�?vissa um framtíð V-listans

Bæjarstjórnarkosningar fara fram 29. maí 2010 og ekki ólíklegt að flokkarnir fari að huga að framboðsmálum. Fyrir síðustu bæjarstjórnar­kosningar voru þrír listar í framboði. Sjálf­stæðisflokkur með D-lista, Frjálslyndi flokkurinn með F-lista og Vestmannaeyjalistinn með V- lista. Sjálfstæðisflokkurinn fékk meiri­hlutakosningu, fjóra menn og Vestmannaeyjalistinn þrjá en Frjálslyndi flokkurinn náði ekki inn manni. (meira…)

120 hættu við vegna ótta við flensu

Ótti við svínaflensu verður til þess að um 120 börn úr æskulýðsfélögum kirkjunnar á Austurlandi verða ekki send á Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar í Vestmannaeyjum um næstu helgi. 570 börn höfðu verið skráð til þátttöku. (meira…)

Meira veitt og aukin verðmæti

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 18,5% meiri en í september 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 6,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn í september 2009 var 77.392 tonn samanborið við 68.052 tonn í sama mánuði árið áður, að […]

Heilaþvottur……….

…………er það orð sem mér sennilega hefur oftast dottið í hug á þessu ári. Tökum sem dæmi auglýsingar fjölmiðla vegna þessarar nýjustu Íslensku sjónvarpsþátta sem hafa tröllriðið fjölmiðlum í alt sumar og ég hugsa að ef þær mínútur sem búið er að eyða í auglýsingar vegna Fangavaktarinnar í alt sumar yrðu lagðar saman, þá yrði […]

Boðið upp á flug norður í vetur

Eins og fram kom á Eyjafréttum síðasta vor, voru hugmyndir um að bjóða upp á beint flug milli Akureyrar og Vestmannaeyja. Samkvæmt frétt á norðlenska fréttavefnum Vikudagur.is er flugið að verða að veruleika en það er Flugfélag Íslands sem hyggst fljúga norður. (meira…)

VÍS gaf leikskólabörnum endurskinsmerki

Egill Arngrímsson, þjónustustjóri VÍS í Vestmannaeyjum, afhenti í morgun leikskólabörnum í Vestmannaeyjum endurskinsmerki. Egill fór á leikskólanna Sóla og Kirkjugerði og einnig í Hamarsskóla þar sem ný 5 ára deild tók til starfa í haust. Ferð Egils tengist herferð VÍS sem kallast „Láttu sjá þig“ og afhenti Egill 200 endurskinsmerki í morgun. (meira…)

Eyjamenn ánægðastir landsmanna

Samkvæmt þjónustukönnun Capacent eru Eyjamenn ánægðir í sínum heimabæ. Samkvæmt könnuninni er 94,6% aðspurðra ánægðir með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á og aðeins 3,2% eru óánægðir. Samkvæmt könnuninni eru Vestmannaeyingar ánægðustu íbúar landsins. (meira…)

Makríllinn hefur reynst útgerðinni mikil búbót

Makríllinn hefur reynst íslenskum útgerðum mikil búbót í ár. Alls hafa veiðst rúm 116 þúsund tonn af makríl það, sem af er árinu og er aflaverðmætið áætlað hátt í 12 milljarðar króna. Af þessum afla hafa um 90 þúsund tonn farið í bæðslu, en tæp 30 þúsund tonn verið unnin til manneldis. Verðmætið í hvorum […]

Fleiri hafa flutt til Eyja en frá Eyjum

Alls hafa 109 manns flutt til Vestmannaeyja það sem af eru ári, en 81 flutt á brott. Þetta þýðir að aðfluttir eru 28 fleiri en brottfluttir og hefur íbúum Eyja því fjölgað sem því nemur frá 1. janúar til 1. október. Alls eru íbúar Vestmannaeyja 4127. Karlar eru 2169 og konur 1958. (meira…)

Hemmi býr sig undir búsetu á Íslandi

Hermann Hreiðarsson og kona hans Ragna Lóa Stefánsdóttir eru þessa dagana að ganga frá kaupum á glæstu húsi að Laugarásvegi 20 í Reykjavík, að því er tímaritið Séð og heyrt greinír frá. Húsið er nokkuð yfir meðalstærð íbúðarhúsa eða um 700 femetrar. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.