ÍBV féll úr leik fyrir B-liði Aftureldingar

Óhætt er að segja að karlalið ÍBV hafi ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum um helgina í Mosfellsbæ. Fyrst töpuðu strákarnir fyrir A-liði Aftureldingar í 1. deildinni með þrettán mörkum, 42:29. Niðurlægingin var svo algjör daginn eftir þegar ÍBV tapaði fyrir B-liði Aftureldingar í bikarkeppninni, lokatölur urðu 29:27 og er ÍBV því úr leik. […]

Hermann skoraði aftur

Hermann Hreiðarsson skoraði í öðrum leik sínum í röð með liði sínu, Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. Portsmout sótti Fulham heim og sigraði 0:2 en mörkin komu með aðeins tveggja mínútna millibili. Hermann skoraði síðara markið og átti mikinn þátt í undirbúningi marksins, vann boltann af leikmanni Fulham og batt svo endahnútinn á sóknina. (meira…)

Minkur um borð í Stíganda VE

Í dag gerðist eitthvað sem ekki gerist á degi hverjum en minkur fannst um borð í togbátnum Stíganda VE, sem liggur nú við landfestar í Vestmannaeyjahöfn. Minkur er ekki landlæg plága í Vestmannaeyjum eins og víða um landið og því bæði óvenjulegt að sjá slíkt kvikindi þar, hvað þá um borð í fiskibáti. Menn brugðust […]

Landsmót Samfés gengur vel þrátt fyrir slæmt veður

Tæplega fjögur hundruð unglingar eru nú við leik og störf í Vestmannaeyjum en um helgina fer fram Landsmót Samfés. Í dag unnu krakkarnir í smiðjum, þar sem þau unnu í hópum að ákveðnum verkefnum, s.s. ljósmyndasmiðju, hárgreiðslusmiðju, sig-, klif- og sprangsmiðju. Eftir því sem blaðamaður komst næst skemmtu krakkarnir sér vel og létu vel af […]

Bændur létu vindgustinn ekkert á sig fá

Í dag tókst að hefja síðasta formlega golfmót tímabilsins, Bændaglímuna sem markar enda vertíðarinnar í golfinu hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Mótið átti upphaflega að fara fram laugardaginn 22. september en var frestað þá vegna veðurs. Veðrið í dag var reyndar ekkert sérstaklega gott fyrir golfíþróttina, sterkur vindur og kalt en kyflingarnir létu það ekkert á sig […]

Grunaður um ölvun við akstur eftir bílveltu

Undir kvöldmat í gærkvöldi var lögregla kölluð út vegna útafakstur á Hamarsvegi, skammt utan við bæinn. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að bíllin fór út af veginum og fór eina veltu. Tveir voru í bílnum en sluppu að mestu ómeiddir frá veltunni. Ökumaðurinn er hins vegar grunaður um ölvun […]

Sunnlenska bókakaffið er eins árs

Sunnlenska bókakaffið er eins árs í dag, laugardag og það verður haldið upp á það klukkan tvö. Skáldin Matthías Johannesen og Þórunn Valdimarsdóttir heiðra okkur með upplestri og söngkonur stíga á stokk. (meira…)

�?rettán marka tap í Mosfellsbæ

Afturelding vann stórsigur, 42:29, á ÍBV þegar nýliðar N1-deildar karla mættust að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Mosfellingar voru með örugga forystu frá upphafi til enda og einungis spurning um hversu stór sigur þeirra yrði. Staðan í hálfleik var 19:11, Aftureldingu í vil. Þetta var annar sigur Aftureldingar í deildinni en ÍBV liðið situr sem […]

Olíukyndingin fyllti húsið af reyk

Allt tiltækt slökkvi- og sjúkralið, auk lögreglu á Selfossi var kallað að húsinu Búðarstíg á Eyrarbakka rétt fyrir kl. 16 í dag. Talið var að eldur hefði komið upp í kjallara hússins en síðar kom í ljós að kveikt hafði verið á gamalli olíukyndingu, sem ekki hafði verið notuð í mörg ár. (meira…)

Vilja að sveitarstjórn endurskoði gögn

Rúmlega 40 íbúar og landeigendur í Flóahreppi afhentu sveitarstjórninni áskorun í síðustu viku þess efnis að sveitarstjórn fari fram á endurskoðun matsskýrslu fyrir virkjanir í Þjórsá. Íbúarnir telja að ný gögn um jarðfræði svæðisins hafi breytt forsendum verulega frá því að úrskurðir Skipulagsstofnunar lágu fyrir í ágúst 2003 enda var jarðfræði svæðisins ekki nógu vel […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.