Hvað má betur fara? 556 milljarðar í útgjöld

Á vefsíðu Eyverjar, ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum má finna nokkuð athyglisverða umfjöllun um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þar eru teknir fyrir nokkrir liðir sem ungir Sjálfstæðismenn í Eyjum setja spurningamerki við og bera jafnvel saman við úthlutun ríkisstofnanna í Eyjum. Greinina má lesa í heild sinni hér. (meira…)
Prjónakaffi á Volcano í kvöld

Í kvöld kl 20:00 ætla Prjónakaffiskonur og -karlar að hittast á Volcano Café í fyrsta Prjónakaffinu í vetur. Væntanlega verður tekið í nokkra prjóna og skorað á bæði konur og karla að láta sjá sig. Allir velkomnir með prjóna, hekl eða útsaum, nú eða bara til að spjalla, fá ráðleggingar, hugmyndir og skiptast á uppskriftum. […]
Fimm af tíu þingmönnum mættu

Fimm af tíu þingmönnum Suðurkjördæmis mættu á fund sem bæjarstjórn Vestmannaeyja kallaði til nú í morgun vegna niðurskurðarhugmynda ríkisstjórnarinnar. Enginn þingmaður Samfylkingarinnar sá sér fært að mæta og þingmaður Hreyfingarinnar var ekki viðstaddur fundinn. Allir þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hins vegar fundinn, einn frá Framsókn og eini þingmaður VG. Fundarmenn lýstu yfir miklum áhyggjum af […]
Engar náttúruhamfarir eins dýrar og Vestmannaeyjagosið

Engar náttúruhamfarir hafa kostað íslenska þjóðarbúið eins mikið og Vestmannaeyjagosið, eða um 29 milljarða framreiknað til núvirðis eða 6% af vergri landframleiðslu þess tíma. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umhverfisráðuneytisins tekin verður fyrir á Umhverfisþingi í vikunni. (meira…)
Fanndís kosin efnilegust

Eyjastúlkan Fanndís Friðriksdóttir, sem leikið hefur með Breiðablik undanfarin ár, var í gær kosin efnilegasti leikmaður Pepsídeildar kvenna. Fanndís hefur vakið verðskuldaða athygli í sumar fyrir vasklega framgöngu með liði sínu enda var hún valin í A-landsliðs Íslands sem tók þátt í lokakeppni EM. (meira…)
Eyjamönnum spáð fimmta og þriðja neðsta sæti 1. deildar

Svo virðist sem þjálfarar og fyrirliðar í 1. deild karla í handbolta hafi ekki mikla trú á ÍBV í vetur en í árlegri spá fyrir tímabilið var ÍBV spáð fimmta og þriðja neðsta sæti deildarinnar. Afturelding er spáð sigri í deildinni, Selfyssingum öðru sæti og Víkingum því þriðja. (meira…)
Heiðruðu Íslandsmeistarana 1979

Á Sumarlokahófi ÍBV-íþróttafélags heiðraði félagið fyrstu Íslandsmeistara ÍBV í karlaknattspyrnu en árið 1979 fögnuðu Eyjamenn sigri á Íslandsmótinu. Stór hluti hópsins, bæði leikmenn og forráðamenn liðsins eru búsettir í Eyjum en nokkrir af þeim brottfluttu komu á lokahófið. Forráðamenn ÍBV afhentu hverjum og einum innrammaða mynd sem tekin var haustið 1979 þegar titillinn var í […]
ÍBV spilar áfram í Hummel búningum

ÍBV-íþróttafélag og sportvörubúðin Axel Ó. endurnýjuðu á föstudaginn samstarfssamning sinn en Axel Ó. útvegar félaginu Hummel búninga eins og lið félagsins spiluðu í, í sumar. Nýi samningurinn gildir til 2012 en ný lína í ÍBV-búningum var kynnt við undirskrift samningsins. Það voru þeir Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV og Magnús Steindórsson, eigandi Axel Ó. sem […]
Fimmtán knattspyrnukonur skrifuðu undir hjá ÍBV

Fyrir lokahóf ÍBV á föstudaginn hélt kvennaráð ÍBV lítið hóf í Týsheimilinu þar sem leikmenn og þeir sem að liðinu koma, gerðu sér glaðan dag. Við það tækifæri skrifuðu fimmtán leikmenn undir tveggja ára samning hjá félaginu og bendir því allt til þess að kvennalið ÍBV verði að mestu leyti óbreytt næsta sumar. (meira…)
Makríll gefur milljarða

Sviptingar hafa verið hjá útgerðum uppsjávarskipa undanfarin ár. Makríll sem áður var flækingur á Íslandsmiðum er nú orðinn einn mesti nytjafiskurinn og gulldeplan bjargaði miklu í vetur. Veiðar á kolmunna og norsk-íslenskri síld hafa gengið vel í ár, en það sama verður ekki sagt um loðnu og sýkta íslenska sumargotssíld. (meira…)