Slæmt sjóveður tefur Herjólf

Slæmt sjólag hefur gert það að verkum að ferðum Herjólfs hefur seinkað síðustu daga. Í gærkvöldi tafðist brottför frá Þorlákshöfn um rúma klukkustund þar sem skipið kom seinna til hafnar. Auk þess var skipið fullt en rúmlega 300 þátttakendur á Íslandsmótinu í fimleikum voru um borð. Samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð í Herjólfi var […]

Landeigendur slíta viðræðum við Landsvirkjun

Tveir landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa slitið viðræðum við Landsvirkjun vegna áforma um Hvammsvirkjun og lón í mynni Þjórsárdals. Áður hafa eigendur Skálmholtshrauns í Flóa slitið samningaviðræðum vegna Urriðafossvirkjunar. (meira…)

�?rkomumet á Stórhöfða í október

Samkvæmt yfirliti sem Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur tekið saman, féll úrkomumet á 12 veðurathugunarstöðum í október, þar sem mælingar hafa verið stundaðar í 30 ára eða lengur. Meðal þeirra staða er Stórhöfði, en þar hefur aldrei mælst meir úrkoma síðan mælingar hófust þar árið 1921 eða 332.5 millimetrar (meira…)

Rjúpnaveiðimannaleitardagar

Um kvöldmatarleitið í gær barst beiðni um aðstoð þar sem bíll hafði runnið ofan í gil norðan Rauðafells. Par sem var í bílnum slapp ómeitt en bíllinn skemmdist. þau þurftu að labba í 1 1/2 tíma í leiðindaveðri til að komast í símasamband. Björgunasveitin Ingunn brást skjótt við og um níuleitið var bæði búið að […]

Vöxtur á nýsköpun í sveitum

Vel á þriðja tug frumkvöðla á Suðurlandi voru heiðraðir á uppskeruhátíð Vaxtasprotaverkefnisins í félagsheimilinu á Hvolsvelli síðastliðinn föstudag. Verkefnið lýtur að atvinnusköpun í sveitum á sviði iðnaðar, ferðaþjónustu og annarrar þjónustu. Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóður landbúnaðarins hleyptu verkefninu af stokkunum á fyrri hluta þessa árs og telst það hafa heppnast mjög vel. (meira…)

Ást til sölu í FSu

Undirbúningur söngleiks Leikfélags NFSu er farinn á fullt og stefnt að frumsýningu í mars, segir Kristín Gestsdóttir, formaður félagsins. (meira…)

Tindur Snær og Gunnar �?ór Íslandsmeistarar

Íslandsmóti í fimleikum, 1. og 2. þrepi lauk í Vestmannaeyjum í dag. Mótið gekk mjög vel en rúmlega þrjú hundruð krakkar á aldrinum 10 ára og eldri tóku þátt í mótinu. Þeim sem best gekk komast svo á Meistaramót Íslands um næstu helgi en þar verða krýndir Íslandsmeistarar. Reyndar voru krýndir tveir Íslandsmeistarar um helgina […]

Frábær leiksýning hjá Leikfélagi Vestmannaeyja

Leikritið Blái hnötturinn, eftir Andra Snæ Magnason var frumsýnt í dag hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson er leikstjóri verksins en uppselt var á frumsýninguna og reyndar rétt rúmlega það enda þurfti að bæta við stólum í sal Leikfélags Vestmannaeyja. Og sýningin stóð svo sannarlega undir væntingum, bráðskemmtileg og óhætt að mæla með heimsókn í […]

Sex handteknir á Selfossi

Lögreglan á Selfossi framkvæmdi húsleit í heimahúsi á Selfossi í nótt. Að sögn lögreglu voru sex manns handteknir á Selfossi en þar fannst eitthvað af amfetamíni, en lögreglan gerði þar húsleit um kl. þrjú í nótt. Þar sem enginn gekkst við að eiga efnið voru allir handteknir og verður skýrsla tekin af þeim síðar í […]

Dóppartí í �?orlákshöfn

Lögreglan á Selfossi framkvæmdi húsleit í heimahúsi í Þorlákshöfn í nótt. Að sögn lögreglu var enginn handtekinn en 10 voru staddir í húsinu þegar lögreglu bar þar að um kl. 6:30 í morgun. Lögregla segir að sjö manns hafi greinilega verið undir áhrifum vímuefna, en þar fannst einnig amfetamín. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.