Hermann er klár í bikarleikinn í dag

Hermann Hreiðarsson verður með Portsmouth í nágrannaslagnum á móti Southampton í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag. Hermann hefur ekkert getað leikið með liði sínu síðan hann meiddist eftir aðeins 27 mínútur á móti Manchester City 31. janúar síðastliðinn. Hermann er hins vegar orðinn góður af meiðslunum og tilbúinn í nýtt bikarævintýri með Portsmouth. […]
Eyjamenn ekki í neinum vandræðum með Hornfirðinga

Karlalið ÍBV í körfubolta var ekki í neinum vandræðum með Sindra frá Hornafirði þegar liðin mættust í C-riðli 2. deildar karla. Eyjamenn höfðu fádæma yfirburði gegn slöku liði Hornfirðinga, en líklegt má teljast að einhverja leikmenn vanti í þeirra raðir. Lokatölur urðu 108:48 fyrir ÍBV eftir að staðan í hálfleik hafði verið 80:32. Tveir ungir […]
Risaball með Todmobile í Höllinni

Ein vinsælasta hljómsveit allra tíma á Íslandi, Todmobile ætlar að hleypa lífi í Höllina og mun hljómsveitin spila á balli þar annað kvöld, laugardaginn 13. febrúar og er ekki út vegi að Eyjamenn fjölmenni á ball í kvöld svona rétt áður en loðnuvertíðin hefst af fullum þunga. Koma sveitarinnar síðasta haust vakti mikla lukku og […]
Mæta Sindra frá Hornafirði í kvöld og á morgun

Karlalið ÍBV í körfubolta mætir Sindra frá Hornafirði í tveimur leikjum, annarsvegar í kvöld klukkan 20:15 og hins vegar á morgun, laugardag, klukkan 11:00. Eyjamenn eru í öðru sæti í C-riðli með 12 stig á meðan Sindri er í næst neðsta sæti með 4. Róðurinn ætti því að verða Eyjamönnum auðveldur í leikjunum tveimur en […]
Gríðarstórt uppsjávarskip kom við í Eyjum

Stórt og mikið uppsjávarskip frá Færeyjum kom við í Eyjum í nótt, Norðborg að nafni. Skipið var að taka nót um borð en nokkrir Eyjamenn notuðu tækifærið, fóru á fætur klukkan þrjú í nótt og fengu að fara í skoðunarferð um skipið undir leiðsögn skipstjóra þess, Jóns Rassmundsen. Meðal þeirra var Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari […]
Eyjamenn fá heimaleik gegn Selfossi

Í Íslandsmótinu í 1. deild karla í handbolta er leikin þreföld umferð en í dag var raðað upp í þriðju umferðina. Eyjamenn fá heimaleik gegn Selfyssingum, sem eru í efsta sæti deildarinnar en þremur dögum síðar sækir ÍBV Aftureldingu heim en Afturelding er í öðru sæti á meðan ÍBV er í því þriðja. Það gæti […]
Arnór Hermannsson átti fallegustu vetrarmyndina

Sigurvegari í Ljósmyndasamkeppni Frétta og Ljósmyndasafns Vestmannaeyja fyrir janúarmánuð var bakarameistarinn Arnór Hermannsson. Mynd hans prýðir forsíðu Frétta að þessu sinni en þemað fyrir janúar var vetur og myndaði Arnór vetrarsólina leika við Haugasvæðið og Helgafell. Alls bárust 20 myndir frá áhugaljósmyndurum í Eyjum og margar myndirnar glæsilegar. Hægt er að sjá myndirnar hér að […]
Sýndu Eyjum og nýrri höfn mikinn áhuga

Kristín Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Vestmannaeyjabæjar, sótti ferðakaupstefnuna Mid- Atlantic á vegum Icelandair um síðustu helgi. Kristín var með bás í samstarfi við markaðsfulltrúa Suðurlands og þangað kom fólk í ferðaþjónustu til að kynna sér það helsta sem í boði er í landshlutanum. (meira…)
Vestmannaeyjar skera sig úr með óverulega hækkun

Í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á breytingu á útsvari og álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2010 í 15 fjölmennustu sveitarfélögunum kemur ljós að flest halda sig við sömu útsvarsprósentu. Mikil hækkun er á fasteignagjöldum, mismikil þó og sorphirðugjald hækkar undantekningarlítið. Vestmannaeyjar eru með óbreytt útsvar en skera sig úr í fasteigna- og sorphirðugjöldum með óverulega […]
Allt snýst um að gera sem mest úr mjög takmörkuðum kvóta

Loðnan er á fljúgandi ferð og fyrsti hluti göngunnar var kominn vestur fyrir Þorlákshöfn í gær, miðvikudagsmorgun. Guðmundur VE byrjaði að frysta loðnu á sunnudag og var kominn með 250 tonn af frystri loðnu í gær að sögn Eyþórs Harðarsonar útgerðarstjóra Ísfélagsins. Forsvarsmenn Ísfélags og Vinnslustöðvar bíða eftir að loðnan verði tilbúin til hrognatöku til […]