�?k á kyrrstæða bifreið og stakk af

Ökumaður stakk af eftir að hann varð valdur að árekstri Grænuvöllum á Selfossi um kl. 23:30 á þriðjudagskvöld. Að sögn lögreglu var ekið á kyrrstæða og mannlausa bifreið með þeim afleiðingum að hún stórskemmdist, þeyttist út á miðja götu og glerbrot lágu á víð og dreif. (meira…)

Samstarf um endurheimt Hagavatns

Landgræðsla ríkisins, Bláskógabyggð, landeigendur Úthlíðartorfunnar og Orkuveita Reykjavíkur hafa ákveðið að hafa með sér samstarf um að kanna möguleika þess að endurheimta fyrri stærð Hagavatns. Öðrum hagsmunaaðilum verður jafnframt boðið að taka þátt í samstarfinu. Markmið endurheimtar Hagavatns er að hefta sandfok sunnan Langjökuls og verða möguleikar á raforkuframleiðslu þar kannaðir samhliða. (meira…)

Menningar-salurinn boðinn sveitarfélaginu

Eigendur Hótel Selfoss hafa boðið Sveitarfélaginu Árborg að kaupa svokallaðan menningarsal hótelbyggingarinnar. Þorvaldur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar, segir að verið sé að skoða tilboðið. (meira…)

Taekwondodeild stofnuð

Stofnfundur taekwondódeildar Umf. Selfoss var haldinn fimmtudaginn 8. nóvember.Stjórn deildarinnar skipa Ófeigur Ágúst Leifsson formaður, Katrín Hjálmarsdóttir gjaldkeri og Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, Pétur Jensson og Daníel Jens Pétursson meðstjórnendur. (meira…)

Enginn ók of hratt

Alla síðustu viku kærði lögreglan á Selfossi engan ökumann fyrir hraðakstur og eru „ár og dagar síðan slíkt hefur gerst í Árnessýslu, eins og það er orðað í dagbók lögreglunnar. “ (meira…)

Söngkeppnir á sama tíma

Bæði Menntaskólinn að Laugarvatni og Fjölbrautaskóli Suðurlands halda árlega söngkeppni í kvöld, fimmtudagskvöld. (meira…)

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi heldur aðalfund sinn laugardaginn 17. nóvember n.k. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu í Sandgerði klukkan 16.00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þá munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu taka þátt í fundinum (meira…)

Skora á bæjarstjórn að efna til kosninga um Bakkafjöru

Nú liggur fyrir í verslunum bæjarins undirskriftalisti þar sem skorað er á bæjarstjórn að efna til kosninga á viðhorfi fólks til væntanlegrar hafnar í Bakkafjöru. Rúmlega eitt hundrað manns höfðu þegar skrifað undir listann í Vöruval og í Krónunni en listanum var dreift seint í gærkvöldi. (meira…)

Unglingarnir til fyrirmyndar

Söngkeppni Samfés, í Suðurlands & Suðurnesjariðli var haldin með pompi og prakt um síðustu helgina í Vogum á Vatnsleysuströnd. Helgin gekk frábærlega vel og voru um 400 unglingar sem tóku þátt í fjörinu. (meira…)

Ekið á gangandi vegfaranda

Karlmaður varð fyrir bíl í Hveragerði á sunnudag á gatnamótum Heiðmarkar og Finnmarkar en slapp með minni háttar meiðsli, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.