Eða sambærilegt horf og skattfrjálsar dagpeningagreiðslur til ríkisstarfsmanna

„Annað hvort á að hækka sjómannaafsláttinn umtalsvert eða breyta honum þannig að hann fari í sambærilegt horf og skattfrjálsar dagpeningagreiðslur til ríkisstarfsmanna og annarra launþega,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. (meira…)
Brosti í gegnum tárin og ákvað að styrkja starfið

Íslendingar hafa eðlilega komið illa út úr bankahruninu og greiðslubyrði lána og vöruverð hefur hækkað Gengistryggð lán hafa hækkað upp úr öllu valdi en staða krónunnar kemur sér einnig afar illa fyrir hjálparstarf sem Íslendingar standa fyrir erlendis. Bjarni Jónasson, útvarpsmaður og lífskúnstner, heyrði í Sirrý á Rás 2 þar sem fjallað var um ABC […]
Sjómannaaflsátturinn afnuminn í þrepum

Steingrímur J. Sigfússon lagði í gærkvöldi á Alþingi fram tvo svokallaða bandorma um tekjuöflun ríkisins. Í þeim er meðal annars gert ráð fyrir hinum áður boðaða þriggja þrepa tekjuskatti auk þess sem sjómannaafslátturinn svokallaði verður afnuminn í skrefum á fjórum árum frái og með 2011. (meira…)
Fílabeinsturn fáránleikans

Hvort það eigi að klára Tónlistarhúsið, láta það bíða, jafna það við jörðu eða nota það t.d. sem safn (gæti líka verið fangelsi). Vil minna á að þetta hús átti að kosta 6 milljarða árið 2002, en er skv. nýjustu útreikningum komið vel yfir 26,5 milljarða (25 milljarða í vor) ! Og enn vilja menn […]
Lengi dreymt um England

„Ég var farinn að halda að það væri allt búið hjá mér í fótboltanum, en þá opnast skyndilega þessi möguleiki. Mig hefur lengi dreymt um að spila í Englandi og það er vissulega möguleiki á að sá draumur verði að veruleika,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, við Morgunblaðið í gær. (meira…)
Eyjamenn leggja meira til þjóðarbúsins, ríkisvaldið verðlaunar þá með auknum niðurskurði

Ánægjulegt er að sjá í Eyjafjölmiðlunum, fréttir þess efnis að Vestmannaeyjar eru að auka hlut sinn í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið. Það sannast nú betur en nokkru sinni áður hversu miklu það skiptir fyrir þjóðarbúið að atvinnulífið sé öflugt í sjávarútvegsplássum eins og Vestmannaeyjum. (meira…)
Engin kreppa í Vestmannaeyjum

Meðan að kreppan á Íslandi kemur einna harðast niður á börnum sem Íslendingar hafa verið að hjálpa úti í heimi þá segir Vestmannaeyingurinn Bjarni Jónasson enga kreppu í Vestmannaeyjum og gefur 250.000 kr. í neyðarsjóð ABC barnahjálpar til að liðsinna skjólstæðingum ABC barnahjálpar. Með þessu framtaki vill hann hvetja aðra Vestmannaeyinga til að rétta hjálparhönd […]
Vilja að tryggt verði að uppbygging og starfsemi skipalyftunnar verði ekki niðurgreidd

Samtök iðnaðarins og MÁLMUR – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði hafa sent erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem óskað er að tryggt verði að uppbygging og rekstur skipalyftunnar í Vestmannaeyjum verði ekki niðurgreiddur úr hafnarsjóði eða bæjarsjóði eins og stefnt er að. (meira…)
Nóg að gera hjá Sjálfstæðismönnum um helgina

Nóg er um að vera hjá Sjálfstæðisfélögunum í Eyjum laugardaginn 28 nóvember næstkomandi. Klukkan 11:00 er hefðbundinn laugardagsfundur í Ásgarði og er gestur fundarins Arnar Sigurmundsson og fundarefnið er málefni lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðsmál eru hitamál hjá þjóðinni og er hver og einn orðinn sérfræðingur í þessum málum. Það verður því eflaust spennandi fundur á laugardaginn þegar […]
Staðan óvíða betri

Vilborg Þorsteinsdóttir, móttökufulltrúi hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi, sagði að um fimmtíu manns væru á atvinnuleysisskrá í Eyjum og tveir þriðju af þeim væru í einhverri vinnu. „Það eru 754 án atvinnu á Suðurlandi sem þýðir þriggja prósenta atvinnuleysi og þar af eru 50 hér eða um tvö prósent. Þetta þýðir fækkun hér í Eyjum en […]