Að verða uppselt á grínkvöld

Annað kvöld, föstudaginn 13. nóvember verður án efa hlegið dátt í Höllinni í Eyjum þegar grínlandsliðið mætir á staðinn. Pétur Jóhann Sigfússon, Þorsteinn Guðmundsson og Helga Bragadóttir munu þá stíga á svið og flytja allt sitt besta efni. Mikil stemmning er fyrir grínkvöldinu sem gengur undir nafninu Hláturinn lengir lífið. Og verður væntanlega hægt að […]

Stefnt að því að gera �?rettándahátíðina að veglegri bæjarhátíð

Þrettándagleðin verður haldin 8. janúar 2010 en þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags, sem heldur hátíðina. Þar segir að komin sé nokkurra ára hefð fyrir því að halda þrettándagleðina um helgin og til að nýta þau sóknarfæri sem þar leynast, hefur Vestmannaeyjabær, ásamt ÍBV-íþróttafélagi stofnað grasrótarhreyfingum með hagsmunaaðilum með það fyrir augum að gera Þrettándahelgina […]

Hefur verulegar áhyggjur af þeim tekjumissi sem sjómenn og útgerðarmenn verða fyrir

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa verulegar áhyggjur af þeim tekjumissi sem sjómenn og útgerðarmenn verða fyrir vegna gæðarýrnunar afla ef nýjar reglur um vigtun og skráningu sjávarafla ná fram að ganga. Auk þess býr Vestmannaeyjahöfn ekki yfir þeim tækjabúnaði, né aðstöðu til að mæta breytingunum ef af verður. Elliði Vignisson, bæjarstjóri óskar eindregið eftir því að […]

Annað tölublað af Litlu Fréttum kom út í vikunni

Þeir eru frískir peyjarnir sem litu við á Fréttum flaggandi nýju blaði sem þeir kalla Litlu Fréttir. Er þetta annað tölublaðið og þar er að finna fréttir úr bæjalífinu og skemmtiefni. Þeir skrifa allt í blaðið, taka myndir og brjóta um. Senda það síðan í Eyrúnu þar sem Gísli Foster keyrir blaðið út, brýtur saman […]

Stefnt að útboði á mannvirkjum Landeyjahafnar

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu samgöngu- og sveitastjórnaráðherra, Kristjáns L. Möller, að haldið verði áfram undirbúningi vegna útboða á samgönguframkvæmdum. Meðal framkvæmdanna eru mannvirki í Landeyjahöfn, þjónustuhús og ekjubrú og dýpkun hafnarinnar. Þá á að breikka Suðurlandsveg, austan við Litlu Kaffistofuna í 2 2 veg, í stað 2 1 eins og nú er. Fréttatilkynningu þess efnis […]

Verður af 150 millj­ónum án fyrirvara

Heildarskerðing framlaga Vest­mannaeyjabæjar úr Jöfnunarsjóði fara úr 525 milljónum 2008 niður í 295 milljónir 2009 og nú liggur fyrir að þau verða enn lægri árið 2010. Þetta kom fram í bæjarráði á þriðjudaginn þar sem lá fyrir bréf frá samgönguráðuneytinu frá 26. október sl. vegna áætl­aðra tekjujöfnunarframlaga 2009. (meira…)

Skötusel úthlutað gegn gjaldi í ríkissjóð

Athyglisverðasta breytingin á lög­um um stjórn á fiskveiða í frumvarpi sem lagt hefur verið fram lýtur að veiðistjórnun á skötusel og gjald­töku fyrir úthlutun aflamarks sem renna á í ríkissjóð. Í skýringum með frumvarpinu, sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land­búnaðarráðherra, lagði fram á þriðjudag, segir að útbreiðsla skötu­sels hafi breyst verulega frá því að aflaheimildum […]

Fiskveiðifrumvarp auki miðstýringu

Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða felur í sér aukna miðstýringu. Þetta er mat framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Samkvæmt frumvarpi sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær á að auka skötuselskvóta um 2000 tonn. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, gagnrýnir að ekki eigi að úthluta auknum skötuselskvóta til þeirra sem eiga […]

Fyrstu skrefin á fyrningarleið

Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segist ekki sjá betur en ríkisstjórnin hyggist taka fyrstu skrefin til að fyrna aflaheimildir með þeim breytingum á fiskveiðilöggjöfinni sem boðaðar eru í frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem hann mælti fyrir á Alþingi í gær. (meira…)

Duglegir leikmenn

Handknattleiksráð ákvað að fara í mikið aðhald í rekstri til að ná niður skuldum ráðsins. Við höfðum upplifað frábæran tíma í handboltanum þar sem bæði karla og sérstaklega kvennaliðið náðu frábærum árangri. Þetta kemur niður á þeim sem leika fyrir ÍBV í dag. Enginn leikmaður ÍBV í handbolta fær greitt fyrir að leika fyrir félagið. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.