið. (meira…)
Eva Dögg Ungfrú Suðurland

Eva Dögg Davíðsdóttir, 18 ára Eyjastúlka, var í kvöld valin Ungfrú Suðurland. Keppnin fór fram á Hótel Selfossi en 14 glæsilegar stúlkur tóku þátt í keppninni. Fimm þeirra fara áfram í keppnina um Ungfrú Suðurland en Eva Dögg er eina Eyjastúlkan í þeim hópi. Arney Lind Helgadóttir var valin bjartasta brosið og Þórhildur Ósk Stefánsdóttir […]
Eyjamenn komust ekki í umspilið

Karlalið ÍBV komst ekki í umspilskeppnina og þegar upp er staðið í lok tímabils, eru Eyjamenn með næst lélegasta lið landsins. ÍBV endaði í næst neðsta sæti Íslandsmótsins sem er verulega langt undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið. Liðið virtist ætla að standa undir þeim kröfum enda vann liðið fyrstu fimm […]
Leikmenn ÍBV vel tryggðir hjá VÍS

Undirritaður hefur verið samningur milli Knattspyrnudeildar ÍBV og VÍS þess efnis að VÍS mun sjá um að tryggja alla leikmenn meistaraflokks ÍBV og í leiðinni gerist VÍS styrktaraðili ÍBV. Markmið VÍS er að leggja sitt af mörkum til að styðja íBV til góðra verka í efstu deild með von um áframhaldandi baráttu á toppnum. (meira…)
Drífa í U-20 ára landsliðinu

Handknattleikskonan Drífa Þorvaldsdóttir, leikmaður ÍBV, hefur verið valin í 16 manna hóp íslenska landsliðsins skipað leikmönnum 20 ára og yngri. Drífa hefur komið reglulega við sögu í leikjum ÍBV í vetur en íslenska liðið leikur í undankeppni HM í Tyrklandi í byrjun apríl. (meira…)