�?tla að spanna allt tímabilið

Í kvöld, laugardag verður Hippahátíðin haldin í sal Akóges og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. Hippahátíðin í ár er með smærra sniði en áður en þó vantar ekki gleðina og hamingjuna. Á tónleikunum mun Hippabandið leika öll helstu hippalögin en rætt var við Helgu Jónsdóttur í Fréttum í vikunni. (meira…)
Dansiball í Kiwanis annað kvöld

Á morgun, laugardag verður dansiball í Kiwanissalnum við Strandveg. Stuðsveitin Tríkot mun leika fyrir dansi en húsið opnar að miðnætti og kostar aðeins 1500 krónur inn. Kiwanishúsið var á árum áður annálað fyrir fjörugar skemmtanir og heyrst hefur að þeir sem þar voru fremstir meðal jafningja, muni stíga léttan dans á ballinu. (meira…)
�??Við þurfum að vinna hérna�??

„Reynið þið að ná saman, við þurfum að vinna hérna. Hættið þessu bulli“ sagði starfsmaður vélsmiðju í Hafnarfirði í fréttum Skjás 1 og mbl.is sl. þriðjudagskvöld. Stöðugleikasáttmálinn í járnum og skilaboðin frá starfsmanninum mjög skýr. Hann veit sem er að þegar tveir (eða í þessu tilfelli þrír) deila þurfa allir að gefa eitthvað eftir til […]
2.2 milljónir króna koma í hlut ÍBV íþróttafélags

Líkt og undanfarin ár, hefur UFEA, knattspyrnysamband Evrópu, ákveðið að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2008/2009 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga. (meira…)
Stíll 2009 í kvöld klukkan 18.30

Stíll – fatahönnunarkeppni verður haldin í sal Barnaskólans í kvöld, kl. 18:30. Þar munu níu hópar skipaðir nemendum úr 8.-10. bekk keppa um að komast í aðalkeppnin Stíls í Reykjavík. Á meðan dómarar komast að niðurstöðu bjóða nemendur í 10. bekk upp á kaffihlaðborð gegn vægu gjaldi, aðeins kr. 500 til styrktar ferðasjóði þeirra. (meira…)
Blæs til konukvölds í Golfskálanum í kvöld

Volare blæs til konukvölds í Golfskálanum í kvöld. Boðið verður upp á tískusýningu barna þar sem jóla- og skólafötin verða kynnt. Eins verður kynning á hinum vinsælu jólagjafaöskjum Volare. Öllum verður boðið upp á handadekur og eins býðst konum að prufa vörurnar frá Volare. Léttar veitingar verða í boði og létt stemmning yfir hópnum. (meira…)
�?venjulegur fjöldi þrasta í Eyjum þessa dagana

Glöggir Eyjamenn hafa eflaust tekið eftir óvenjulegum fjölda skógarþrasta og gráþrasta í Eyjum nú á haustdögum. Má segja að þeir séu um alla Heimaey. Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrgripasafnsins sagði við eyjafrettir, að þessi óvenjulegi fjöldi þrasta, sé sennilega vegna suðlægra vindátta. Þrestirnir eigi hér viðkomu á leið sinni til Írlands, Skotlands, en einnig í einhverjum […]
Forysta Sjálfstæðisflokksins fundar í Eyjum um helgina

Mikið stendur til hjá Sjálfstæðismönnum í Eyjum um helgina. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín, varaformaður flokksins, ásamt þingmönnum hans í Suðurkjördæmi verða á vikulegum laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Fundurinn hefst kl. 11 í fyrramálið í Ásgarði. Ekki er að efa að af mörgu verður að taka á fundinum, bæði því er lýtur að […]
Breyting á vigtun og skráningu sjávarafla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið kynnti í gær drög að nýrri reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Þær áformuðu breytingar eru tvíþættar. “Annars vegar er heimild til vigtunar á afla íslenskra skipa á markaði erlendis felld niður. Hins vegar er reglum um úrtaksvigtun afla breytt þannig að gert er ráð fyrir að endurvigtunarleyfishafar geti framvegis valið á […]
Mikil sýking í síldinni sem veiðst hefur í troll

Töluvert af síld hefur fundist í Breiðafirði og mikil sýking er til staðar í þeirri síld sem veidd hefur verið í troll, að því er Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofna hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í samtali við Fiskifréttir en rætt var við hann um hádegisbilið í gær. (meira…)