Funduðu saman í fyrsta sinn

Stjórnarfólk íþróttahéraða á Suðurlandi og framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) fundaði í fyrsta sinn öll saman á föstudag í síðustu viku. Fundað var í Vestmannaeyjum. Fram kemur í frétt á umfi.is að markmiðið með fundinum hafi verið að byggja brú á milli sambandanna. Rakel Magnúsdóttir segir ferðina hafa heppnast frábærlega. „Þetta var fyrsti samráðsfundur íþróttahéraða á […]

Yfir 2000 lundapysjur skráðar

Þegar þessi frétt er skrifuð um klukkan 13.00 er búið að skrá 2079 lundapysjur í pysjueftirlitið á lundi.is. Mikið magn virðist vera að fljúga á bæinn um þessar mundir. Fram kemur á Facebook-síðu eftirlitsins að af 784 pysjum sem vigtaðar hafi verið er meðalþyngd þeirra aðeins 243 grömm. Þar segir jafnframt að ekki sé að […]

„Það að eiga lítið og skulda mikið heyrir nú sögunni til!“

lotto

Ung hjón með lítil börn unnu fimmfaldan fyrsta vinning í Lottó síðasta laugardag – rúmar 83,6 milljónir króna! Dagurinn hafði verið allskonar, verkefnin mörg, þreytan farin að segja til sín og konan orðin pínu buguð. Í miðjum amstri ákvað hún að kaupa sér lottómiða, eins og hún gerir stundum. Hún opnaði lottóappið, valdi sjálfsval og hélt […]

Gott að búa í Vestmannaeyjum þegar árin færast yfir

Ég hef stundum verið að hugsa um það að undanförnu hve þægilegt það er að vera eldri borgari í Vestmannaeyjum. Reyndar var þetta orðalag, „eldri borgari“ aldrei notað hér á árum áður, heldur alltaf talað um gamalmenni og alltaf haldin sérstök skemmtun árlega sem bar heitið Gamalmennaskemmtunin. En svo þótti einhverjum þetta orð niðrandi og þá […]

Tilkynning vegna Lundaballs 2025

DSC_2448

Dagsetning Lundaballsins 2025 er óbreytt þann 27. september n.k.  Borið hefur á því að fölir einstaklingar hafa komið að máli við forsvarsmenn Lundaballsins 2025 og spurt þá hvort þeir hyggist virkilega halda ballið í lok septembermánaðar. Hvort ekki sé öruggara að fresta ballinu í a.m.k. 2 mánuði ef ekki lengur vegna þeirrar gríðarlegu vinnu og […]

Lítil breyting á íbúaþróun í Eyjum í sumar

folk

Í dag, 1.september eru 4762 íbúar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari starfsmanns Vestmannaeyjabæjar við fyrirspurn Eyjafrétta um íbúatöluna í Eyjum í dag. Síðast þegar miðillinn kannaði stöðuna voru íbúar 4765 talsins. Það var í byrjun júlí. Þær tölur voru byggðar á skráningu Þjóðskrár. Það má því segja að íbúafjöldinn hafi staðið í stað […]

Pysjuævintýið í hámarki

Lundapysjutímabilið er nú á hápunkti og björgunaraðgerðir í fullum gangi í Vestmannaeyjum. Yfir þúsund pysjur hafa þegar verið skráðar í pysjueftirlitið. Pysjubjörgunin hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Bandaríska sjónvarpsstöðin PBS sýndi nýverið heimildarþátt um pysjuævintýrið í Vestmannaeyjum, sem tekinn var upp sumarið 2024. Þáttinn má nálgast á vefnum okkar – eyjafrettir.is. Einnig er […]

Menntaneistinn í Eyjum

Bjorn Bjarnason Bjorn Is

Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra skrifar áhugaverða grein á heimasíðu sína í dag. Þar gerir hann að umtalsefni kennsluaðferðina Kveikjum neistann og árangurinn af verkefninu hjá grunnskólanum í Eyjum. Pistillinn má lesa í heild sinni hér að neðan. Árangur eða árangursleysi í skólum ræðst ekki af öðru en aðferðunum sem beitt er við kennslu. Aðferðirnar verða […]

Starfshópi falið að móta aðgerðaáætlun til að efla strandsiglingar

Fraktarar 07 2023

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, hefur skipað starfshóp um strandsiglingar við Ísland. Hlutverk starfshópsins verður að móta og leggja fram aðgerðaáætlun um leiðir til að efla strandflutninga á sjó, m.a. til þess að minnka álag á þjóðvegi landsins og draga úr umhverfisáhrifum. Starfshópnum er ætlað að skila aðgerðaáætlun fyrir 1. desember 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Verðbólgan hjaðnar

Peninga

Vísitala neysluverðs mælist 0,15% lægri nú í ágúst en mánuðinn á undan. Vöruflokkurinn Ferðir og flutningar hefur mest áhrif til lækkunar (-0,39%). Innan þess flokks munar mest um Flutningar í lofti (-0,36%) en þar á eftir kemur Bensín og olíur (-0,03%). Í tilkynningu frá Verðlagseftirliti ASÍ segir að eftirlitið hafi í nýlegum úttektum bent á aukið svigrúm til frekari lækkana í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.