Snjómokstri sinnt eftir ákveðnu skipulagi

Guðmundur Þ. B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar segir að snjómokstur í Vestmannaeyjum fari eftir ákveðni skipulagi sem hægt er að kynna sér á vef Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is. Níu snjómoksturstæki eru í gangi og er unnið stanslaust að því að hreinsa götur bæjarins en færð er mjög þung í Eyjum eins og er, þótt veður sé gott. (meira…)
Mjög erfið færð fyrir fólksbíla

Þrátt fyrir að veður sé nú ágætt í Eyjum er enn mikil ófærð á götum bæjarins og í raun ófært fyrir fólksbíla. Bæjarstarfsmenn benda fólki á að nú, þegar snjórinn er farinn að gefa eftir, myndast miklar rásir í götunum sem fólksbílar ráða illa eða alls ekki við. Fastir bílar tefja mjög fyrir snjómokstri en […]
Pétur Blöndal fundar í Ásgarði á morgun

Pétur Blöndal, alþingismaður verður gestur á fundi Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum, morgun, laugardag. Fundurinn verður í Ásgarði og hefst kl. 11.00 og er öllum opinn. Pétur hefur lengi setið á Alþingi Íslendinga og oft markað sér sérstöðu í málum og ekki endilega verið þægur þingmaður. Pétur er oft umdeildur meðal landsmanna en af mörgun talinn einn […]
�?veðrið að ganga niður en enn mjög þungfært

Nú er snjóhríðinni að mestu lokið í Vestmannaeyjum og óveðrið að mestu gengið niður. Talsvert hefur hlýnað eftir að leið á daginn en fyrir vikið er snjórinn blautari og þyngri og því erfiðari yfirferðar. Þess vegna er enn mjög þungfært í Eyjum þótt skyggnið sé orðið betra. Herjólfur sigldi samkvæmt áætlun síðari ferð sína í […]
Íþróttamiðstöðin lokuð í dag

Vegna veður er Íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum lokuð í dag og öllum æfingum sem þar áttu að vera aflýst. Ekkert ferðaveður er í Eyjum og verður það væntanlega ekki í dag og liggur skólahald niðri. Starfsfólk ýmissa fyrirtækja hefur þó komist í vinnu og unnið er í hrognavinnslu bæði í Ísfélagin og Vinnslustöðinni, þótt ekki hafi […]
Snjóruðningstæki þurftu frá að hverfa

Enn er ekkert ferðaveður í Vestmannaeyjum en mikið óveður hefur gengið yfir Heimaey síðan í nótt, kafhríð og stöðug ofankoma. Mannhæða háir snjóskaflar eru nú á götum bæjarins en illa hefur gengið að ryðja götur þar sem fennt hefur ofan í ruðninginn jafn óðum. Snjóruðningi var hætt um tíma í morgun þar sem ekki sást […]
�?tla má að hríðinni sloti ekki fyrr en seint í kvöld

Fréttir hafa borist af miklum snjó og ófærð í Vestmannaeyjum. Rétt eins og þar rignir stundum af ákafa getur hlaðið niður snjó í Eyjum séu skilyrðin rétt. Við greiningu á veðrinu nú í morgun, má sjá að úrkomusvæðið sem verið hefur yfir suðvestanverðu landinu er enn frekar en það hefur verið í nótt að sýna […]
Fyrri ferð Herjólfs slegin af

Fyrri ferð Herjólfs í dag hefur verið slegin af og siglir skipið ekki fyrr en seinni partinn. Ekkert ferðaveður er í Vestmannaeyjum og farþegar sem ætluðu með skipinu, hafa ekki komist niður á bryggju. Seinni ferð skipsins verður farin samkvæmt áætlun en skipið siglir þá klukkan 16.00 frá Eyjum og 19.30 frá Þorlákshöfn. (meira…)
Allt á kafi í snjó í Eyjum

Mikill snjór er nú í Vestmannaeyjum og algjörlega ófært fyrir fólksbíla. Lögregla vill koma þeim tilmælum til fólks að fara alls ekki á ferðina á fólksbílum og dæmi eru um að vel útbúnir jeppar hafi fest sig á götum bæjarins í morgun. Björgunarsveit Vestmannaeyja var kölluð út um fimmleytið í nótt til aðstoðar. Öllu skólahaldi […]
Ernir og fleiri í startholunum

Flugfélag Íslands mun að öllu óbreyttu hætta áætlunarflugi til og frá Vestmannaeyjum þann 1. ágúst nk. en þá mun ríkistyrkur á flugleiðinni falla niður. Flugfélagið Ernir hefur verið orðað við flugleiðina og þá að hefja reglulegar áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. (meira…)