Ákveðið hefur verið að Martin Eyjólfsson taki við starfi sviðsstjóra viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins. Martin tekur við starfinu af Berglindi Ásgeirsdóttur sem í september varð ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Martin hóf störf í utanríkisþjónustunni 1996 og hefur víðtæka reynslu af rekstri EES-samningsins og gerð viðskiptasamninga. Hann starfaði fyrst í ráðuneytinu á viðskiptaskrifstofu frá 1996 þar til hann fluttist til starfa við sendiráð Íslands í Brussel 1998.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst