Laxey – Kafli 4: Vinnsla hafin

Það eru ákveðin augnablik í uppbyggingu fyrirtækis sem marka ekki bara framvindu, heldur einnig tímamót um að fyrirtækið sé komið á næsta stig í þróun og vexti. Fyrsta slátrunin hjá Laxey er einmitt slíkt augnablik. Eftir mikin undirbúning, hönnun, framleiðslu og þolinmæði er vinnslan komin af stað og með henni hefst nýr kafli í sögu […]
Gul viðvörun og ábending frá Herjólfi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Í viðvörunarorðum fyrir Suðurland segir: Búast má við talsverðri sjókomu og takmörkuðu skyggni, einkum á Hellisheiði og í Þrengslum. Staðbundar samgöngutruflanir líklegar. Viðvörunin fyrir Suðurland tók gildi í dag, 29 nóv. kl. 12:00 og gildir hún til morguns, 30 nóv. […]
Fundu enga myglu í Hamarsskóla

Vestmannaeyjabæ barst tilkynning frá skólastjóra Hamarsskóla rétt fyrir vetrarleyfi grunnskólans vegna grunsemda um mögulega myglu í skólanum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjafrétta höfðu þá komið fram áhyggjur af loftgæðum í ákveðnum rýmum og einn kennari farið í veikindaleyfi. Bæjarfélagið brást tafarlaust við tilkynningunni. Kallaðir voru til sérfræðingar til að framkvæma mælingar og meta hvort um myglu […]
Spurningum svarað um efnishleðslu í Goðahrauni

Talsverð óánægja hefur komið upp meðal íbúa í vesturbæ Vestmannaeyja vegna umfangsmikillar upphleðslu jarðefna á gamla þvottaplaninu í Goðahrauni. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum af sjónmengun og áhrifum efnisins á nánasta umhverfi. Í kjölfar umfjöllunar á Eyjafréttum var Vestmannaeyjabæ send fyrirspurn um málið, þar sem meðal annars var spurt hver hefði veitt leyfi fyrir […]
Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg

Þar sem ég hef á síðustu misserum farið að tjá mig meira um pólitík langar mig að halda áfram, nú um bæjarmálin. Mér finnst oft eins og umræðan hér í Eyjum sé lágstemmd og að lítið heyrist frá stjórnarandstöðunni. Eins og hún hafi verið dáleidd. Það er eins og meirihlutinn vilji lágmarksumræður svo sem fæstir […]
Þjálfun styrkt með nýjum hermi-dúkkum

Nýjar og háþróaðar hermidúkkur hafa verið keyptar á HSU í Eyjum fyrir styrkveitingar frá fyrirtækjum og einstaklingum. Þessi fjárframlög hafa gert kleift að efla þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og styrkja færni í meðhöndlun raunverulegra aðstæðna. Sigurlína Guðjónsdóttir stóð á bakvið söfnun verkefnisins og tókst með sterkum stuðningi samfélagsins að safna fyrir þremur háþróuðum hermi-dúkkum sem geta líkt […]
ASÍ og SGS í Eyjaheimsókn

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, og Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ, heimsóttu Vestmannaeyjar nýverið að frumkvæði Drífanda stéttarfélags og Sjómannafélagsins Jötuns. Þar tóku á móti þeim Arnar Hjaltalín og Guðný Óskarsdóttir fyrir hönd Drífanda, ásamt Kolbeini Agnarssyni frá Jötni. Baráttumál Eyjamanna á borðinu Á vef Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) er greint frá heimsókninni […]
Revían í Vestmannaeyjum og Mzungu frá Afríku

Laugardaginn 29. nóvember munu tveir rithöfundar kynna nýjar bækur sínar á Bókasafninu. Una Margrét Jónsdóttir segir sögu revíunnar í bók sinni Silfuröld revíunnar. Þar segir hún m.a. frá hinu líflega starfi Sigurgeirs Schevings á níunda áratug síðustu aldar. Silfuröld revíunnar Una Margrét hefur í tæpan áratug helgað sig rannsóknum á sögu íslensku revíunnar en árið 2019 […]
Tilkynning frá Styrktarsjóði Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjuð að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem styrkt hafa […]
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni?

Lífi eldri borgara er misskipt, margir hafa það mjög gott, geta átt sitt eigið húsnæði og veitt sér að ferðast eða annað sem þeir hafa áhuga á. Það er vel og frábært að geta þetta eftir langan vinnudag um ævina. Margir eldri borgarar hafa það sæmilegt og geta veitt sér ýmislegt sem þarf til að lifa […]