Sigurður Ari með eitt mark í Tyrklandi

Noregsmeistarar Elverum eru í góðum málum fyrir seinni viðureign sína gegn tyrkneska liðinu Izmir eftir sigur í Tyrklandi í gær, 30-28. Sigurður Ari Stefánsson skoraði eitt mark fyrir Elverum en síðari leikurinn fer fram í Noregi um næstu helgi. (meira…)
Lenti í sjálfheldu í Ingólfsfjalli

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í dag vegna manns sem var í sjálfheldu í Ingólfsfjalli, fyrir ofan sumarbústað sem stendur í klettum suðaustan megin í fjallinu. Maðurinn, sem var á hefðbundinni leið upp fjallið, fór af henni og í klettabelti og þegar hann var kominn efst lenti hann í sjálfheldu og gat sig hvergi […]
Mikilvæg rannsókn í loftslagsmálum

Fjölmargar rannsóknir undir flaggi loftslagsfræðanna fara nú fram um um allan heim. Þær eru margvíslegar, snúa að sjálfu loftslaginu sem og afleiðingum á náttúru og samfélög. (meira…)
Sunnlendingum boðið upp á stuðning

Vegna stöðu efnahagsmála bjóða stofnanir sem vinna að velferðarþjónustu, undir forystu Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar, þeim stuðningsviðtöl sem á því þurfa að halda. Um er að ræða samvinnuverkefni Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands, Vinnumálastofnunar Suðurlandi, presta í Árnesprófastdæmi og Árnesingadeild Rauða krossins. (meira…)
Sigur í jöfnum og spennandi leik

Karlalið ÍBV í körfubolta byrjar tímabilið vel í A-riðli 2. deildar en í dag tóku Eyjamenn á móti HK. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en leikmönnum ÍBV gekk illa að hrista hina leikreyndu leikmenn HK af sér. Staðan í hálfleik var 43:33 en fyrir síðasta leikhluta var staðan jöfn 60:60. Að lokum höfðu […]
Fagnar 90 ára afmæli við erfiðar aðstæður

Landsbankinn á Selfossi fagnar því þessa daga að 90 ár eru liðin frá því að bankinn opnaði útibú á Selfossi. Að því tilefni hefur verið opnuð sögusýning í Tryggvaskála Það var einmitt í Tryggvaskála sem bankinn hóf starfsemi á Selfossi 4. október 1918. Tryggvaskáli er kenndur við Tryggva Gunnarsson, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. (meira…)
Fyrsti leikur ÍBV í dag

Körfuknattleikslið ÍBV leikur sinn fyrsta leik í dag í A-riðli 2. deildar. Eyjamenn taka á móti HK í gamla sal íþróttamiðstöðvarinnar en leikurinn hefst klukkan 16.00. Eyjamenn, sem löngum hafa þurft að tvískipta leikmannahópi sínum þar sem stór hluti hópsins er í Reykjavík, hafa snúið frá því og tefla nú fram liði nær eingöngu skipað […]
Hermann upp að hlið Guðna

Hermann Hreiðarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu leikur í dag sinn 80. landsleik þegar Íslendingar og Hollendingar eigast við á De Kuip leikvangnum í Rotterdam í undankeppni heimsmeistaramótsins. Hermann kemst þar með upp að hlið Guðna Bergssonar í annað sætið yfir leikjahæstu leikmenn Íslands frá upphafi en Rúnar Kristinsson er sá leikjahæsti með 104 leiki. […]
Engin kreppa

Á Bakkanum gengur lífið sinn vanagang í kyrð og ró. Ekki þurfum við að óttast bankahrun því hér er engin banki. Bankinn fór héðan árið 2001 til þess að taka þátt í Matador í útlöndum og nú er spilið tapað eins og alþjóð veit. Við þurfum heldur ekki að óttast vöruskort í kaupfélaginu, því kaupfélagið […]
Saga Huld og Albert valin best

Í kvöld fór fram sumarlokahóf ÍBV-íþróttafélags en þá koma félagsmenn, íþróttamenn og forráðamenn saman til að loka sumarvertíðinni. Hápunktur kvöldsins var verðlaunaafhending meistaraflokkanna. Saga Huld Helgadóttir var valin best hjá kvennaliði ÍBV og Kristín Erna Sigurlásdóttir var valin efnilegust en hún var einnig markahæst. Albert Sævarsson var valinn bestur í karlaliðinu, Þórarinn Ingi Valdimarsson efnilegastur […]