Glöggir Eyjamenn hafa eflaust tekið eftir óvenjulegum fjölda skógarþrasta og gráþrasta í Eyjum nú á haustdögum. Má segja að þeir séu um alla Heimaey. Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrgripasafnsins sagði við eyjafrettir, að þessi óvenjulegi fjöldi þrasta, sé sennilega vegna suðlægra vindátta. Þrestirnir eigi hér viðkomu á leið sinni til Írlands, Skotlands, en einnig í einhverjum mæli til Mið-Evrópu, þar þeir hafa vetursetu. En hér bíði þeir þar til vindátt til flugsins suður á bóginn verði hagstæð.