Langt og strangt getraunahaust framundan

Jæja góðir hálsar þá er getraunastarfið hafið og fór fyrsta vika í hópaleik haustsins fram um helgina og var árangur þokkalegur. Eftir fyrstu vikuna þykir liðið Pint of Foster’s líklegast til að standa uppi sem sigurvegari, en það er en langt og strangt getraunahaust framundan og því getur ýmiselgt gerst. Spilaðar verða 12 vikur og […]
Lundaballið nálgast

Þrátt fyrir að lundaveiði hafi ekki verið með besta móti sumar, veiðimenn hafi haft háfinn sinn í bóli, meira eða minna allan lundaveiðitímann, verður ekki slegið slöku við á lundaballinu. Það verður haldið um næstu helgi í Höllinni. Að þessu sinni eru það Elliðaeyingar sem sjá um ballið. (meira…)
�?etta endalausa dekur við Vestfirðinga

Þetta endalausa dekur við Vestfirðinga er orðið þjóðinni til skammar. Ég hef svo sem bent á það áður, en grein Árna Johnsen í Morgunblaðinu í morgun vakti mig til umhugsunar um kvótaaðstoðina sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku. Ég er ekki hissa á að Grindvíkingar séu ósáttir. Það er ekki minnst á þá í tillögum […]
Nauðgun kærð í Vestmannaeyjum

Kona á fertugsaldri kærði að morgni laugardags nauðgun til lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Við rannsókn málsins bárust böndin að erlendum ríkisborgara og var hann handtekinn að kvöldi sama dags af lögreglunni á Selfossi, að beiðni lögreglunnar í Vestmannaeyjum, en maðurinn hafði farið frá Vestmannaeyjum með Herjólfi síðdegis á laugardag. (meira…)
Glæsilegur útisigur á �?rótti

Enn heldur lið ÍBV í vonina um sæti í úrvalsdeild að ári og neitar að gefast upp að hætti Eyjamanna. ÍBV lagði Þrótt að velli í dag á útivelli en lokatölur urðu 1:2. Páll Þorvaldur Hjarðar og Ian Jeffs komu ÍBV í 0:2 áður en Þróttarar minnkuðu muninn á síðustu mínútum leiksins. Páll var þarna […]
Styrktarreikningur opnaður fyrir �?orstein Elías �?orsteinsson

Eftirfarandi póstur barst ritstjórn www.sudurland.is en þar kemur fram að opnaður hefur verið reikningur fyrir Þorstein Elías Þorsteinsson og unnustu hans, Hrefnu Haraldsdóttur en Þorsteinn glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi. Þeir sem vilja styrkja þau geta lagt inn fjárhæð á reikning 104449, höfuðbók 14, banki 0582 og kennitala 280480-4449. Bréf vinahópsins sem opnaði […]
Bændaglímunni frestað um óákveðinn tíma

Bændaglímunni í golfi, sem fram átti að fara á golfvellinum í Vestmannaeyjum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs. Karlalið ÍBV í handbolta og fótbolta spila bæði í dag á útivelli en bæði liðin er komin í höfuðborgina og fara því báðir leikirnir fram. Klukkan tólf á hádegi var vindhraðinn kominn í 22 metra […]
Lík veiðimannsins fundið

Kafarar frá Landsbjörgu fundu um þrjú leytið í dag lík veiðimannsins sem leitað hefur verið að í Soginu frá því á miðvikudag. Líkið lá á um það bil fjögurra metra dýpi í þrengingum skammt ofan við þar sem Sogið rennur í Álftavatn. (meira…)
Fundur í Skógaskóla 2. október

Verkefnið Safnaklasi Suðurlands hefur nýlega hlotið styrk frá Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja. Helstu markmið með stofnun safnaklasans eru eftirfarandi: (meira…)
Bætir aldrei niðurskurðinn að fullu

„Byggðir sem eiga allt sitt undir duttlungum náttúrunnar hafa löngum þurft að þola mismunandi árferði og miklar sveiflur varðandi afkomu sína. Allir þekkja þessar sveiflur, góðar og slæmar vertíðir o.s.frv. Hingað til hefur aldrei komið til tals að greiða skaðabætur vegna aflabrests,“ segir Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. (meira…)