Nýtt ár, ný tækifæri

Um áramót – Margrét Rós Ingólfsdóttir – Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Á vettvangi bæjarmálanna einkenndist árið 2025 af baráttu bæjarstjórnar við ríkisvaldið og baráttu gegn hækkandi skattheimtu og álögum á fyrirtæki og á vinnandi og venjulegt fólk. Þessi aukna skattheimta er óþolandi og kemur mest niður á einmitt, venjulegu fólki. Á meðan ríkir algjört skilningsleysi á málefnum Vestmannaeyja. Vatnslögnin, […]
Grímuball Eyverja – verðlaun, gleði og glaðningur

Hið árlega grímuball Eyverja verður haldið með hefðbundnum hætti á þrettándanum, 9. janúar, í Höllinni kl. 14. Miðaverð er 500 krónur. Jólasveinar mæta á svæðið og gleðja börnin með glaðningi. Veitt verða verðlaun fyrir flotta búninga og líflega framkomu, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. (meira…)
Krafturinn og samheldnin er allt sem þarf

Um áramót – Stefán Friðriksson – Forstjóri Ísfélagsins Um áramót er gott að líta um öxl og huga því næst að framtíðinni. Í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski áraði nokkuð vel og þó að loðnuvertíðin hafi verið með allra smæsta móti má segja að góð makrílveiði og ágætis afurðaverð í öllum uppsjávartegundunum hafi skipt miklu máli. Þá hefur […]
Skólarnir af stað á ný

Grunnskóli Vestmannaeyja mun fara af stað á ný eftir jólafrí, á morgun 6.janúar. Nemendur og starfsfólk snúa þá aftur til skólastarfs samkvæmt hefðbundinni stundaskrá. Jólafríið hefur staðið yfir frá miðjum desember og markar morgundagurinn upphaf nýrrar annar. Framhaldsskólinn hefst svo miðvikudaginn 7. janúar. (meira…)
Nýárs atskákmót TV

Taflfélag Vestmannaeyja byrjar starfsárið með Nýars-atskákmóti kl. 13.00 sunnudaginn 4. janúar 2026 í skákheimilinu að Heiðarvegi 9. Tími á hvorn keppenda á skák verður 10 mín. + 5 sek. á leik. Reikna má með að hver umferð taki 20-25 mínútur. Þessi tímamörk eru heppileg ekki síst fyrir þá sem hafa lítið hafa teflt atskákir eða […]
Rauðu dagarnir í ár

Í upphafi árs er gaman að fara yfir hvernig frídagar ársins raðast niður. Í ár eru 11 rauðir dagar, en til samanburðar voru þeir 12 í fyrra. Annar í jólum er á laugardegi í ár en jólafrídagarnir í fyrra voru allir á virkum dögum. Nýársdagur (frídagur) Fimmtudagur 1. janúar Þrettándinn Þriðjudagur 6. janúar Bóndadagur, upphaf […]
Gamla árið kvatt – myndir

Áramótin í Vestmannaeyjum voru einstaklega glæsileg að þessu sinni. Mikið var skotið upp af flugeldum þegar árið kvaddi. Himinninn lýstist upp í öllum regnbogans litum og víða mátti sjá fólk safnast saman til að njóta sýningarinnar. Veðrið lék við bæjarbúa og gesti, með hægum vindi og góðu skyggni, sem gerði upplifunina enn eftirminnilegri. Aðstæður voru […]
Við þurfum að vera á tánum

Bæjarfulltrúar á áramótum – Gísli Stefánsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Árið sem er að líða hefur gefið taktinn fyrir það næsta. Hagræðingartillögur ríkisstjórnar sem voru eftir allt saman bara fjölmiðlastönt, ESB komið á línulega dagskrá sem enginn horfir á lengur og svo leiðréttingar á því óréttlæti sem skapast þegar sjávarútvegurinn hagnast. Margir þeir úr pólitíkinni hér í […]
Brenna og flugeldasýning í dag

Björgunarfélag Vestmannaeyja stendur fyrir hefðbundinni brennu og flugeldasýningu í dag, á gamlársdag. Kveikt verður í brennunni klukkan 17:00 og hefst flugeldasýningin skömmu síðar. Svæði sem merkt er með appelsínugulum lit verður skilgreint sem öryggissvæði á meðan flugeldasýning stendur yfir. Gestir eru beðnir um að virða lokanir, fara ekki inn á svæðið og fylgja leiðbeiningum þeirra […]
Innkalla “Rakettupakka 2”

Slysavarnafélaginu Landsbjörg bárust í kvöld ábendingar um að galli væri í einhverjum rakettum sem seldar hafa verið í Rakettupakka 2. Við prófun kom í ljós að einhverjar þeirra sprungu of snemma. Því hefur verið tekin sú ákvörðun um að taka Rakettupakka 2 úr sölu og kalla inn þá pakka sem hafa verið seldir. Þetta segir […]