Samningar um Eyjaflug undirritaðir

Flugfélag Íslands hefur skrifað undir samning við Vegagerðina um flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Nýr samningur tekur gildi þann 01. nóvember 2007 og gildir til loka ársins 2009 en möguleiki er að framlengja samninginn um tvö ár til viðbótar eða til loka ársins 2011. (meira…)
Hannes ábyrgist vatnslögn

Bæjarstjóri Vestmannaeyja brást skjótt við, eins og hans er von og vísa, í kjölfar skrifa um vatnslögnina í gær. Sendi hann frá sér tilkynningu um að Hannes Smárason, fyrir hönd Geysir Green Energy, hafi lýst því yfir að félagið muni styðja ákvörðun HS (hitaveitunnar, ekki Hannesar) um að leggja nýja vatnslögn til Eyja. (meira…)
Ný neðansjávarleiðsla fyrir þjóðhátíð næsta sumar

Hitaveita Suðurnesja hefur samið við NKT um framleiðslu á nýrri átta tommu neðansjávarvatnsleiðslu og við JD Contractor ApS um lagningu hennar milli lands og Eyja. Fyrir eru tvær vatnsleiðslur sem komnar eru til ára sinna enda 40 ára gamlar. (meira…)
Martin Eyjólfsson nýr sviðsstjóri viðskiptasvið utanríkisráðuneytisins

Ákveðið hefur verið að Martin Eyjólfsson taki við starfi sviðsstjóra viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins. Martin tekur við starfinu af Berglindi Ásgeirsdóttur sem í september varð ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Martin hóf störf í utanríkisþjónustunni 1996 og hefur víðtæka reynslu af rekstri EES-samningsins og gerð viðskiptasamninga. Hann starfaði fyrst í ráðuneytinu á […]
Loforð um vatnslögn – hvar er það nú?

Þegar bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í sumar að selja Geysi Green Energy hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, höfðu ýmsir af því áhyggjur að í framhaldinu kynni þjónusta við Eyjamenn að versna og kostnaður að aukast. Sérstaklega var horft til þess að vatnsleiðslur þær sem leiða ferskvatn til okkar ofan af landi eru orðnar lélegar og brýnt […]
Breytt fiskveiðistjórnunarkerfi og veiðafærastýring hefðu átt heima í mótvægisaðgerðunum

Aðalfundur félags smábátaeigenda í Vestmannaeyjum, Farsæls var haldinn í gærkvöldi. Fundurinn ályktaði meðal annars gagnvart mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar en í ályktun fundarins segir að mótvægisaðgerðir hefðu getað falist í breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu og breyttri veiðarfærastýringu. Ályktun fundarins má lesa hér að neðan. (meira…)
Stakk mann í bakið með glerbroti

Aðfaranótt 14. október var lögreglu tilkynnt um líkamsárás við heimahús hér í bæ og fylgdi tilkynningunni að maður hafi verið stunginn í bakið með glerbroti. Á vettvangi var maður sem grunaður var um verknaðinn handtekinn en hann var jafnframt grunaður um að hafa brotið rúðu í útidyrahurð í sama húsi. (meira…)
Auðlindagjaldið hækkar

Þessa dagana eru útgerðir að fá innheimtuseðla fyrir auðlindagjaldið og í ljós kemur að það hefur hækkað úr 91 eyri í 2,42 krónur á þorskígildistonnið fyrir annan fisk en þorsk, eða um 166%, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. (meira…)
Heitavatnsstuldur rannsakaður

Nokkrar kærur hafa borist lögreglunni á Selfossi vegna meints þjófnaðar á heitu vatni. Fyrst og fremst hefur þetta verið í sumarbústöðum og falist í því að aðilar hafa náð að taka meira vatnsmagn inn í húsin en greitt er fyrir, segir í tilkynningu frá lögreglu. (meira…)
Vængbrotið lið átti ekki möguleika gegn HK

Karlalið ÍBV átti ekki mikla möguleika gegn HK í dag þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum. Eyjamenn mættu með vængbrotið lið til leiks, þrír úr þunnskipuðum leikmannahópi ÍBV voru í leikbanni en ÍBV er enn án stiga. Lokatölur urðu 28:34 en mestur varð munurinn tíu mörk í síðari hálfleik, 15:25. (meira…)