Ábending frá Herjólfi

Dýpi og aðstæður til dýpkunar hafa verið óhagstæðar undanfarnar vikur og spá fyrir næstu daga er jafnframt óhagstæð. Dýpkun hefst um leið og aðstæður leyfa. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Siglingaáætlun Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 […]
Hallar verulega á Vestmannaeyjar í samgönguáætlun

Bæjarstjóri og hafnarstjóri Vestmannaeyja fóru nýverið yfir tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026–2040 og fimm ára aðgerðaáætlun 2026–2030 í bæjarráði og framkvæmda- og hafnarráði. Í þeirri yfirferð kom fram að áætlunin halli verulega á Vestmannaeyjar þegar kemur að uppbyggingu samgönguinnviða. Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar, þar sem farið er ítarlega yfir […]
Stuðningsmaður ÍBV með 13 rétta

Tveir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fá þeir í sinn hlut tæpar 1.6 milljónir króna. Annar tipparinn er úr Vestmannaeyjum og styður ÍBV en hinn úr Reykjavík og styður við bakið á Íþróttafélagi Fatlaðra í Reykjavík. Báðir tippararnir tippuðu á að Arsenal myndi vinna Wolves og glöddust yfir tveim […]
Samið um nýja almannavarnavatnslögn til Eyja

Vestmannaeyjabær hefur undirritað samning við fyrirtækið SUBSEA 7 Ltd. um flutning og lagningu almannavarnavatnslagnar NSL-4 milli lands og Vestmannaeyja. Samkvæmt samningnum mun fyrirtækið meðal annars annast flutning lagnarinnar, útlagningu hennar og eftirlit með framkvæmdunum. Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða 12,7 kílómetra langa 8 tommu lögn, sem verður flutt frá […]
Síðasti séns að koma gjöfum undir jólatréið á bókasafninu

Í dag, 15. desember er síðasti dagur til að koma gjöfum undir jólatréið á bókasafninu í Vestmannaeyjum. Bókasafnið, í samstarfi við Landakirkju, stendur fyrir gjafasöfnun þar sem markmiðið er að tryggja að sem flestir geti upplifað gleðileg jól og fengið jólagjöf, óhað stétt eða stöðu. Mikilvægt er að gjafirnar séu merktar aldurshópi og kyni. Tilvalið […]
Að halda áfram….

Krabbavörn Vestmannaeyja stóð fyrir hinni árlegu ljósagöngu á Eldfell fimmtudaginn 20. nóvember. Ljósagangan er til að sýna samstöðu, samveru, samtakamátt og til að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein En í fyrra mættu um eitt hundrað manns í frábæru veðri. Ákveðið var að gangan yrði farin í hvaða veðri sem er, […]
Jólablað Fylkis er komið út

Jólablaði Fylkis 2025 var dreift í hús innanbæjar nú um helgina 13.-14. desember og sent víðsvegar um land. JólaFylkir er að þessu sinni 44 bls., sama stærð og 2024, sem eru er stærstu og efnismestu Jólablöð Fylkis frá upphafi útgáfu þess fyrir 76 árum. Meðal efnis í blaðinu er hugvekja Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar, sóknarprests í […]
Misstu gám í sjóinn suður af landinu

Flutningaskipið Dettifoss missti gám í sjóinn í óveðri undan Suðurlandi snemma í gærmorgun, skömmu eftir að skipið lagði af stað frá Reykjavík áleiðis til Reyðarfjarðar. Gámurinn reyndist vera tómur og var Landhelgisgæslunni gert viðvart strax í kjölfarið. Frá þessu er greint á vef Austurfréttar, þar sem fram kemur að atvikið hafi átt sér stað í […]
Inflúensufaraldur á uppleið

Einstaklingar í áhættuhópum eru hvattir til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, einnig þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. Inflúensan er fyrr á ferðinni en síðastliðna vetur, […]
Mesti vindur á Stórhöfða í þrjú ár

Djúp lægð gekk yfir sunnan vert landið í morgun, en Veðurstofan hafði gefið út gular viðvaranir. Veðrið er blessunarlega dottið niður í Eyjum þegar þessi frétt er skrifuð. Í facebook-færslu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings segir að heilt yfir höfum við haft heppnina með okkur að lægðin djúpa hafi ekki komið nær landi en raun ber vitni. […]