Tveir sigrar

Peyjarnir í minniboltanum spiluðu tvo leiki í Njarðvík í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Liðið spilaði við heimamenn UMFN og lið Snæfells. Það er gaman að segja frá því að peyjarnir sigruðu í báðum leikjunum með talsverðum yfirburðum og greinilegt að þarna er stórefnilegur hópur á ferð. (meira…)

Annar skjálfti við Selfoss

Jarðskjálfti, um 2,6 á richter, varð um klukkan hálfsex í dag. Upptök skjálftans voru 2,9 km norðaustur af Selfossi og fannst hann því greinilega á Selfossi. Annar skjálfti, um 3,2 á richter, varð á svipuðum slóðum um hádegisbil í gær. (meira…)

Konan látin laus

Gæsluvarðhaldskröfu var í dag hafnað yfir konu sem handtekin var í Vestmannaeyjum í fyrradag vegna gruns um að hún hefði kveikt í íbúð sinni. Dómari tók sér í gær tæplega sólarhrings frest til að taka ákvörðun, kröfu um gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna var hafnað og var konan látin laus nú síðdegis. (meira…)

Hin ýmsu störf mannfólksins

Það er misjafnt hvað fólki finnst gaman í vinnunni. Það sem sumum finnst skemmtilegt, finnst öðrum leiðinlegt. Og oft heldur fólk að grasið sér grænna hinumegin girðingar, – aðrir hafi það betra en maður sjálfur. (meira…)

Skítaveður en fært í Bakkafjöru

Ég fór til Reykjavíkur í gær, tók Herjólf í gærmorgun og aftur til baka í gærkvöldi. Það var skítaveður, haugasjór og fáir um borð. Við bræðurnir sátum uppi um morguninn og áttum ágætis spjall við skipstjórann um borð. Hann tjáði okkur að búið væri að vera haugasjór í nokkra daga og borið hafi á hræðslu […]

Júpíter �?H með mesta makrílaflann

Íslensk skip hafa veitt rúmlega 36 þúsund tonn af makríl, að sem af er þessu ári. Þetta kemur fram á vefnum Interseafood.com. – 15 skip hafa veitt meira en 1000 þúsund tonn. Aflahæsta skipið er Júpíter ÞH, sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja, með 4.381 tonn. (meira…)

Ingólfsfjall hristist

Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 á Richter skók Ölfusið og nágrenni kl. 12:05 í dag. Skjálftinn átti upptök sín 5,2 km ASA af Hveragerði. Á sömu mínútu varð skjálfti af stærðinni 2,7 rúma 3 km norðan við Selfoss. Skjálftinn fannst mjög vel á Selfossi. Tveimur mínútum áður kom minni skjálfti af stærðinni 2,3 á Richter. Nokkrir […]

Kona í haldi lögreglu og bíður yfirheyrslu

Síðdegis í gær var lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynnt um eld að Hilmisgötu 1 og var jafnframt slökkvilið Vestmannaeyja kallað út. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en ljóst að töluverðar skemmdir hafa orðið á íbúðinni sem er á annarri hæð hússins. (meira…)

Listamannsspjall í Listasafni Árnesinga

Laugardaginn 27. október kl. 15 mun hinn frjói og alþýðlegi indverski myndlistarmaðurinn Bonoprosonno ræða við gesti um list sína í kaffistofu Listasafns Árnesinga. (meira…)

Nýr miðbær Hveragerðis á teikniborðinu

Um þessar mundir er unnið að deiliskipulagi fyrir nýjan miðbæ í Hveragerði. Að framkvæmdinni stendur fjöldi lóðareigenda í Þelamörk, Þórsmörk, Breiðumörk og Reykjarmörk. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.