Jólaþorp Vöruhússins opnar á ný á aðventunni

Vöruhúsið mun á ný opna jólaþorp sitt í aðdraganda jóla líkt og í desember í fyrra. Um er að ræða samfélagsverkefni Vöruhússins þar sem félagssamtökum/fyrirtækjum gefst kostur á að selja varning tengdan jólum. Framtakið heppnaðist afar vel í fyrra og var Jólaþorpið vel sótt af börnum sem fullorðnum sem mættu og áttu notalega jólastund í […]

Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni

Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og […]

LAXEY nær stórum áfanga – fyrstu slátrun lokið

Fyrsta slátrun hjá Laxey var í gær og var gert að laxinum í vinnsluhúsi félagsins í Viðlagafjöru. Eru þetta stór tímamót hjá Laxey sem tók á móti fyrstu hrognunum í nóvember 2023. Ári seinna, í nóvember 2024 var fyrsti laxinn fluttur í áframeldið í Viðlagafjöru. Nú, réttu ári seinna er fyrsta laxinum slátrað. Laxey Vinnsluhús […]

Umferðarslys á Strandvegi í morgun

Bilslys 20251105 111417

Umferðarslys varð á Strandveginum í morgun þegar bifreið og bifhjól lentu saman. Lögregla var kölluð á vettvang og var götunni lokað um stund á meðan unnið var að vettvangsrannsókn. Eyjafréttir óskuðu eftir upplýsingum frá Stefáni Jónssyni, yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum, sem staðfestir eftirfarandi: „Þarna hafði orðið umferðaróhapp milli bifreiðar og bifhjóls. Bifhjólið er mikið […]

Kósíkvöld, afslættir og jólabjór í miðbænum

Það verður líf og fjör í bænum á fimmtudag og föstudag nk. Á fimmtudagskvöldið verður kósý kvöld í Póley þar sem boðið verður upp á kynningu á Vera design ásamt tilboðum, happdrætti og léttum veitingum. Sama kvöld fagnar Skvísubúðin 15 ára afmæli sínu og verður einnig boðið upp á afslætti og afmælisgleði í tilefni dagsins. […]

Nýtt félag tekur við efnisvinnslunni í Eyjum

Vestmannaeyjabær hefur gert 10 ára samning við Efnisvinnslu Vestmannaeyja ehf. um rekstur efnisvinnslu á svæði AT-2. Samningurinn tók gildi 1. nóvember síðastliðinn. Í frétt á vef bæjaryfirvalda segir að félagið fái heimild til vinnslu og sölu á malarefni, þar sem lögð verði sérstök áhersla á öryggi og umhverfisvernd í allri starfsemi. Samningurinn tryggir reglulegt eftirlit […]

Aglow-fundur í Landakirkju

landakirkja_safnadarh.jpg

Aglow-fundur verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 19:30 í betri stofu safnaðarheimilis Landakirkju. Á fundinum mun Guðbjörg Guðjónsdóttir flytja erindi þar sem hún segir frá móti sem hún sótti í Skotlandi. Einnig mun Vera Björk leiða íhugun sem byggð er á bók sr. Þorvaldar Víðissonar, Gimsteinninn. Að lokinni dagskrá verður kaffi, söngur og […]

Óli Gränz kynnir nýja bók í Eldheimum- uppfært

Metnaðarfullri dagskrá safnahelgar er svo sannarlega ekki lokið. Fram undan er stórskemmtilegt kvöld þar sem Óli Gränz sem vart þarf að kynna mætir með nýja bók um sitt viðburðarríka lífshlaup. Óli Gränz fæddist í Vestmannaeyjum 1941 og átti heima í Jómsborg, á Kirkjuvegi 88 og Breiðabliki. Hann var til sjós á yngri árum og var […]

Lúðrasveitin blæs til hausttónleika

ludrasveit_fb_2025_cr

Lúðrasveit Vestmannaeyja heldur sína árlegu hausttónleika nú um komandi helgi, laugardaginn 8. nóvember kl. 16:00. Tónleikarnir fara fram í Hvítasunnukirkjunni og gengið verður inn Hallarlundsmegin. Lúðrasveitin hefur starfað óslitið frá stofndegi 22.mars 1939 og hafa hausttónleikarnir verið hluti af starfinu lengur en elstu menn muna. Að geta haldið úti slíku starfi í bæjarfélagi sem okkar […]

Fermingarbörn ganga í hús til styrktar vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar

Á morgun, miðvikudaginn 5. nóvember milli kl. 17.30 og 19.00 munu fermingarbörn í Landakirkju ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Hér er um hina árlegu söfnun fermingarbarna að ræða. Fyrir söfnunina hafa fermingarbörnin fengið fræðslu um verkefnið, sem snýst um að safna fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu og Úganda. Það er ágætt að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.