Leggja áherslu á samgöngumál við Eyjar

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram í lok síðustu viku en þingið var haldi á Höfn í Hornafirði. Á ársþinginu voru samþykktar fjölmargar ályktanir um hin ýmsu hagsmunamál landshlutans en tvær ályktanir voru samþykktar um samgöngumál við Vestmannaeyjar, annars vegar vegna Land-Eyjahafnar og hins vegar varðandi flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Ályktanirnar má lesa hér […]
Spiluðu djass fyrir grunnskólakrakka

Nemendur í Hamarsskóla fengu góða heimsókn í morgun þegar tónlistarmennirnir Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einarsson, Sigurður Flosason og Gunnlaugur Briem litu við. Þeir félagar léku nokkur létt djasslög og kynntu djassinn fyrir nemendum skólans. Ekki var að sjá hverjir skemmtu sér best, nemendur, kennarar eða tónlistarmennirnir sjálfir enda mikið hlegið á tónleikunum. (meira…)
Nýjar reglur um jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Kristján Möller, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, hefur gefið út reglur um úthlutun aukaframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til sveitarfélaga á árinu 2009, en þar er um að ræða einn milljarð sem skiptist á milli sveitarfélaga. (meira…)
Eldsupptök ókunn en enn stígur reykur frá rústunum

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og þá sérstaklega í kringum brunann sem varð í Lifrasamlagi Vestmannaeyja að morgni 15. október sl. Þá þurfti lögreglan, að vanda, að aðstoða borgarana við hin ýmsu atvik sem upp komu. Að morgni 15. október sl. var lögreglu tilkynnt um að reykur kæmi frá húsi […]
Brian McBastard á Volcano á föstudaginn

Það stefnir í frábært grínkvöld á Volcano Café næstkomandi föstudag. Þá verða hláturtaugar Eyjamanna þandar til hins ýtrasta en þá mun Eyjamaðurinn Sveinn Waage mæta með Skotann kjarnyrta Brian McBastard í farateskinu. Sveinn var kosinn Fyndnasti maður Íslands 1998 en Léttasta lundin 1991, Eyjamaðurinn Sveinbjörn Guðmundson mun hita upp fyrir Svein, eða McBastard. (meira…)
�?ú getur sagt þessum rauðhærða hottintotta…..

Tryggvi Þór Herbertsson hefur klagað Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, til siðameistara Alþingis – fyrir óviðeigandi munnsöfnuð í þingsal.Segir hann ráðherra hafa kallað sig „dvergvaxna sóðagrameðlu með neikvæðan hárvöxt“ og krefst þess að hann verði ávítaður og verði sviptur eftirrétti í mötuneyti Alþingis í heilan mánuð. (meira…)
Fjölmennasta Landsmót æskulýðsfélaga �?jóðkirkjunnar

Um helgina fór fram í Vestmannaeyjum stærsta Landsmót æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar sem haldið hefur verið til þessa en um 430 þátttakendur af öllu landinu tóku þátt í mótinu. Landsmótið hefði án efa verið mun stærra ef ekki hefði komið til flensufaraldur en um 150 manns þurftu að hætta við vegna inflúensunnar. Landsmótið var allt hið glæsilegasta […]
Vilja að ríkisstjórn dragi umsókn um aðildaviðræður við ESB til baka

Stofnfundur Heimssýnar í Vestmannaeyjum var haldinn í Golfskálanum í gær, sunnudaginn 18. október. Björn Bjarnason flutti framsögu en fundur samþykkti ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að draga umsókn um aðildarviðræður við Evrópusambandið til baka. Hægt er að lesa ályktunina í heild sinni hér að neðan. (meira…)
ÍBV strákarnir léku á allls oddi

ÍBV strákarnir sigruðu ÍR með 7 marka mun 32-25 hér í Eyjum í dag. Leikurinn fór fram í nýja salnum, en ÍBV lék sína leiki í gamla salnum í fyrra. Það var eins gott því mikill fjöldi áhorfenda mætti og var stemmningin eins og hún var í gamla daga. (meira…)
Ákveðið að ráða mann

Fjölskyldu- og tómstundaráð fundaði á miðvikudag í síðustu viku þar sem Jón Pétursson, framkvæmdastjóri, fór yfir stöðu ferðaþjónustu Vestmannaeyjabæjar fyrir aldraða og fatlaða. Hann kynnti hugmyndir að framtíðarskipulagi og þætti sem hafa komið upp varðandi ferðaþjónustuna. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkti tillögu framkvæmdastjóra um að leigja bíl og ráða starfsmann til að annast akstur fyrir fatlaða […]