Baráttufundur í Eyjum gegn fyrningu og álagi

Útgerðarmenn, sjómenn, fiskvinnsla og bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum standa fyrir fundi á fimmtudagskvöld til að mótmæla m.a. fyrningarleið og útflutningsálagi. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að boðuð breyting á skötuselskvóta ein og sér kosti hagkerfi Eyjanna um 400 milljónir króna á ári og útflutningsálagið kosti samfélagið í Vestmannaeyjum um 200 milljónir. „Fyrningarleiðina þarf ekki að ræða því […]

24 ferðir á viku yfir vetrartímann og 38 á viku yfir sumarið

Bæjarráð Vestmannaeyja gerði sér lítið fyrir og útbjó á fundi sínum drög að áætlun og gjaldskrá Herjólfs fyrir Landeyjahöfn. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa gagnrýnt samgönguyfirvöld undanfarið fyrir seinagang varðandi skipulagningu ferða í hina nýju höfn sem áætlað er að opna 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt áætlun Vestmannaeyjabæjar mun kosta 600 krónur fyrir fullorðinn einstakling og 1200 […]

Suðurlandsslagur í beinni á netinu

Næstkomandi föstudag verður sannkallaður stórleikur í 1. deildinni í handboltanum hér á fróni þegar suðurlandsliðin Selfoss og ÍBV eigast við. Leikir liðanna hafa alltaf verið miklir baráttuleikir þótt hlutskipti liðanna hafi oft á tíðum verið misjafnt. En nú berjast bæði lið í toppbaráttu 1. deildar og ekkert nema sigur sem kemur til greina. Leikurinn fer […]

Leikmönnum ÍBV boðið til reynslu til Grimstadt

Norska úrvalsdeildarliðið í knattspyrnu, Grimstadt, hefur sent formlegt boð fyrir tvær knattspyrnukonur hjá ÍBV, þær Kristínu Ernu Sigurlásdóttur og Elísu Viðarsdóttur um að æfa með liðinu þegar tímabilinu lýkur í haust á Íslandi. Þær eiga ekki langt að sækja hæfileikana en Elísa er systir Margrétar Láru, landsliðskonu og Kristín Erna er dóttir Sigurlásar Þorleifssonar, fyrrum […]

Hægt að fylgjast með leikjum EM á Volcano

Nú styttist óðum í nýtt handboltafár á Íslandi en í kvöld leikur íslenska karlalandsliðið gegn Serbíu á Evrópumeistaramótinu í Austurríki. Fyrirfram er búist við erfiðum leik, þótt íslenska liðið sé af mörgum talið sigurstranglegra. Leikirnir verða í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins en fyrir þá sem vilja horfa á leikina í alvöru stemmningu, þá verða leikjunum varpað […]

Margrét Lára næst markahæst á æfingamóti

Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona varð næst markahæst á alþjóðlegu æfingamóti sem fór fram í Þýskalandi á dögunum. Kristianstad, lið Margrétar kom nokkuð á óvart og varð í öðru sæti mótsins, sem var nokkuð sterkt. Liðið tapaði fyrir þýska liðinu Potsdam í úrslitaleik 1:4 en Margrét var á sínum tíma til reynslu hjá þýska félaginu. (meira…)

�?órhildur Íþróttamaður ársins 2009

Nú rétt í þessu var verið að tilkynna um val á Íþróttamanni ársins 2009 í Vestmannaeyjum. Fyrir valinu varð knattspyrnukonan Þórhildur Ólafsdóttir en Þórhildur hefur staðið fremst meðal jafningja í ungu og afar efnilegu liði ÍBV. Auk þess var tilkynnt við afhendinguna að undir kvöldmat hafi ÍBV borist tilkynning þess efnis að Þórhildur hafi verið […]

Unnur Brá Konráðsdóttir málglöðust Suðurkjördæmisþingmanna

Það sem af er Alþingi, hefur Unnur Brá Konráðsdóttir talað mest þingmanna Suðurkjördæmis eða 744 mínútur eða um 12 og hálfa klukkustund. Hún var einnig oftast þeirra í ræðustól, hélt 97 ræður og gerði 202 athugasemdir við mál annarra þingmanna. Ragnheiður Elín Árnadóttir talað næst lengst Suðurkjördæmisþingmanna eða í 636 mínútur. (meira…)

18 teknir á síðasta ári grunaðir um að aka undir áhrifum

Á árinu 2009 voru 18 ökumenn teknir grunaðir um að aka undir áhrifum. 11 þeirra voru grunaðir um ölvun við akstur en 7 voru stöðvaðir vegna gruns um að aka undir áhrifum fíkniefna. Fyrsti stúturinn á nýju ári var tekinn á miðvikudagsmorgun þegar lögregla stöðvaði ökumann vegna gruns um ölvun við akstur. Þetta kemur fram […]

Ísland leikur gegn Serbum í fyrsta leiknum á EM

Evrópumótið í handbolta hefst á morgun, þriðjudag. Fyrstu mótherjar Íslands verða Serbar og verður leikið í Linz í Austurríki. Hefst leikurinn kl. 19.05. Það má teljast nokkuð víst, að íslenska þjóðin gleymir Icesave og öðrum slíkum vandamálum og einhendir sér í handboltaáhorf, enda fátt sem sameinar þjóðina meira en handboltalandslið Íslands. Hér má sjá leiki […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.