Eyjarnar keyrðar á varaafli í nótt

Tengivirki Landsnet Net MG 5375

Aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, frá miðnætti til kl. 08:00, verður tengivirki Landsnets í Rimakoti spennulaust vegna viðhaldsvinnu. Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir jafnframt að ef að gera þurfi breytingar í tengivirkinu vegna nýs jarðstrengs milli Hellu og Rimakots og nýrra sæstrengja milli Rimakots og Vestmannaeyja. Eyjarnar verða keyrðar á varaafli á meðan, […]

Óska Kára velfarnaðar og þakka fyrir hans framlag til ÍBV

Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags sendi í kvöld frá sér stutta tilkynningu vegna máls Kára Kristjáns Kristjánssonar og félagsins. Í yfirlýsingunni segir að ÍBV-íþróttafélag harmi að viðræður við Kára Kristján hafi ekki gengið sem skyldi. „Félagið áréttar að ávallt séu tvær hliðar á öllum málum og tjáir sig ekki frekar um einstök samningsmál. Við óskum Kára velfarnaðar í […]

Sóley Óskarsdóttir: Stefnir á að komast í háskólagolf

Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Sóley Óskarsdóttir er íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni en hún vann á dögunum meistaramót GV. Sóley er mjög öflugur golfari og segir á heimasíðu GV að hún sé einn efnilegasti kvenkylfingur sem þau hafa átt lengi. Hún er […]

Persónuleg þjónusta og snyrtilegt umhverfi á tjaldsvæðinu

Tjaldsvæði Vestmannaeyja býður upp á flotta aðstöðu í og við Þórsheimilið og inni í Herjólfsdal og hefur hlotið mikið lof á meðal gesta. Á báðum stöðum stendur gestum til boða hlýleg og notaleg aðstaða með eldhúsi, borðsal, sturtum, snyrtihorni og salernum. Við heyrðum í Katrínu Harðardóttur öðrum rekstraraðila tjaldsvæðisins og spurðum hana út í reksturinn, […]

Lögregla – Hátíðin fór vel fram og allflestir til fyrirmyndar

„Lögreglan í Vestmannaeyjum var með mikinn viðbúnað yfir Þjóðhátíð og var stór aukið viðbragð. Um 30 lögreglumenn voru að störfum. Þá er rétt að taka fram að um 130 gæsluliðar voru lögreglu til aðstoða og sinntu almennri gæslu á hátíðarsvæðinu. Á hátíðarsvæðinu var einnig, að venju, sjúkraskýli þar sem læknir og hjúkrunarfæðingar stóðu vaktir, auk […]

Styrkleikarnir byrjaðir í Herjólfsdal

Styrkleikarnir eru byrjaðir í blíðskaparveðri í Herjólfsdal. Barna og fjölskylduskemmtun er klukkan 15.00 og ljósaskemmtun kl. 21.00 í kvöld. Allir eru hvattir til að mæta. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta leit við í dalnum í morgun þegar verið var að undirbúa leikana. (meira…)

Unnið við nýjan viðlegukant

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í lok síðasta mánaðar fór Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri Vestmannaeyjahafnar yfir stöðuna á framkvæmdinni við Gjábakka. Fram kemur í fundargerðinni að búið sé að keyra rúmlega 3000 m3 af fyllingarefni fram af bryggjunni. 15 akkerissteinar komnir til Eyja. Búið er að reka niður austur kantinn og fyrstu 12 plöturnar á […]

Vinna að endurnýjun á samningi

IMG 5063

Heilsuefling fyrir eldri borgara var til umfjöllunar á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja. Samstarf Vestmannaeyjabæjar og Janusar heilsueflingar á verkefninu “Fjölþætt heilsuefling 65 í Vestmannaeyjum” var rætt og hugmynd að áframhaldandi samningi kynnt. Núverandi samningur rennur út í lok ágúst og óskaði framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs eftir samþykki ráðsins fyrir að endurnýja hann til […]

Yfirlýsing frá Þjóðhátíðarnefnd

Þjóðhátíðarnefnd hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir helgina þar sem fram kemur djúpt þakklæti til allra sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Þar er sérstaklega vikið að þeirri miklu samstöðu sem myndaðist innan samfélagsins yfir hátíðna. Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: Kæru Eyjamenn og þjóðhátíðargestir, Þjóðhátíðin í Eyjum 2025 verður líklega sú […]

Samveran er það sem stendur upp úr á Þjóðhátíð

Systurnar Þórunn Día og Eygló Myrra Óskarsdætur láta sig sjaldan vanta á Þjóðhátíð í Eyjum. Þær eiga rætur að rekja til Vestmannaeyja og eru að eigin sögn miklar Eyjakonur í sér og koma reglulega til Eyja að heimsækja ættingja og vini, enda er afi þeirra enginn annar en Svavar Steingrímsson og amma þeirra heitin Eygló […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.