Greinilegur árangur af landgræðslunni í Landeyjasandi

Greinilega sést á nýjum gervihnattamyndum af Landeyjasandi, sem Landmælingar hafa keypt, að talsverður árangur hefur orðið af landgræðslu í nágrenni Landeyjahafnar. Landgræðslan nú sáð melfræi í 300 hektara svæði vestan Markarfljóts. (meira…)

Annar tveggja veltiugga Herjólfs skemmdur vegna gleymsku

Annar tveggja veltiugga Herjólfs skemmdist við bryggju í Vestmannaeyjum í gærkvöld og er ugginn ónothæfur. Skipið siglir enn á ný á öðrum ugganum en nýlega var sami veltiuginn lagfærður eftir að hafa verið skemmdur í tæpt ár. (meira…)

Mótmælir áformum sjávarútvegsráðherra

Útvegsbændafélagið Heimaey mótmælir áformum sjávarútvegsráðherra um skerðingu aflaheimildir þeirra útgerða, sem selja afla á erlendum ferskfiskmörkuðum. Ísfiskmarkaðarnir eru Íslendingum mikilvægir og gefa oft á tíðum umtalsvert hærri gjaldeyristekjur en fást myndu fyrir aflann eftir hefðbundna verkun. (meira…)

Telur að ferðamönnum fjölgi í Vík þegar Land-Eyjahöfn verður tekin í notkun

Sveitarfélög austan Þjórsár á Suðurlandi skoða nú í sameiningu áhrif og möguleika samfara nýrri Landeyjahöfn sem taka á í notkun næsta sumar. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, telur að ferðamönnum muni fjölga í Vík í Mýrdal þegar Vestmannaeyjar færast nær Mýrdalnum með breyttum samgöngum. (meira…)

Af tæknilegum mistökum

Svo langt síðan að ég skrifaði síðast og svo mikið búið að gerast, að ég leyfi mér að kalla þessa grein tæknileg mistök. Eins og alþjóð veit, þá var það bæði fyrrverandi og núverandi þingmaður úr Eyjum sem kom fyrst fram með þennan frasa, tæknileg mistök, en orðatiltækið lét hann hafa eftir sér eftir að […]

ÍBV í sterkum riðli

Nú liggur fyrir riðlaskipting Deildarbikarkeppninnar sem hefst á nýju ári. Þrjú Eyjalið taka þátt í keppninni, karlalið ÍBV og KFS og kvennalið ÍBV. Karlalið ÍBV leikur í efstu deild, sem er skipt í þrjá riðla. ÍBV leikur í 3. riðli sem er nokkuð sterkur á að líta, eins og reyndar riðlarnir allir eru. KFS leikur […]

Sjálfstæðisfólk í Eyjum ætlar að stilla upp framboðslista við bæjarstjórnarkosningarnar í vor

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum, ákvað á fundi sínum í gær að stilla upp framboðslista við bæjarstjórnarkosningarnar í vor, en viðhafa ekki prófkjör. Ekki var þó kosinn uppstillingarnefnd að svo stöddu. Eftir því sem best er vitað, er líklegt að flestir ef ekki allir núverandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem eru fjórir, hafi áhuga á áframhaldandi bæjarfulltrúastarfi. (meira…)

Eyjamenn töpuðu fyrir Haukum

Karlalið ÍBV í knattspyrnu lék í gær æfingaleik gegn nýliðum úrvalsdeildarinnar næsta sumar, Hafnarfjarðarliðinu Haukum. Leikurinn fór fram í Kórnum en nýliðarnir höfðu að lokum betur 3:2 eftir að hafa komist í 2:0. Andri Ólafsson og Arnór Eyvar Ólafsson jöfnuðu hins vegar metin áður en Haukar skoruðu sigurmarkið. (meira…)

Hermann fékk gult spjald áður en síðari hálfleikur hófst

Hermann Hreiðarsson, varnarmaður Portsmouth, fékk að líta gula spjaldið fyrir furðulegar sakir í 1-1 jafnteflinu gegn Sunderland í dag. Steve Bennett dómari leiksins sýndi Hermanni gula spjaldið um leið og hann gekk inn á völlinn þegar að síðari hálfleikur var að fara að hefjast. (meira…)

Eyja-aðventukvöld Átthagafélags Vestmannaeyinga

Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu, stendur fyrir Eyja-aðventukvöldi í Seljakirkju, Hagaseli 40, Reykjavík (Inngangur við Rángársel) þriðjudagskvöldið 15. desember kl. 20:00. Stjórn félagsins sendi okkur póst og bað eyjafrettir að birta þessa tilkynningu, sem okkur er ljúft að gera og tengja þannig saman félaga í þessu merkilega og góða félagi. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.