Bað pabba sinn um hjálp – hinn dreymdi um stærra heimili

Tveir spilarar voru heppnastir allra í Lottó um síðustu helgi þegar þeir skiptu með sér sjöföldum fyrsta vinningi og hlutu rúmlega 79,3 skattfrjálsar milljónir hvor. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að annar vinningshafinn sé búsettur á Suðurnesjum, hinn á Norðurlandi og báðir keyptu miðana sína á netinu. „Hvorugt þeirra vissi af vinningnum þegar við […]
Kæri Páll

Takk fyrir greinina – en ég verð að byrja á því sem skiptir mig mestu: Í mínum tveimur greinum hef ég aldrei nefnt einn einasta bæjarfulltrúa með nafni. Ég fjallaði um bæjarstjórn sem heild, forgangsröðun hennar, efnahagsstjórn og skort á umræðu. Ég valdi að nafngreina engan, af virðingu – því gagnrýni mín sneri að kerfi […]
Endilega ræðum málin!

Það er mikilsvert að bæjarbúar – ekki síst unga fólkið – láti sér annt um bæinn sinn og veki máls á því sem þeim þykir að betur mætti fara. Mér þótti það því sérstakt gleðiefni að sjá ungan og duglegan mann sem ég kannast ágætlega við, Jóhann Inga Óskarsson, kveða sér hljóðs í bæjarmiðlunum – […]
Viðarssynir á skotskónum

Eyjamennirnir og bræðurnir, Arnór og Elliði Viðarssynir voru báðir í eldlínunni með sínum liðum í handboltanum í gærkvöld. Arnór átti stórleik í sænska handboltanum. Arnór, sem leikur með Karlskrona, skoraði sjö mörk úr tíu skotum og var með sjö stoðsendingar í 29:29 jafntefli gegn Malmö. Hann var bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í leiknum. Karlskrona var […]
Vilja reka Herjólf áfram

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að óska eftir framlengingu á samningi sveitarfélagsins og ríkisins um rekstur Herjólfs. Núgildandi samningur rennur út 31. desember 2026, en heimilt er að framlengja hann um tvö ár, til ársloka 2028. Sveitarfélagið þarf að senda tilkynningu til ríkisins í janúar 2026, óski það eftir að nýta sér framlengingarákvæði samningsins. Bæjarráð samþykkti […]
Nýjar reglur í kirkjugarðinum um minningarmörk

Sóknarnefnd Vestmannaeyjaprestakalls hefur samþykkt nýjar reglur um minningarmörk, uppsetningu þeirra, umhirðu og viðhald grafarsvæða, eins og fram kemur í frétt á vefsíðu Landakirkju. Reglurnar voru samþykktar á fundi nefndarinnar 24. nóvember sl. og eru settar í kjölfar þess að nýr duftkersgarður hefur verið tekinn í notkun í suðausturhluta garðsins. Í fréttinni segir að reglurnar séu […]
Úttekt á Ferðasjóði íþróttafélaga

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur unnið úttekt á Ferðasjóði íþróttafélaga. Úttektin er unnin af íþróttateymi ráðuneytisins út frá gögnum úr umsóknarkerfi Ferðasjóðs íþróttafélaga. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Úttektin byggir á gögnum áranna 2018–2024, en árið 2018 var farið að halda sérstaklega utan um kynskráningu. Á því tímabili voru 16.125 umsóknir sem uppfylltu úthlutunarreglur […]
Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr Epal

Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð […]
Minningargjöf og samfélagsstyrkur renna til velferðar heimilisfólks Hraunbúða

Hollvinasamtök Hraunbúða í Vestmannaeyjum hafa undanfarna daga fengið veglega styrki sem renna í áframhaldandi starf til að efla lífsgæði heimilisfólks. Í gær afhentu börn Þóru Magnúsdóttur, Dídíar heitinnar, samtökunum rausnarlega peningagjöf í minningu móður sinnar. Samtökin þakka fjölskyldu Dídíar innilega fyrir hlýhug og stuðning. Samhliða barst samtökunum 300 þúsund króna styrkur frá Vestmannaeyjabæ úr verkefninu […]
Opið erindi til bæjastjórnar vegna stöðu leikskólamála

Hópur mæðra í Vestmannaeyjum, sem eignuðust börn síðari hluta árs 2024, hefur sent bæjarstjórn ítarlegt bréf þar sem fram koma verulegar áhyggjur af stöðu leikskólamála í bænum. Í bréfinu er meðal annars bent á skort á plássum fyrir börn við 12 mánaða aldur og gagnrýnt að heimgreiðslur nýtist aðeins örfáum fjölskyldum. Eyjafréttir birtir bréfið hér […]