Slæmt sjóveður tefur Herjólf

Slæmt sjólag hefur gert það að verkum að ferðum Herjólfs hefur seinkað síðustu daga. Í gærkvöldi tafðist brottför frá Þorlákshöfn um rúma klukkustund þar sem skipið kom seinna til hafnar. Auk þess var skipið fullt en rúmlega 300 þátttakendur á Íslandsmótinu í fimleikum voru um borð. Samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð í Herjólfi var […]
Landeigendur slíta viðræðum við Landsvirkjun

Tveir landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa slitið viðræðum við Landsvirkjun vegna áforma um Hvammsvirkjun og lón í mynni Þjórsárdals. Áður hafa eigendur Skálmholtshrauns í Flóa slitið samningaviðræðum vegna Urriðafossvirkjunar. (meira…)
�?rkomumet á Stórhöfða í október

Samkvæmt yfirliti sem Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur tekið saman, féll úrkomumet á 12 veðurathugunarstöðum í október, þar sem mælingar hafa verið stundaðar í 30 ára eða lengur. Meðal þeirra staða er Stórhöfði, en þar hefur aldrei mælst meir úrkoma síðan mælingar hófust þar árið 1921 eða 332.5 millimetrar (meira…)
Rjúpnaveiðimannaleitardagar

Um kvöldmatarleitið í gær barst beiðni um aðstoð þar sem bíll hafði runnið ofan í gil norðan Rauðafells. Par sem var í bílnum slapp ómeitt en bíllinn skemmdist. þau þurftu að labba í 1 1/2 tíma í leiðindaveðri til að komast í símasamband. Björgunasveitin Ingunn brást skjótt við og um níuleitið var bæði búið að […]
Vöxtur á nýsköpun í sveitum

Vel á þriðja tug frumkvöðla á Suðurlandi voru heiðraðir á uppskeruhátíð Vaxtasprotaverkefnisins í félagsheimilinu á Hvolsvelli síðastliðinn föstudag. Verkefnið lýtur að atvinnusköpun í sveitum á sviði iðnaðar, ferðaþjónustu og annarrar þjónustu. Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóður landbúnaðarins hleyptu verkefninu af stokkunum á fyrri hluta þessa árs og telst það hafa heppnast mjög vel. (meira…)
Ást til sölu í FSu

Undirbúningur söngleiks Leikfélags NFSu er farinn á fullt og stefnt að frumsýningu í mars, segir Kristín Gestsdóttir, formaður félagsins. (meira…)
Tindur Snær og Gunnar �?ór Íslandsmeistarar

Íslandsmóti í fimleikum, 1. og 2. þrepi lauk í Vestmannaeyjum í dag. Mótið gekk mjög vel en rúmlega þrjú hundruð krakkar á aldrinum 10 ára og eldri tóku þátt í mótinu. Þeim sem best gekk komast svo á Meistaramót Íslands um næstu helgi en þar verða krýndir Íslandsmeistarar. Reyndar voru krýndir tveir Íslandsmeistarar um helgina […]
Frábær leiksýning hjá Leikfélagi Vestmannaeyja

Leikritið Blái hnötturinn, eftir Andra Snæ Magnason var frumsýnt í dag hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson er leikstjóri verksins en uppselt var á frumsýninguna og reyndar rétt rúmlega það enda þurfti að bæta við stólum í sal Leikfélags Vestmannaeyja. Og sýningin stóð svo sannarlega undir væntingum, bráðskemmtileg og óhætt að mæla með heimsókn í […]
Sex handteknir á Selfossi

Lögreglan á Selfossi framkvæmdi húsleit í heimahúsi á Selfossi í nótt. Að sögn lögreglu voru sex manns handteknir á Selfossi en þar fannst eitthvað af amfetamíni, en lögreglan gerði þar húsleit um kl. þrjú í nótt. Þar sem enginn gekkst við að eiga efnið voru allir handteknir og verður skýrsla tekin af þeim síðar í […]
Dóppartí í �?orlákshöfn

Lögreglan á Selfossi framkvæmdi húsleit í heimahúsi í Þorlákshöfn í nótt. Að sögn lögreglu var enginn handtekinn en 10 voru staddir í húsinu þegar lögreglu bar þar að um kl. 6:30 í morgun. Lögregla segir að sjö manns hafi greinilega verið undir áhrifum vímuefna, en þar fannst einnig amfetamín. (meira…)