Buðu tombólukrökkum í bíó

Rauði krossinn í Vestmannaeyjum bauð öllum tombólubörnunum í bíó í gær á myndina Planet 51. Krakkarnir fengu græna miða við innkomuna í bíóið en ekki rauðan og fyrir vikið fengu þau popp og kók með miðanum og allt frítt. (meira…)
Burstuðu úrvalsdeildarlið 7:1

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu burstaði lið Aftureldingar þegar liðin mættust í Faxaflóamótinu í Mosfellsbæ í gær. Lokatölur urðu 7:1 en þær Þórhildur Ólafsdóttir og Kristín Erna Sigurlásdóttir sáu alfarið um að skora mörk ÍBV, Þórhildur skoraði fjögur og Kristín Erna þrjú. Þess má til gamans geta að Afturelding leikur í sumar í efstu deild á […]
Hermann fór meiddur af velli

Hermann Hreiðarsson, varnamaður Portsmouth, gæti verið frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla. Hermann fór meiddur af velli í 2-0 tapi gegn Manchester City á 26. mínútu leiksins. Hann á við meiðsli á hásin að stríða og hefur verið að glíma við þau í nokkurn tíma. (meira…)
�?ruggur sigur á Víkingum

Karlalið ÍBV vann afar sannfærandi sigur á Víkingum en liðin eru í þriðja og fjórða sæti 1. deildar Íslandsmótsins í handbolta. Eyjamenn voru með yfirhöndina allan tímann og náðu mest átta marka forystu undir lok leiksins. Hins vegar skoruðu Víkingar sjö mörk gegn aðeins einu marki heimamanna á lokakaflanum og lokatölur urðu 29:27 en sigur […]
Eyjapeyjar höfðu betur gegn Árborg

Karlalið ÍBV í körfubolta vann um helgina tvo mikilvæga sigra á Árborg. Í gær, föstudag áttust liðin við í hörkurimmu sem endaði með sigri ÍBV 96:85. Leikurinn í dag var ekki eins jafn, Eyjamenn voru ávallt skrefi á undan og unnu að lokum sannfærandi sigur 87:63. Eyjamenn tryggja sig því í sessi í öðru sæti […]
Starfsreynsla opnar leiðir til náms

Raunhæfismat í starfsgreinum er tilraunaverkefni sem miðar að því að meta færni þeirra sem hafa starfað fimm ár eða lengur við vélstjórn og geta staðfest það með opinberum gögnum. Þarna opnast möguleiki fyrir fólk með reynslu, t.d. í vélstjórn, að komast inn í skólakerfið. Viska ætlar að kynna verkefnið í Vestmannaeyjum í samvinnu við Framhaldsskólann […]
Ráðherra samþykkir 130 þúsund loðnukvóta

Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hefur heimilað veiðar á 130 þúsund tonnum af loðnu eins og Hafró hafði áður lagt til. Af þessum 130 þúsund tonnum, koma rúmar 90 þúsund tonn í hlut íslenskra loðnuskipa samkvæmt ákvæðum samninga við önnur lönd um nýtingu loðnustofnsins við Ísland. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem má lesa hér […]
Leggja til 130 þúsund tonna loðnukvóta

Hafrannsóknastofnunin leggur til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að heimilaðar verði veiðar á 130 þúsund tonnum af loðnu í vetur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni í dag sem lesa má hér að neðan. Þar kemur m.a. fram að áætlað er að hrygningarstofn loðnunnar sé 530 þúsund tonn en samkvæmt gildandi reglum er gert ráð […]
Binni á fundi hjá Sjálfstæðismönnum

Á morgun, laugardaginn 30. janúar verður Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, gestur á morgunfundi Sjálfstæðismanna í Ásgarði. Fundurinn er öllum opinn en hann hefst klukkan 11.00. Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja hefur haldið vikulega fundi í vetur sem hafa mælst vel fyrir. (meira…)
�?llum tilboðum í húsnæði ÁTVR hafnað

Áfengis og tóbaksverslun ríkisins í Vestmannaeyjum verður að öllum líkindum áfram í húsnæði við Strandveg. Ríkisskaup auglýstu um miðjan október eftir húsnæði undir verslunina. Fimm tilboð bárust en þeim hefur öllum verið hafnað. (meira…)