Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun

herj_innsigling_horgeyrargard_tms_cr (1)

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði ásamt bæjarfulltrúum með þingmönnum Suðurkjördæmi í liðinni viku til að ræða samgönguáætlun sem ráðherra hefur kynnt en ekki enn verið mælt fyrir á Alþingi. Bæjarráð lýsti áhyggjum af samgönguáætluninni í heild sinni eins og hún snýr að Vestmannaeyjum og setti fram meðal annars gagnrýni á áætlaða skerðingu framlaga til reksturs ferja og […]

Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja átti fund með Jóhanni Páli Jóhannssyni, orkumálaráðherra nýverið þar sem farið var yfir hækkun flutningskostnaðar raforku til Eyja, áhrif á orkuskipti og stöðu húshitunarkostnaðar. Unnið er að endurskoðun gjaldskrár og lagabreytingum sem geta haft veruleg áhrif fyrir heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Hækkun flutningskostnaðar raforku Á fundinum var staðan varðandi hækkun […]

Veit Inga hvað hún syngur?

IMG 2032

Byrjum á að slá þessu föstu: Það er enginn málaflokkur þýðingarmeir í íslensku samfélagi en uppvöxtur, þroski og menntun barnanna okkar. Það er alveg sama hvað okkur tekst vel til á öðrum sviðum – ef okkur mistekst þarna er allt annað unnið fyrir gýg . Í mikilvægi fyrir þjóðina og framtíð hennar trompar þessi málflokkur […]

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný

Inngangur norðan megin við sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum hefur verið opnaður á ný eftir lokun sem stóð yfir í nokkra mánuði vegna framkvæmda. Á þeim tíma var planið við innganginn malbikað og skipt um lagnir. Inngangurinn norðan megin veitir aðgang að annarri og þriðju hæð sjúkrahússins. Á annarri hæð eru lyflækningar og dagdeild/göngudeild og á þriðju […]

Vinnustofur í stað líkamsræktar?

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar var tekið fyrir erindi vegna umsóknar um byggingarleyfi fyrir húsnæði að Strandvegi 65. Félagið SV65 ehf. sótti um leyfi til breyttrar notkunar á 2. og 3. hæð hússins. Þar var áður líkamsræktarstöð, en fyrirhugað er að breyta rýmunum í níu vinnustofur. Gengið verður inn í vinnustofurnar um stiga frá 1. hæð. […]

Karlar hvattir til að sýna handverk

Í tilefni af bóndadags og upphafi Þorra verður haldinn handverksdagur karla í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum laugardaginn 24. janúar. Markmiðið með deginum er að heiðra og varpa ljósi á fjölbreytt handverk karla í bænum. Leitað er eftir þátttakendum sem vilja sýna handverk sitt og jafnframt hafa tækifæri til að selja afurðir sínar á staðnum. Þeir sem […]

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV

Bryggjudagur 2022 Opf

Næstkomandi laugardag, 17. janúar, ætla meistaraflokkar ÍBV í handbolta að bjóða upp á saltfisksölu á Skipasandi. Í boði verða nætursöltuð þorskflök með roði á frábæru verði, 3.000 krónur á kílóið, og rennur allur ágóði í stuðning við starf og keppni meistaraflokkanna. Fram kemur í tilkynningu að sölutíminn verði frá kl. 14:00 til 15:30 og er […]

Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar

Spretthópur um Kveikjum neistann skilaði tillögum sínum til mennta- og barnamálaráðuneytisins. Spretthópnum var ætlað að meta stöðu þróunar- og rannsóknarverkefnisins Kveikjum neistann, árangur þess og tækifæri og koma með tillögur að möguleikum í þróun verkefnisins í þágu barna hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Mikil ánægja foreldra og skóla […]

Hvattning til Eyjamanna

Í kvöld kl. 20 verður haldinn kynningarfundur um væntanleg jarðgöng milli lands og ​Eyja. Ég hef átt því láni að fagna að geta fylgst með kraftaverka​-mönnunum og frumkvöðlunum sem að verkefninu Eyjagöng standa úr stúkusæti, einstaklingar sem hafa lagt á sig ómælda sjálfboðavinnu í þágu samfélagsins okkar og velferð þess. Fundarhöld með stjórnendum stórra fyrirtækja, sveitastjórnum, […]

Nýkjörin stjórn Eyjalistans tekur til starfa

Það eru spennandi tímar framundan hjá Eyjalistanum. Á aðalfundi listans, sem haldinn var 7. janúar sl., voru stjórnarskipti og ný stjórn kjörin til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nýkjörinni stjórn. Ný stjórn Eyjalistans er þannig skipuð: Arna Huld Sigurðardóttir, formaður, Anton Örn Björnsson, varaformaður, Ingveldur Theodórsdóttir, gjaldkeri, Hildur Rún Róbertsdóttir, ritari og Sigurður […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.