Bæjarstjórn ályktar um sjúkraflugið

Eins og vikublaðið Fréttir hefur fjallað um síðustu vikur er ekki haldið úti sólarhringsvakt á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Það hefur haft það í för með sér að starfsmenn flugvallarins hafa ekki fengið greitt þegar komið hefur útkall vegna sjúkraflugs. Bæjarstjórn hefur tekið málið upp á sína arma og ályktaði um málið á fundi sínum í […]
Frumflutningur fjórða skiptið í röð

Félagar í Leikfélagi Selfoss undirbúa nú af krafti afmælissýningu félagsins, en félagið hefur hafið æfingar á gamanleikritinu Með táning í tölvunni eða ‘Caught in the net’ eins og það heitir á frummálinu. Verkið er eftir Ray Cooney, en þýðing er í höndum Jóns Stefáns Kristjánssonar, sem einnig mun leikstýra því. (meira…)
Metmagn í einu húsi

Í síðustu viku fundust um 140 lítarar af tilbúnum landa og 75 lítrar af gambra auk framleiðslutækja við húsleit í íbúðarhúsi í Þorlákshöfn. Þetta er eitt mesta magn af tilbúnum landa sem lögreglan á Selfossi hefur gert upptækt í einni húsleit. (meira…)
Hverjir eru sérfræðingarnir sem hrópa hvað hæst gegn Bakkafjöru

Þætti gaman að vita hver stendur á bakvið undirskriftarlistann sem nú liggur frammi í verslunum hér í bæ. Þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að láta fara fram kosningu um Bakkafjöru. Sá listann í Vöruval og þar voru nokkrir búnir að skrifa undir. (meira…)
Enn þarf að bíða eftir nýja leikmanninum

Enn hefur ekki tekist að fá dvalarleyfi fyrir nýjasta leikmann karlaliðs ÍBV í handbolta. Sá heitir Sergey Trotsenko, er 30 ára og leikur í stöðu hægri skyttu, stöðu sem ÍBV hefur gengið illa að leysa en hornamaðurinn Leifur Jóhannesson hefur m.a. spilað í stöðunni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust á skrifstofu ÍBV er beðið eftir […]
Sá sem fegurst hefur ritað á íslensku

Morgunblaðið segir frá því í morgun að Árni Johnsen hafi ásamt þingmönnum fjögurra flokka lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Háskóli Íslands stofni prófessorsembætti kennt við Jónas Hallgrímsson með vörn og sókn fyrir íslenskatungu og ljóðrækt að meginmarkmiði. (meira…)
Fá ekki greitt fyrir bakvaktir

Vestmannaeyjaflugvöllur hefur ekki verið skilgreindur sem áætlunarvöllur með sólarhringsvakt heldur er hann opinn frá klukkan 08.30 á morgnanna til 19.00 á kvöldin. Starfsmenn hafa sinnt útköllum vegna sjúkraflugs í áraraðir en eru langþreyttir á ástandinu og ákváðu að standa ekki bakvaktir eftir 1. nóvember án þess að fá greitt fyrir þær. (meira…)
Í hlut Íslendinga koma 220.262 tonn

Gengið hefur verið frá nýju samkomulagi um norsk – íslensku síldina fyrir árið 2008 á fundi strandríkjanna sem nú fer fram í London. Samkvæmt samkomulaginu verður heildarkvótinn 1.518.000 tonn, en í hlut Íslands munu koma 220.262 tonn. (meira…)
Vísa aðdróttunum til föðurhúsa

Forráðamenn Stillu útgerðar hf., Línuskipa ehf. og KG fiskverkunar ehf., eigendur um þriðjungs hlutafjár í Vinnslustöðinni hf., hafa sent stjórnarformanni Vinnslustöðvarinnar beiðni um hluthafafund í félaginu til að fjalla um tiltekin málefni þess. Meðal annars er óskað eftir rannsókn á viðskiptum félagsins og einstakra stjórnenda, samningum við fyrirtæki og viðskiptabanka. (meira…)
Stilla vill nýjan hluthafafund og nýja stjórn

Eigendur rúmlega þriðjungs hlutafjár í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum krefjast þess að hluthafafundur verði haldinn hið fyrsta og að ný stjórn verði kosin. Í síðustu viku samþykkti hluthafafundur að afskrá Vinnslustöðina í Kauphöllinni. (meira…)