Margrét Lilja tók við umsjón Fiskasafnsins

Um síðustu áramót, tók Þekkingarsetur Vestmannaeyja yfir rekstur Náttúrgripa- og fiskasafnsins, samkvæmt rekstrarsamningi sem gerður var við Vestmannaeyjabæ. Kristján Egilsson, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns safnsins í áratugi, lét af störfum um áramótin vegna aldurs. Margrét Lilja Magnúsdóttir starfsmaður hjá Þekkingarsetrinu tók við daglegri umsjón safnsins. (meira…)
Gríðarlegur mannfjöldi á �?rettándahátíð

Jólahátíðin var lengri í Eyjum en annarsstaðar því Þrettándahátíðin fór fram í gærkvöldi þegar jólasveinar kvöddu bæjarbúa. Með í för voru álfar og tröll, púkar og aðrir óvættir sem skemmtu heimamönnum og gestum þeirra. Gríðarlegur mannfjöldi tók þátt í Þrettándahátíðinni í ár, mun fleiri en í fyrra og þótt staðfestar tölur liggi ekki fyrir, þá […]
Enn vekja Eyjamenn athygli í Wipe Out

Enn má sjá Eyjamenn í þættinum Wipe Out sem Stöð 2 sýnir um þessar mundir en í gær voru þau Sigga Lund, útvarpskona á FM 957 og Henry Baltasar Henrysson, fyrrum hermaður í danska hernum, í þættinum. Bæði eru þau fædd og uppalin í Eyjum en búa bæði á höfuðborgarsvæðinu í dag. Óhætt er að […]
Ein fjölmennasti grímudansleikur frá upphafi

Um áratugaskeið hafa ungir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum staðið fyrir Grímudansleik fyrir ungu kynslóðina á Þréttándanum í Eyjum. Hin síðari ár hafa aldrei jafn margir tekið þátt og nú en rúmlega 500 börn mættu í allskonar gervum á grímudansleikinn í Höllinni. Sigurvegari varð Mía Rán Guðmundsdóttir sem var Sæhestur. Óskar Pétur Friðriksson var á staðnum og […]
Ragnheiður Elín á morgunfundi Sjálfstæðismanna

Ragnheiður Elín Árnadóttir, annar þingmaður Suðurkjördæmis og varaformaður þingflokks Sjálfstæðismanna, verður gestur morgunfundar Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Fundurinn fer fram í Ásgarði og hefst klukkan 11.00. Fundirnir hafa til þessa verið afar vel sóttir og líklega mun þingmaðurinn þurfa svara spurningum um atburði síðustu daga er varða Icesave. (meira…)
Ljósin fá að loga í kirkjugarðinum

Eins og seinustu ár munu Vestmannaeyjabær og HS veitur minnast upphafs Heimaeyjargossins með því að láta ljós loga á leiðum í Kirkjugarði til 23. janúar án sérstaks kostnaðar fyrir aðstandendur. Ljósin verða því kveikt aftur þegar aflestur hefur átt sér stað. Ljósin eru í senn til minningar um þá miklu vá sem að Eyjamönnum steðjaði […]
Hið árlega Grímuball Eyverja í Höllinni kl. 15

Hið árlega þrettándagrímuball Eyverja verður haldið í Höllinni á dag kl. 15.00 og stendur til kl. 16.30. Jólasveinar kíkja á svæðið en Pétur Pan og Vanda ætla líka að kíkja og dansa með krökkunum, að sjálfsögðu fá allir verðlaun og nammipoka en þess að auki verða veitt vegleg verðlaun fyrir bestu búningana. (meira…)
Nám í heimabyggð á fullkomnum vélum

Keilir, Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er starfrækt á Suðurnesjum þar sem boðið er upp á fjölbreytt námsframboð sem felst í háskólabrú í stað- og fjarnámi, heilsu- og uppeldisskóla, orku- og tækniskóla og flugakademíu. Fulltrúar flugakademíunnar voru á ferðinni í Eyjum sl. miðvikudag en skólinn hyggst bjóða upp á flugnám frá Eyjum, bóklegi hlutinn verður […]
Bilaði veltiuggi Herjólfs kemst í lag í næstu viku

Herjólfur siglir enn á öðrum af tveimur veltiuggum eftir bilun sem kom upp í kjölfar þess að það gleymdist að taka uggann inn við bryggju í Vestmannaeyjum um miðjan desember. Ekki urðu skemmdir á sjálfum ugganum við áreksturinn. (meira…)
Guðmundur VE fjórða aflahæsta skip síðasta árs

Að minnsta kosti 28 skip fiskuðu fyrir meira en einn milljarð króna á árinu 2009 og hafa ekki áður orðið fleiri, að því er fram kemur í samantekt Fiskifrétta. Á árinu 2008 fóru 24 skip yfir milljarðinn. Fjögur skip veiddu fyrir meira en tvo milljarða króna og varð Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, efst með […]