Tíu milljónir á Lottómiða í Tvistinum

Einn var með allar lottótölur kvöldsins réttar. Hann hlýtur rúmar 10 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur í Tvistinum Vestmannaeyjum, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri getspá. (meira…)
Skólastarfi seinkar vegna vatnsleka

Kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk GRV. Ég vil byrja á að óska ykkur, sem og Vestmannaeyingum öllum, gleðilegs nýs árs og þakka kærlega fyrir gott samstarf og skemmtilegar samverustundir því liðna. Því miður ætlar skólastarfið ekki að komast alveg hnökralaust í gang á nýja árinu, þar sem mikið vatnstjón varð í Barnaskólanum í gær, nýársdag. […]
Aftakaveður í Eyjum mest lesna fréttin 2009

Mest lesna fréttin árið 2009 á Eyjafréttum var frétt um aftakaveður í Vestmannaeyjum. Að morgni föstudagsins 9. október gaus upp mikið rok í Eyjum þar sem meðal vindhraði á Stórhöfða var 43 metrar á sekúndu en talsvert meira í hviðum. Næst mest lesna fréttinn fjallaði svo um stolta Íslendinga í Brekkusöng á Þjóðhátíð en þessar […]
Mikið vatnstjón í Barnaskólanum

Nýtt ár byrjaði ekki vel fyrir skólastjórnendur í Barnaskóla Vestmannaeyja því síðdegis í dag kom í ljós talsvert vatnstjón í húsnæðinu. Vatn flæddi í stjórnrými hússins, af þriðju hæð og niður á næstu tvær hæðir. Skemmdir eru miklar, bæði á húsmunum og kennsluefni enda fór vatnið í gegnum vinnuherbergi kennara, þar sem mikið af kennslugögnum […]
Flugeldaratleikur Jólarásarinnar í gang

Klukkan 13.00 í dag hefst Flugeldaratleikur Jólarásarinnar og Björgunarfélags Vestmannaeyja en ratleikurinn hefur verið haldinn undanfarin ár við góðar undirtektir. Um er að ræða hefðbundin ratleik, þar sem lesnar verða upp vísbendingar á Jólarásinni, fm 104,7 frá klukkan 13.00 í dag. Vísbendingunum fjölgar svo þegar líður á daginn en forsvarsmenn leiksins segja upplagt fyrir alla […]
Sjómenn reiðir stjórnvöldum

Mikill hiti var í mönnum á samstarfsfundi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi og Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Að sögn forsvarsmanna félaganna mættu um 100 manns á fundinn, sem boðaður var með stuttum fyrirvara. (meira…)
�?jár brennur í kvöld

Að minnsta kosti þrjár brennur verða í Eyjum í kvöld, gamlárskvöld. Ragnar Baldvinsson, slökkviliðsstjóri, segir að stærsta brennan verði í skriðunni við Hástein þar sem Björgunafélagið verður með stóra flugeldasýningu. „Svo verður Daði Páls og hans fólk með brennu á öxlinni við Helgafell og Svavar Steingríms og fjölskylda við Norðurgarð. Það verður kveikt í þessum […]
Fargjöld Herjólfs hækka um 10 prósent

Fargjöld Herjólfs hækka um 10 % nú um áramótin. Ferðum verður fækkað um tvær frá og með 13. janúar. Guðmundur Pedersen forstöðumaður innanlandssviðs Eimskips sagði þetta í samræmi við rekstrarstöðu og forsendur rekstrarsamnings og háð ákveðnum vísitölu- og kostnaðarhækkunum. Hækkunin tekur mið að breytingum á verðlagi ársins 2008. (meira…)
Eftir að binda ýmsa lausa enda

Það skýrist á nýju ári hvort verður af kaupum Vinnslustöðvarinnar á togaranum Rex HF 24. Vinnslustöðin hefur gert tilboð í skipið sem er hluti af þrotabúi og hefur skiptastjóri samþykkt tilboðið. Enn á þó eftir að binda nokkra lausa enda og Vinnslustöðin á eftir að gera lokaúttekt á skipinu. „Það er rétt að við erum […]
Opinn fundur sjómanna í Alþýðuhúsinu í kvöld

Fundur sem Sjómannafélagið Jötunn hefur auglýst undanfarið verður í Alþýðuhúsinu klukkan átta í kvöld. Fundurinn er opinn öllum sjómönnum í Vestmannaeyjum og hvetja forsvarsmenn félagsins alla sjómenn að mæta á fundinn til skrafs og ráðagerða. (meira…)