Við eigum kvótann, þjóðin

Þessi lína er sú sem kemur líklega oftast upp þegar rætt er um framtíð sjávarútvegsins á Íslandi. Vissulega er auðlindin sameign þjóðarinnar en spurningin sem þetta fólk hefur sjaldnast velt fyrir sér er: Hvað á að gera við auðlindina þegar búið er að reka fyrirtækin í þrot?” (Deloitte 30. september 2009) “ (meira…)
Eagles tribute í Höllinni 12. mars

12. mars næstkomandi verður boðið upp á Eagles tribute tónleika í Höllinni en tónleikarnir voru síðast í Eyjum fyrir þremur árum. Þá voru um 500 manns á tónleikunum sem þóttu afar vel heppnaðir en nú verður 14 manna hljómsveit, ásamt söngvurum, sem mun flytja öll bestu lög rokksveitarinnar goðsagnakenndu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá […]
Vorboðinn sestur upp í Ystakletti

Vorboðinn ljúfi hefur látið sjá sig í Vestmannaeyjum en sést hefur til svartfugls í berginu í Ystakletti. Þetta er óvenjusnemma en í fyrra settist svartfuglinn upp 15. febrúar. Talið er að hlýindi síðustu vikur geri það að verkum að fuglinn er fyrr á ferðinni en áður. (meira…)
Gáfu samtals 1.250.000 krónur til leikskólanna

Kiwanisklúbburinn Helgafell gaf á föstudaginn eina milljón króna til leikskóla Vestmannaeyjabæjar en féð á að nýta til kaupa á nýjum leikföngum fyrir börnin. Alls eru þetta 4000 kr. á hvert barn á leikskólaaldri í Eyjum en Barnaheill bætti svo 250.000 kr. við upphæðina og er gjöfin því upp á 5000 kr. á hvert leikskólabarn. Gjöfin […]
Björn Ívar Suðurlandsmeistari

Björn Ívar Karlsson varð um helgina Suðurlandsmeistari í skák eftir spennandi mót á Laugarvatni. Björn Ívar og Þorstein Þorsteinsson voru jafnir og efstir á mótinu en báðir tefla fyrir Taflfélag Vestmannaeyja. Þeir félagar tefldu því hraðskákir um sigur í mótinu. Björn Ívar vann fyrstu skákina, Þorsteinn aðra og því mættust þeir í bráðabana. Þar hafði […]
Stelpurnar taka á móti Víkingum í dag

Í dag klukkan 14.30 verður heimaleikur hjá kvennaliði ÍBV en þetta er fyrsti heimaleikur Eyjastúlkna í nokkuð langan tíma. Leikið verður gegn Víkingum en ÍBV er í þriðja sæti í 2. deild á meðan Víkingar eru í því fimmta. Það má því búast við hörkuleik þessara fornu stórvelda í kvennahandboltanum. (meira…)
Aðför ríkisstjórnarinnar að Suðurkjördæmi?

Fyrir ári tók ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs við stjórnartaumunum í landsmálunum. Flokkarnir gerðu með sér stjórnarsáttmála þar sem í fyrstu efnisgrein er kveðið á um að þessi ríkisstjórn ætli að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og leita þjóðarsamstöðu um leið Íslands til endurreisnar. Sannarlega metnaðarfullt hjá fyrstu hreinu vinstri stjórninni. (meira…)
Körfuboltaveisla um helgina

Það verður sannkölluð körfuboltaveisla í Eyjum um helgina en boðið verður upp á heila tólf körfuboltaleiki. Veisluhöldin hefjast í kvöld klukkan 20.15 þegar meistaraflokkur karla tekur á móti Laugdælum. Á laugardag og sunnudag munu yngstu leikmenn ÍBV í körfubolta í minnibolta spila í 3. umferð Íslandsmótsins gegn Val, Snæfelli, FSu og Hrunamönnum. Drengjaflokkur leikur svo […]
Huginsdrengir taka sér ýmislegt fyrir hendur

Áhafnar marga fiskiskipa halda út skemmtilegum netsíðum, þar sem sagðar eru fréttir af veiðiskapnum, mannlífinu og hvernig lífið gengur fyrir sig um borð í viðkomandi skipi. Oft er það skoplega magnað upp. Ein af þessum skemmtilegu síðum er haldið úti af áhöfn Hugins VE 55. Sú síða er ákaflega myndrík og gefur glögga mynd af […]
Pétur Run ekki með ÍBV næsta sumar

Pétur Runólfsson mun ekki leika með ÍBV í sumar í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Pétur, sem á tvö ár eftir af samningi sínum hjá félaginu hefur tilkynnt forráðamönnum ÍBV að hann vilji losna undan samningi sínum en hann hyggst taka sér frí frá knattspyrnuiðkun. Pétur hefur verið fastamaður í liði ÍBV undanfarin ár, bæði […]