Lífleg skákkennsla hjá Taflfélagi Vestmannaeyja

Skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vestmannaeyja er hafin og hefur farið vel af stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Taflfélagi Vestmannaeyja. Kennslan hófst um miðjan september og fer fram á laugardögum frá kl. 10:30–12:00 í húsnæði félagsins að Heiðarvegi 9, á jarðhæð. Á haustönn 2025 hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag þar […]
Gagnrýnir bæinn vegna tafa og framkvæmda — bæjarráð hafnar beiðni um kaup

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur hafnað beiðni Þrastar Johnsen um að sveitarfélagið kaupi eignir við Skólaveg 21B og Sólhlíð 17, verði byggingarleyfi fyrir þær ekki veitt. Málið tengist áralangri deilu um byggingarheimildir og aðgengi að Alþýðuhúsinu, sem Þröstur segir hafa orðið fyrir tjóni vegna framkvæmda. Götur lokaðar og aðgengi torveldað Í erindi Þrastar Johnsen, sem hann sendi […]
Bleiki dagurinn haldinn í dag

Í dag, miðvikudaginn 22. október, er bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Þá klæðast margir bleiku til að sýna samstöðu með þeim sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og til að minna á mikilvægi forvarna og stuðnings. Hér í Eyjum tóku margir þátt í deginum, meðal annars starfsfólk Skiplyftunnar sem klæddist bleiku í dag Hér […]
Hélt fyrst að þetta væri grín

Fyrsti vinningurinn í Lottó um síðustu helgi hljóðaði upp á heilar 172.467.020 krónur og var hann sá stærsti hingað til. Af þeim 16.892 vinningshöfum sem fengu vinninga voru tveir spilarar þó heppnastir allra er þeir skiptu með sér sjöföldum fyrsta vinningi og hlutu hvor um sig rúmlega 86,2 skattfrjálsar milljónir, segir í tilkynnnigu frá Íslenskri Getspá. […]
Kvennafrídagurinn

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku var tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 þar sem sveitarfélög eru hvött til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í kvennaverkfalli sama dag. Kvennaárið 2025 er tileinkað baráttu […]
ASÍ gagnrýnir harðlega niðurskurð og samráðsleysi stjórnvalda

Formannafundur Alþýðusambands Íslands 2025 lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu efnahags- og kjaramála og gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að velta byrðunum yfir á heimilin og tekjulægstu hópana. Áhyggjur af stöðu efnahagsmála Formannafundur ASÍ 2025 gagnrýnir harðlega niðurskurðarstefnu og samráðsleysi stjórnvalda og segir ríkisstjórnina ganga á réttindi og kjör launafólks. Formannafundur lýsir yfir vaxandi áhyggjum af stöðu […]
Farsæld barna í forgrunni á Suðurlandi

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að taka þátt í stofnun farsældarráðs á Suðurlandi og var bæjarstjóra falið að undirrita samstarfsyfirlýsingu fyrir hönd sveitarfélagsins. Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi stofnunar farsældarráðs á Suðurlandi í samræmi við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Stefnt er að því að samstarfsaðilar skrifi undir samstarfsyfirlýsingu á ársþingi […]
Helgi Bernódusson: Vestmann(a)eyingur

Það vekur athygli þegar Vestmannaeyjablöðin eru lesin að þar eru íbúar Eyjanna oftast nefndir og skrifaðir „Vestmann-a-eyingar“, gagnstætt málfræði- og stafsetningarreglum og enn fremur eðlilegum framburði. Enginn segir *Vestmann-a-eyingur í eðlilegu tali, heldur „Vestmann-eyingur“. Hér er að verki sú regla í íslensku máli að viðskeytið „-ingur“ tekur oftast aðeins tvö atkvæði á undan sér og […]
Baðlón við Skansinn skrefi nær veruleika

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fjallaði á síðasta fundi sínum um tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015–2035 vegna fyrirhugaðra áforma um baðlón og hótel á Skanshöfða. Jafnframt var lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Skans og Skanshöfða. Skipulagsáformin voru auglýst samkvæmt skipulagslögum á tímabilinu 8. ágúst til 19. september 2025. Fram kemur í fundargerð að […]
Álfsnes þarf í slipp

Dýpkunarskipið Álfsnes, sem unnið hefur að dýpkun í Landeyjahöfn undanfarnar vikur, fer í slipp í Hafnarfirði á morgun, mánudag, vegna bilunar sem komið hefur upp í skipinu. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að vinnan við dýpkun hafi gengið ágætlega að undanförnu, en vegna bilunarinnar þarf að ráðast í viðgerð sem gæti tekið nokkra daga. […]
