Raforkumál í Eyjum

Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast um orkumál hér í Eyjum síðustu daga finnst mér rétt að útskýra betur forsögu þess að VM4 og VM5 voru lagðir til Eyja og þær breytingar sem það hefur í för með sér.  Málaflokkurinn er nokkuð erfiður yfirferðar og mjög eðlilegt að nokkurs misskilnings gæti í umræðunni. Fram […]

Slökkviliðið varar við notkun neyðarsóla á þrettándanum 

Slökkvilið Vestmannaeyja sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem íbúar eru hvattir til að sýna sérstaka varúð við flugeldanotkun á þrettándanum, þar sem mikil hætta er á sinubruna vegna veðurskilyrða. Sérstaklega er varað við notkun neyðarsóla. Áramótin reyndust annasöm hjá slökkviliði Vestmannaeyja og kollegum þeirra víða um land vegna fjölda útkalla tengdum sinubrunum. Samkvæmt […]

34 keppendur skráðir í Vöruhúsdeildina

Mánudaginn 5. janúar hófst deildarkeppni Pílufélags Vestmannaeyja og er þetta annað árið í röð sem keppnin er haldin. Aðalstyrktaraðili deildarinnar í ár er Vöruhúsið og ber deildin því hið glæsilega nafn Vöruhúsdeildin 2026. Alls eru 34 keppendur skráðir til leiks, sem er tveimur fleiri en í fyrra. Mótinu er skipt í fjórar deildir; tvær 8 […]

HSU í Eyjum fær fjármagn fyrir varaaflsstöð

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni samtals 77 milljónum króna til endurnýjunar á tækjabúnaði. Ráðstöfun fjárins byggist á forgangsröðun í samræmi við brýnustu þarfir stofnananna. Víða er uppsöfnuð innviðaskuld sem mikilvægt er að mæta til að efla viðbragðsgetu stofnananna, tryggja gæði þjónustu og öryggi sjúklinga, bæta greiningar- og meðferðargetu og stuðla að hagkvæmari […]

Forsetahjónin í heimsókn til Eyja

Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason munu koma í sína fyrstu opinberu heimsókn til Vestmannaeyja dagana 8. og 9. janúar nk.. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjaryfirvalda. Í heimsókninni munu þau fara víða um Vestmannaeyjar og kynna sér blómlegt og ört vaxandi samfélag Eyjamanna, auk þess sem þau munu eiga fund með bæjarstjórn. […]

Gul viðvörun sunnanlands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í kvöld kl. 22:00 og gildir til kl. 21:00 á morgun, fimmtudag. Í viðvörunartexta segir: Norðaustan 13-20 m/s og snjókoma undir Eyjafjöllum. Búast má við éljagangi og skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar […]

Orkuskipti á pappír en olía í raun

Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Í öllum helstu undirbúningsgögnum vegna nýrra raforkustrengja til Eyja kemur skýrt fram að framkvæmdin átti […]

Undirbúa frumvarp um áframhaldandi ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán

Unnið er að lagafrumvarpi sem tryggir almenningi áframhaldandi heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í samanlagt tíu ár. Þetta er í samræmi við áform sem kynnt voru í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í október sl. Í kynningunni kom fram að stefnt væri að því að gera heimildina varanlega og fyrirsjáanlega, en undanfarin ár hefur hún verið […]

Nýtt ár, ný tækifæri

Um áramót – Margrét Rós Ingólfsdóttir – Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Á vettvangi bæjarmálanna einkenndist árið 2025 af baráttu bæjarstjórnar við ríkisvaldið og baráttu gegn hækkandi skattheimtu og álögum á fyrirtæki og á vinnandi og venjulegt fólk. Þessi aukna skattheimta er óþolandi og kemur mest niður á einmitt, venjulegu fólki. Á meðan ríkir algjört skilningsleysi á málefnum Vestmannaeyja. Vatnslögnin, […]

Grímuball Eyverja – verðlaun, gleði og glaðningur

DSC_0813

Hið árlega grímuball Eyverja verður haldið með hefðbundnum hætti á þrettándanum, 9. janúar, í Höllinni kl. 14. Miðaverð er 500 krónur. Jólasveinar mæta á svæðið og gleðja börnin með glaðningi. Veitt verða verðlaun fyrir flotta búninga og líflega framkomu, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. (meira…)

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.