Hroki Kristjáns samgönguráðherra gagnvart Eyjamönnum er ótrúlegur

Hvers kona framkoma er það af ráðherra að óska eftir að fá annan talsmann en bæjarstjóra Vestmannaeyja til viðræðna við ráðuneyti sitt.Ástæðan er að Elliði bæjarstjóri hafi sótt full fast að ráðherra og ráðuneytinu í baráttunni fyrir betri samgöngum til og frá Eyjum.Ég hélt að Kristján sem dreifbýlismaður ætti að þekkja það manna best að […]

Sigur og tap í körfunni

Lið ÍBV í körfuboltanum lék tvo leiki á fastalandinu um helgina. Fyrst var leikið gegn Heklu á Hellu. Eyjamenn unnu sannfærandi sigur, 58:94 en Eyjamenn voru yfir í öllum fjórum leikhlutunum. Daginn eftir var svo leikið gegn Laugdælum á Laugarvatni en þar tapaði ÍBV 95:71. Laugdælir hafa tíu stiga forystu á ÍBV í C-riðli 2. […]

Kaninn aftur í loftið í Eyjum

Nú er útvarpsstöðin Kaninn kominn aftur í loftið í Eyjum á fm 104,7. Útvarpsstöðin leigir útsendingabúnar Vestmannaeyjabæjar en þegar jólaútvarp grunnskólabarna í Eyjum, Jólarásin, fór af stað, þurfti Kaninn að víkja. Nú er útsendingum Jólarásarinnar lokið og því tekur Kaninn aftur við en útvarpsstöðin hefur á stuttum tíma eignast dygga hlustendur í Eyjum. (meira…)

Sannfærandi sigur á Njarðvíkingum

Karlalið ÍBV í knattspyrnu vann sannfærandi sigur á Njarðvíkingum í gær en leikur fór fram í Reykjaneshöllinni. Mörkin gerðu þeir Anton Bjarnason, Arnór Eyvar Ólafsson og lettneski framherjinn Aleksandrs Cekulajevs skoraði eitt mark. Eyjamenn leika svo aftur tvo leiki um næstu helgi, A- og B-leik gegn ÍA og gegn Grindavík. (meira…)

Félagsmálanámskeið �?? Sýndu hvað í þér býr

Félagsmálanámskeiðið, Sýndu hvað í þér býr, verður haldið í Vestmannaeyjum 4. febrúar og stendur frá 18-22. Námskeiðið verður í sal Kvenfélagsins Líknar að Faxastíg 35. Þátttaka er ókeypis. Skráning fer fram í síma 568-2929 og á netfanginu gudrun@umfi.is. Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í […]

Strákarnir gerðu jafntefli gegn Haukum

Karlalið ÍBV gerði í gær jafntefli gegn Haukum úr Hafnarfirði en Haukar leika í úrvalsdeild næsta sumar. Leikurinn fór fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi en Haukar komust yfir strax í upphafi leiks. Andri Ólafsson jafnaði hins vegar metin tíu mínútum síðar eftir góðan undirbúning Tryggva Guðmundssonar. Í Faxaflóamóti kvenna tapaði ÍBV hins vegar fyrir […]

Að vera eða vera ekki Vestmannaeyingur

Á vísindavef Háskóla Íslands er hugtakið samfélag skilgreint semhópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór. Minnstu samfélögin sem maður tilheyrir eru fjölskyldan og vinahópurinn. Næst kemur sveitarfélagið, þá Ísland, Evrópa og loks alheimssamfélagið sem allir íbúar jarðar […]

Erfið fæðing gegn neðsta liðinu

Eyjamenn lentu í talsverðu basli með neðsta lið 1. deildar í handbolta þegar liðin áttust við í Eyjum í dag. ÍBV er í þriðja sæti á meðan Þróttarar hafa ekki fengið stig í vetur en engu að síður var leikurinn jafn og spennandi lengst af. Þróttarar sýndu lipra takta og voru óheppnir að vera tveimur […]

Gunnar Heiðar beint inn í byrjunarlið Reading

Gunnar Heiðar Þorvaldsson fer beint inn í byrjunarlið Reading sem sækir Nottingham Forest í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Þetta er fyrsti leikur Gunnars með Íslendingaliðinu. Ívar Ingimarsson er í liði Reading, Brynjar Björn Gunnarsson er á bekknum en Gylfi Þór Sigurðsson á við meiðsli að stríða í ristinni og er ekki í leikmannahópnum. (meira…)

Afleikur útgerðarmanna

Hann er ótrúlegur afleikur útgerðarmanna þessa dagana. Hvers vegna hafa þeir í hótunum að láta flotann sigla í land og binda við bryggju. Nú er það svo að flestir landsmenn gera sér fulla grein fyrir því að fiskveiðar og fiskvinnsla er það sem skiptir okkur mesu máli og verður sú atvinnugrein sem bjargar mestu í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.