Tveir á leið til ÍBV frá Portsmouth

Tveir enskir leikmenn eru væntanlegir til ÍBV frá enska úrvalsdeildarliðinu Portsmouth. Þeir heita Omar Koroma, 21 árs gamall framherji frá Gambíu og James Hurst. Koroma gekk í raðir Portsmouth 2008 en var í láni hjá Norwich í 1. deildinni tímabilið 2008-2009. Hann á m.a. tvo leiki að baki með gambíska landsliðinu í fótbolta. James Hurst […]

Vorbragur í fyrsta leik

Eins og svo oft áður var mikill vorbragur á leik ÍBV-liðsins í upphafi Íslandsmótsins en í kvöld mætti liðið Fram á Laugardalsvellinum. Sömu lið áttust við í fyrsta leik fyrir ári síðan, þá unnu Framarar 2:0 og þeir endurtóku leikinn í ár. Lokatölur í kvöld urðu 2:0 en bæði mörk Framara voru afar sérstök og […]

Einkaflugmenn flugu með ÍBV liðið upp á Bakka

Nú er ljóst að leikur ÍBV og Fram fer fram á réttum tíma en ekki var á hreinu hvort Eyjamenn kæmust upp á fastalandið, þar sem ekkert hefur verið flogið til Eyja í dag. Nokkrir einkaflugmenn í Eyjum tóku sig til og eru um þessar mundir að fljúga með ÍBV-liðið yfir sundið, upp á Bakkaflugvöll […]

Alltaf erfitt að spila gegn Fram

Í kvöld klukkan 20.00 leikur ÍBV fyrsta leik sinn í Íslandsmótinu í knattspyrnu sumarið 2010. Liðið sækir þá Fram heim á þjóðarleikvanginn í Laugardal en leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Þrír leikmenn ÍBV eru meiddir og öruggt að tveir þeirra taka ekki þátt í leiknum. Það eru þeir Viðar Örn Kjartansson, sem […]

Arnar tekur við karlaliðinu

Arnar Pétursson, leikmaður karlaliðs ÍBV í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari liðsins. Hann tekur við af Svavari Vignissyni sem hefur þjálfað liðið síðustu tvö ár en Svavar fer reyndar ekki langt, því hann tekur við stjórnartaumunum hjá kvennaliði ÍBV. Báðir eru þeir Arnar og Svavar Eyjamenn í húð og hár og gengu báðir upp í […]

Stuðningsmenn ÍBV ætla að hittast á Sporter

Fyrsti leikur sumarsins hjá ÍBV fer fram á Laugardalsvelli í kvöld kl. 20:00. Stuðningsmenn ÍBV ætla því að hittast á stað sem heitir SPORTER í Kópavogi (Engihjalla 8) og opnar húsið kl. 17:00. Kaldur á krana er á 500 kr. ásamt því að það verður sértilboð á burger fyrir Eyjamenn. Hvetjum við alla stuðningsmenn ÍBV […]

Fékk að vita úrslitin á afmælisdaginn

Kristinn Pálsson, ungur Eyjamaður hefur verið ráðinn annar af tveimur skopmyndateiknurum Morgunblaðsins. Kristinn, sem er aðeins 18 ára gamall, fetar þannig í fótspor annars Eyjamanns en Sigmúnd teiknaði myndir í Morgunblaðið um áratugaskeið. Morgunblaðið hélt samkeppni um það hver ætti að teikna myndirnar og urðu þeir Kristinn og Helgi Sigurðsson hlutskarpastir. (meira…)

Mikið hrun úr Bjarnarey

Í annað sinn á stuttum tíma hefur mikið hrunið úr Bjarnarey. Í nótt virðist sem hrunið hafi úr eynni á sama stað og síðast, við uppgönguna norðvestanmegin í eynni. „Þetta er rosalega mikið magn sem hefur hrunið þarna og nær yfir einhverja 50 til 100 metra,“ sagði Gunnlaugur Erlendsson, skipstjóri á björgunarbátnum Þór sem sigldi […]

Tók sólpall nágranna síns og flutti yfir í sinn garð

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði nóg að gera í vikunni. Meðal annars fékk lögregla tilkynningu þess efnis að sólpalli við hús eitt í bænum, hefði verið tekinn ófrjálsri hendi. Eftir nánari eftirgrennslan kom í ljós að pallaefni hafði verið komið yfir í garð nágrannans, sem var byrjaður að smíða sér sólpall úr efninu. Pallaefninu var hins […]

Jafnir leikir hjá ÍBV og Fram

Karlalið ÍBV í knattspyrnu mætir á morgun liði Fram í 1. umferð Íslandsmótsins. Leikurinn fer fram á þjóðarleikvanginum í Laugardal en þetta er í raun þriðja tímabilið í röð sem liðin mætast í 1. umferð á Laugardalsvellinum. Í fyrra höfðu Framarar betur, 2:0 í jöfnum og spennandi leik. ÍBV var í 1. deild 2008 og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.