Gleðilegt lundasumar

Lundar Opf DSC 7718

Lundinn settist upp 16. apríl og þar með var komið sumar hjá mér eins og vanalega, og lundinn heldur í hefðirnar og sest upp á tímabilinu 13-20 apríl. Ég man reyndar eftir því fyrir mörgum árum síðan að hann lá í svarta þoku og rigningu alla þessa viku og það endaði með því að ég gerði […]

Breytingar hjá Húsasmiðjunni og Blómaval í Vestmannaeyjum

Húsasmiðjan og Blómaval í Vestmannaeyjum gera nú breytingar á versluninni sem miða að því að einfalda rekstur og bæta þjónustu við viðskiptavini í byggingavörum. Þessar breytingar fela í sér að afskorin blóm og pottaplöntur verða ekki lengur hluti af vöruúrvali verslunarinnar. Áfram mikið úrval fyrir heimilið og garðinn „Við munum áfram bjóða úrval af ræktunarvöru, […]

Sumargleði framundan í Höllinni

Sumarið er rétt handan við hornið og mikið líf að færast yfir Eyjarnar. Fjölbreyttir viðburðir eru á döfinni í Höllinni á næstu vikum. Laugardaginn 3. maí, eftir The Puffin Run, verður veglegt steikarhlaðborð í Höllinni, framreitt af Einsa Kalda. Þar gefst hlaupurum og öðrum gestum tækifæri á að njóta góðs matar og stemningar. Eftir kvöldverðinn […]

Mikil stemning á Hljómey

Tónlistarhátíðin Hljómey fór fram í þriðja sinn hér í Eyjum í gærkvöldi. Alls opnuðu 17 heimili og staðir dyr sínar fyrir tónlistarfólki og gestum í ár, þar sem 16 ólík tónlistaratriði komu fram á mismunandi stöðum yfir kvöldið. Óskar Pétur, ljósmyndari Eyjafrétta, var á staðnum og fangaði stemninguna í myndum.  (meira…)

Stóri plokkdagurinn

DSC_1289

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með prompi og prakt um allt land á morgun,  sunnudag. Í tilefni dagsins verður hreinsunardagur á Heimaey. Sameinumst um að hreinsa náttúruna um leið og við gerum umhverfið okkar fallegt fyrir viðburði, gesti og útiveru komandi sumars, segir í tilkynningu frá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar á vef bæjaryfirvalda. Dagurinn byrjar kl. […]

Íbúafjöldinn stendur í stað frá í haust

Í dag 25.apríl eru 4722 íbúar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari starfsmanns Vestmannaeyjabæjar við fyrirspurn Eyjafrétta um íbúatöluna í Eyjum í dag. Síðast þegar miðillinn kannaði stöðuna voru íbúar 4724 talsins. Það var í byrjun nóvember sl.. Það má því segja að íbúafjöldinn hafi staðið í stað í vetur. Fyrir réttu ári síðan […]

Vorhátíð Landakirkju

vorhatid__landak

Vorhátíð Landakirkju verður á sunnudaginn 27.apríl kl. 11.00. Þetta er síðasta sunnudagaskólasamveran fyrir sumarfrí. Big-sunday-school-party-band spilar, kórinn og Kitty verða með og að lokinni samveru í kirkjunni verður grill-pylsu-partý, segir í tilkynningu frá kirkjunni.   (meira…)

Hraðskákmeistaramót þann 1. maí

Taflfélag-Vestmannaeyja_la

Hraðskákmeistamót Vestmannaeyja 2025 verður haldið fimmtudaginn 1. maí nk.  kl. 13.00 í skákheimili TV að Heiðarvegi 9. Tímamörk á hvorn keppenda   5 mín. + 3 sek. fyrir hvern leik  og má reikna með að hver skák taki  10-12 mín. Hraðskákmeistaramótið gefur skákstig eftir reglum Fide. Skráning keppenda fer fram hjá skákstjóra Sæmundi Einarssyni  á netfangið […]

Gleðilegt sumar

Leikvöllur Born Tms IMG 2413

Eyjafréttir/Eyjar.net sendir lesendum óskir um gleðilegt sumar. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að í tilefni af sumardeginum fyrsta bjóði Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið er í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Þá má […]

Sumardagurinn fyrsti – Frítt í sund og söfn

Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl, verður sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur. Sumardagurinn fyrsti markar upphaf íslensks sumars samkvæmt gamla norræna tímatalinu og er alltaf haldinn á fimmtudegi. Í tilefni dagsins verður frítt í sund, ásamt í Eldheima og Sagnheima. Opnunartímar: Sundlaugin verður opin frá kl. 09:00 til 17:00 Sagnheimar verður opið frá kl. 12:00 til 15:00 […]