Sjálfstæðismenn í Eyjum taka undir með VG á Norðurlandi

Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum taka undir óánægju svæðisfélaga Vinstri grænna í Húnavatnssýslum og Skagafirði með niðurskurð á landsbyggðinni. Segir í ályktun frá fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum að áform um niðurskurð á landsbyggðinni séu langt umfram sem áður hafði verið boðað. (meira…)

Niður­staða fengin varðandi skipalyftuna

Framkvæmda- og hafnarráð hélt fund sl. föstudag í fundarherbergi Siglingastofnunar í Kópavogi. Á fundinum fóru Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafn­ar­sviðs, og Jón Bernódusson skipa­verk­fræðingur hjá Siglinga­stofn­un, yfir niðurstöður mælinga og úttektar Siglingastofnunar á notagildi leiðar tvö varðandi endur­bætur á upptökumannvirkj­um Vestmannaeyjahafnar. Í máli þeirra kom fram að leið tvö er full­komlega fær til að lyfta […]

�?skuðu eftir undanþágu en fengu ekki

Valgeir Arnórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Vestmannaeyja segir í fréttatilkynningu sem hann sendi út rétt í þessu að Flugfélagið hafi sótt um undanþágu frá nýjum reglum um endurnýjun lofthæfisskirteina flugvéla, en ekki fengið. Hann segist líta málið alvarlegum augum og harmar að þessi staða hafi komið upp en vonast til að málið leysist á næstu dögum. Fréttatilkynninguna […]

Á leið fyrir dóm

Nú er liðið ár frá hruni íslenska bankakerfisins og þjóðin stendur frammi fyrir gríðarlegum fjárhags­vanda og sér ekki enn fyrir hvernig hann verður leystur. Drífandi, stétt­arfélag hefur ekki verið samstíga forystu ASÍ varðandi kjaramál og bendir allt til þess að málarekstur verði vegna þess fyrir dómstólum. Stjórn Dríf­anda er mjög ósátt við sam­komu­­lag sem ASÍ […]

Atli Heimisson hefur skorað 13 mörk í 13 síðustu leikjum Asker

Atli Heimisson hefur farið mikinn með Asker í norsku 2.deildinni að undanförnu en hann hefur skorað þrettán mörk í síðustu þrettán leikjum liðsins. Atli var valinn besti leikmaður 1.deildar á Íslandi í fyrra en þá hjálpaði hann Eyjamönnum upp í úrvalsdeild. (meira…)

Ráðuneyti vill svör um sjúkraflug

Allt flug Flugfélags Vestmannaeyja hefur legið niðri í rúma viku þar sem engin af þremur vélum félagsins hefur gilt lofthæfisskírteini. Heilbrigðisráðuneytið fór í morgun fram á skrifleg svör frá Flugfélagi Vestmannaeyja um hvernig félagið ætli sér að efna samning um sjúkraflug milli lands og eyja. (meira…)

Tryggvi Guðmunds í ÍBV?

Samkvæmt heimildum Eyjafrétta hefur Tryggvi Guðmundsson áhuga á að snúa aftur til ÍBV eftir 12 ára fjarveru en Tryggvi fór frá ÍBV haustið 1997 og hélt í atvinnu­mennsku. Eftir að hann sneri heim úr atvinnumennsku 2005, hefur hann leikið með Íslands­meisturum FH við afar góðan orðstír en hefur þurft að verma tréverkið meira en góðu […]

Golfvöllurinn í Eyjum er �??must visit�??

Peter Walton, forseti og stofnandi IAGTO og Giles Greenwood, einn starfsmanna hans komu til Íslands í sumar og léku golf á mörgum golfvöllum hér á landi. Tilefnið var að taka út Ísland sem golferðastað og það að Golf Iceland samtökin hafa ákveðið að ganga í IAGTO samtökin en þau ráða yfir 80% af sölu allra […]

Engin sjúkraflugvél í Eyjum

Flugfélag Vestmannaeyja fær greitt fyrir sjúkraflug frá Eyjum. Vandi félagsins er aftur á móti sá að það hefur enga flugvél sem má fljúga. Sem stendur eru Vestmannaeyingar því án sjúkraflugvélar og af því hefur Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestamannaeyjar þungar áhyggjur. (meira…)

Hvað má betur fara? 556 milljarðar í útgjöld

Á vefsíðu Eyverjar, ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum má finna nokkuð athyglisverða umfjöllun um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þar eru teknir fyrir nokkrir liðir sem ungir Sjálfstæðismenn í Eyjum setja spurningamerki við og bera jafnvel saman við úthlutun ríkisstofnanna í Eyjum. Greinina má lesa í heild sinni hér. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.