Við rannsókn bárust böndin að erlendum ríkisborgara

„Við rannsókn bárust böndin að erlendum ríkisborgara” 23. september sögðu fjölmiðlar sagt frá því að kona í Vestmannaeyjum hafi kært nauðgun til lögreglunar. Frásögnin hefur verið með sama sniði í þeim flestum, sem dæmi segir á Mbl.is: „Við rannsókn málsins bárust böndin að erlendum ríkisborgara og var hann handtekinn að kvöldi sama dags af lögreglunni […]

Hermann skoraði í miklum markaleik Íslendingaliðanna

Í dag mættust í ensku úrvalsdeildinni Portsmouth og Reading en í báðum liðum má finna fyrrum leikmenn ÍBV, þá Hermann Hreiðarsson í Portsmouth og Ívar Ingimarsson í Reading. Úr varð mikil markasúpa og lokatölur urðu hvorki meira né minna en 7:4, hreint ótrúlegur leikur. Hermann Hreiðarsson skoraði eitt marka sinna manna. (meira…)

Kjaftfullt á kvöldvöku!

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands stóð fyrir fjölmennri kvöldvöku í sal skólans í síðustu viku. Sjá myndir. (meira…)

Atli til Enköping til reynslu

Atli Heimisson, framherji ÍBV er á leið til sænska 1. deildarliðsins Enköping til reynslu. Atli mun halda utan eftir viku og vera hjá sænska liðinu í tíu daga. Atli kom til ÍBV frá Aftureldingu og var markahæstur eftir sumarið með ellefu mörk, átta í Íslandsmótinu og þrjú í bikarkeppninni. (meira…)

Ian Jeffs valinn bestur hjá ÍBV

Í kvöld var sumarlokahóf ÍBV-íþróttafélags en þar fagna félagsmenn sumarlokum. Hápunktur kvöldsins er að sjálfsögðu verðlaunaafhendingin en þar var Ian Jeffs valinn besti leikmaður liðsins en Jeffs kom til ÍBV um mitt sumar og frískaði heldur betur upp á leik liðsins. Þá fengu þau Arnór Eyvar Ólafsson og Hafdís Guðnadóttir Fréttabikarana sem eru veittir þeim […]

Eyjamenn fögnuðu sigri en sitja eftir með sárt ennið

Eyjamenn sitja eftir með sárt ennið í 1. deild og sjá á eftir Fjölni, Þrótti og Grindavík upp þrátt fyrir að hafa lagt öll þessi lið að velli síðustu vikur. Eyjamenn unnu síðasta leik sinn í 1. deildinni með því að leggja Fjölni að velli, 4:3 í bráðskemmtilegum leik en það dugði ekki til því […]

Lýst eftir lausum störfum

Vinnumálastofnun á Suðurlandi lýsir eftir lausum störfum á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Hvetur stofnunin fyrirtæki til þess að hafa samband við aðalskrifstofuna á Selfossi s. 480-5000 og láta vita af lausum störfum sem unnt er að benda atvinnuleitendum á. (meira…)

Ljósbrot í ískristöllum í háskýjum

Forsíðumynd Vaktarinnar tók Óskar Pétur Friðriksson. Myndin er af sérkennilegum ljósgeislum sólarinnar sem prýddu himininn í stutta stund á þriðjudag. Óskar sendi Sigurði Ragnarssyni, veðurfréttamanni á Stöð 2 myndirnar og fékk greiningu á fyrirbærinu. Um er að ræða ljósbrot í ískristöllum í háskýjum sem verður til þess að það sé eins og geislar sólarinnar séu […]

Sævar �?ór bestur og markakóngur deildarinnar

Á þriðja hundrað manns voru í lokahófi knattspyrnudeildar Selfoss sem þótti takast afar vel. Sævar Þór Gíslason var valinn leikmaður ársins. Hann var einnig markakóngur deildarinnar með hvorki fleiri né færri en 20 mörk í sumar. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.