Minnsta jólahlaðborð landsins

Nú er sá árstími þegar jólahlaðborðin eru haldin á veitingastöðum bæjarins. Hlaðborðin eiga það öll sameiginlegt að vera glæsileg og borðin svigna undan kræsingunum. Í gær var haldið óvenjulegasta jólahlaðborð ársins þegar Einsi Kaldi, bauð félögum sínum upp á jólamat eftir hádegisæfingu Lunch United, og það í karlaklefa íþróttamiðstöðvarinnar. (meira…)

Jet Black Joe í Höllinni

Stórsveitin Jet Blac Joe mun spila á stórdansleik í Höllinni laugardaginn 19. desember næstkomandi. Um er að ræða risaaðventuball, prólokadansleik og „homecoming“ fyrir alla þá sem eru upp á landi í skóla en ætla að koma heim til mömmu og pabba yfir jólin. Þá er ekkert betra en að skella sér á dansleik með hinni […]

Vinnslustöðin greiðir hverjum starfsmanni 150 þúsund í auka jólabónus

Vinnslustöð Vestmannaeyja ætlar að greiða hverjum starfsmanni 150.000 krónur til viðbótar við desemberuppbót nú fyrir jólin. Þá verður jólabónusinn tvöfaldaður hjá Ísfélagi Vestmannaeyja vegna góðrar afkomu á árinu. Þessi tvö stærstu fiskvinnslufyrirtæki Vestmannaeyja munu því greiða starfsmönnum í landvinnslu um tuttugu milljónir króna aukalega fyrir þessi jól. Afkoma fyritækjanna hefur verið góð á árinu vegna […]

Er ekki komið nóg?

Margra áratuga barátta Eyjamanna hefur nú verið eyðilögð á nokkurra vikna tímabili. Fyrir nokkrum árum hófst barátta fyrir því að Herjólfur sigli tvær ferðir á dag, alla daga vikunnar. Viðbrögðin voru æði misjöfn. Ég var þá að vinna á Fréttum. Meira að segja voru hneykslunarraddir innan bæjarstjórnar á þessum kröfum. Sumir töldu þessar kröfur æði […]

Orkan komin til Eyja

Bensínsalan Orkan hefur sett upp eina bensíndælu við verslunina Tvistinn við Faxastíg, þar sem Skeljungur var áður með bensínsölu. Orkustöðin í Eyjum er 26 Orkustöðin sem opnuð er á landinu og stutt er í að sú 27 verði opnuð en sjálfsafgreiðsla er í öllum Orkustöðvum. Í dag er verðið sex til sjö krónum lægra en […]

Frábær stemmning á Jólastjörnum Hallarinnar

Í gærkvöldi var sleginn næst síðasti tónninn í stórglæsilegri dagskrá Hallarinnar á aðventu þar sem Jólastjörnur Hallarinnar sungu og léku. Þar voru mættar helstu söngstjörnur þjóðarinnar en Eyjamenn áttu sína fulltrúa sem stóðu sig með prýði. (meira…)

Slökkvilið kallað að einbýlishúsi vegna mikils reyks

Það er líklega fátt verra en að lenda í bruna og kannski sérstaklega nú rétt fyrir jólahátíðina. Vökul augu vegfarenda sáu mikinn reyk leggja frá einbýlishúsi í Vestmannaeyjum í kvöld og hringdu umsvifalaust í Neyðarlínuna. Viðbúnaðurinn var talsverður, slökkvilið og lögregla voru kölluð út en stuttu síðar var útkallið afturkallað. Ástæðan? Jú það var einungis […]

Pólitískur blóðhundur skrifar

Í opnuviðtali Frétta við Pál Scheving, oddvita minnihlutans, segist hann vera óflokksbundinn og kallar þá sem eru pólitískir „pólitíska blóðhunda“. Ekki kæmi pólitískum blóðhundi eins og mér á óvart þótt hann yrði á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar enda mærir hann íhaldið í bak og fyrir í þessu viðtali. (meira…)

Páll �?skar og Diddú sungu fyrir vistmenn Hraunbúða

Systkynin Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, komu við á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í morgun og tóku nokkur lög við undirleik hörpuleikarans Monicu. Tilefnið er það að í kvöld munu þau, ásamt fleiri tónlistarmönnum á tónleikum í Höllinni, Jólastjörnum en bæði vistmenn og starfsfólk Hraunbúða hlýddu á. (meira…)

Tilboð óskast í farþegaaðstöðu í Land-Eyjahöfn

Fyrir tveimur vikum auglýsti Siglingastofnun Íslands eftir tilboðum í byggingu farþegaaðstöðu í Landeyjahöfn en tilboð í það verða opnuð 17. desember. Til fróðleiks má hér sjá teikningar af fyrirhuguðu húsi. Um er að ræða tveggja hæða steinsteypta byggingu með timburþaki. Neðri hæð er 186 m2 og efri hæðin er 77 m2 eða samtals 263 m2. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.