Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr Epal

Johann Ingi Ads IMG 4231 (1)

Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð […]

Minningargjöf og samfélagsstyrkur renna til velferðar heimilisfólks Hraunbúða

Hollvinasamtök Hraunbúða í Vestmannaeyjum hafa undanfarna daga fengið veglega styrki sem renna í áframhaldandi starf til að efla lífsgæði heimilisfólks. Í gær afhentu börn Þóru Magnúsdóttur, Dídíar heitinnar, samtökunum rausnarlega peningagjöf í minningu móður sinnar. Samtökin þakka fjölskyldu Dídíar innilega fyrir hlýhug og stuðning. Samhliða barst samtökunum 300 þúsund króna styrkur frá Vestmannaeyjabæ úr verkefninu […]

Opið erindi til bæjastjórnar vegna stöðu leikskólamála

Hópur mæðra í Vestmannaeyjum, sem eignuðust börn síðari hluta árs 2024, hefur sent bæjarstjórn ítarlegt bréf þar sem fram koma verulegar áhyggjur af stöðu leikskólamála í bænum. Í bréfinu er meðal annars bent á skort á plássum fyrir börn við 12 mánaða aldur og gagnrýnt að heimgreiðslur nýtist aðeins örfáum fjölskyldum. Eyjafréttir birtir bréfið hér […]

Vestmannaeyjabær úthlutar samfélagsstyrkjum

radhustrod_ráðhús_merki_cr

Í dag undirrituðu Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar og Hrefna Jónsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja samninga við styrkþega um fjárstyrk vegna verkefna sem hlutu styrk í tengslum við „Viltu hafa áhrif?“ fyrir fyrri hluta árið 2026. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut Fræðslu- og símenntunarmiðstöð vegna uppsetningar á leiksýningu fyrir fatlað fólk, […]

Allir velkomnir á aðventukvöld Aglow

aglow

Aðventan er hafin og gott að stilla hugann og gefa sér tíma til að íhuga innihald hennar. Aðventukvöld verður í kvöld þar sem við beinum sjónum okkar að jólaboðskapnum. Í kvöld 3. desember hittumst við  í safnaðarheimili Landakirkju kl. 19.30. Veglegar veitingar verða í boði og um kl. 20.00 mun Einar Igarashi nemandi Kittyar leika […]

Jólasveinarnir með glænýja sýningu!

Jólasveinar

Hann var ansi sérstakur viðmælandinn sem blaðamaður Eyjafrétta rakst á í vikunni, það var enginn annar en hinn  uppátækjasami Hurðaskellir. Hann vildi endilega fræða blaðamann um nýja sýningu á Háaloftinu. “Ég er ótrúlega spenntur. Það er mjög gaman að fá að frumsýna þetta ævintýri hér í Eyjum. Ég meina, það er svo gott að komast […]

Hversu lengi eigum við að bíða?

Í bráðum átta ár hafa samgöngur til Vestmannaeyja í besta falli staðið í stað. Oftast hafa þær þó færst til verri vegar. Flugsamgöngur eru orðnar svo rýrar að varla er hægt að tala um þær lengur. Dýpkun er óviðunandi. Engar hugmyndir eru uppi um breytingar á Landeyjahöfn. Það virðist ekkert í gangi. Tíminn er dýrmætur […]

Framúrskarandi fyrirtæki í Eyjum 2025 

„Það skiptir okkur hjá Creditinfo miklu máli að geta gert Framúrskarandi fyrirtækjum hátt undir höfði. Þetta eru stöðugustu fyrirtæki landsins sem leggja grunninn að kröftugu hagkerfi okkar Íslendinga. Það er einkar ánægjulegt að sjá hvað Vestmannaeyjar búa vel þegar kemur að öflugum fulltrúum á listanum í ár,” segir Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi.  Alls fengu […]

Ný menningarstefna í vinnslu

Skolaludrasveit_2023_DSC_1546_ludrasv

Um þessar mundir fer fram vinna við gerð menningarstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ. Fyrr á árinu var skipaður starfshópur sem í sitja Gígja Óskarsdóttir safnstjóri Sagnheima, Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja, Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima og Sigurhanna Friðþórsdóttir verkefnisstjóri. Vinnan gengur vel og stefnt er á að henni ljúki á fyrri hluta næsta árs. Tekin hafa verið […]

Styrktargjöf Kiwanisklúbbsins Helgafells til Heimaeyjar

Kiwanis Gjof Vestm Is Cr

Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur veitt Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð, rausnarlega styrktargjöf. Í frétt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar segir að fjárhæðin verði meðal annars nýtt til kaupa á ýmiss konar tækjum, auk aðstöðu- og vinnubúnaðar sem mun efla daglegt starf stöðvarinnar. Þá segir í fréttinni að Heimaey þakki Kiwanisklúbbnum Helgafelli innilega fyrir veglega styrkveitinguna. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.