Atli hættur hjá KR-ingum

Knattspyrnumaðurinn Atli Jóhannsson sem hefur leikið með KR-ingum undanfarin þrjú ár mun ekki leika með liðinu á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vef félagsins. (meira…)
Atli Gíslason þingmaður á opnum fundi í Eyjum

Atli Gíslason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðurkjördæmi heldur almennan opinn fund á Kaffi Kró miðvikudaginn 28. okt. kl. 20:00. Atli mun fara yfir stöðu landsmála og hvað framundan er og ýmis málefni er varða kjördæmið og Vestmannaeyjar. Þá mun hann svara fyrirspurnum fundarmanna. (meira…)
Nýr þjálfari hefur hafið störf

Síðastliðin fimmtudag kom nýr þjálfari félagsins til landsins en hann kemur frá Svartfjallalandi og heitir Nenad Musikic. Nenad er 43 ára gamall og hefur 21 árs reynslu af þjálfun og hefur komið víða við á ferlinum. Hann hefur meðal annars þjálfað eitt tímabil hjá Breiðabliki og náði þar frábærum árangri með nokkra yngri flokka félagsins […]
Kári Kristján með fjögur í sigurleik

Kári Kristján Kristjánsson og samherjar í Amicitia Zürich unnu stórsigur á Fortitudo Gossau, 38:22, á útivelli í svissnesku Adeildinni í handknattleik. Kári Kristján skoraði fjögur af mörkum liðsins í leiknum. Amicitia er í öðru sæti deildarinnar með 14 stig eftir níu leiki. (meira…)
Kristín Erna áfram í ÍBV

Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur ákveðið að leika áfram með knattspyrnuliði ÍBV næsta sumar en Kristín Erna var samningslaus eftir tímabilið. Hún var ein fárra leikmanna ÍBV síðasta sumar sem ekki höfðu skrifað undir nýjan samning hjá félaginu en Kristín Erna gerði tveggja ára samning við ÍBV, sem er með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. (meira…)
Nóg að gera í tengslum við skemmtanalífið

Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í vikunni sem leið og þurfti að vanda að hafa afskipti af fólki vegna ölvunarástands þess. Þá voru gerðar athugasemdir við einn af skemmtistöðum bæjarins þar sem ekki hafið verið lokað á tilskyldum tíma. Eitthvað var um pústra en engar kærur liggja fyrir. Lögreglan þurfti í nokkum tilvikum […]
Sáu Liverpool sigra strákana hans Fergusons

Huginn VE 55 landaði um 500 tonnum af frosnum síldarafurðum á Eskifirði um helgina. Þeir lögðu síðan af stað í Síldarsmuguna á laugardagskvöld, en þangað er um 700 mílna sigling frá Eskifirði.. Þeir létu sér þó ekki leiðast á stíminu frekar en fyrri daginn. Sáu meðal annars sigurleik Liverpool gegn Manchester United. (meira…)
Rokið eyðilagði kúpul á vefmyndavél Land-Eyjahafnar

Þrátt fyrir töluverða landgræðslu á Bakka verður enn umtalsvert sandrok í Landeyjahöfn í miklum veðrum. Í roki fyrir nokkrum dögum mattaði sandurinn kúpul á vefmyndavélinni sem þar er staðsett og tekur myndir af framkvæmdum við höfnina. Af þeim sökum eru myndir úr vélinni ónothæfar þessa dagana. (meira…)
Vestmannaeyjabær fékk 12 milljónir frá EBÍ

Vestmannaeyjabær fékk úthlutað 12 milljónum króna frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ). Samtals voru greiddar út 300 milljónir en þau sveitarfélög sem eiga aðild að Sameignarsjóði EBÍ fá úthlutað í réttu hlutfalli við eignaraðild að sjóðnum. Einn helsti tilgangur EBÍ er að stuðla að eflingu brunavarna og slökkviliða og styðja alhliða forvarnastarf í sveitarfélögum. (meira…)
Eykyndilskonur boða til kynningarfundar í kvöld kl. 20.00

Eykyndilskonur boða til opins kynningarfundar í Básum í kvöld kl. 20.00. Fundurinn er ætlaður konum á öllum aldri, sem vilja kynna sér starfsemi Slysavarnadeildarinnar Eykyndils. Sérstakur gestur fundarins verður Thelma Gunnarsdóttir, sálfræðingur hjá Vestmannaeyjabæ, sem flytja mun erindi um kvíða hjá börnum. (meira…)