�?órlindur kjörinn formaður SUS

Þórlindur Kjartansson var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna með 90,5 prósent atkvæða á sambandsþingi ungra sjálfstæðismanna á Seyðisfirði í dag. Alls greiddu 171 ungir sjálfstæðismenn atkvæði á þinginu og hlaut Þórlindur 152 atkvæði. Teitur Björn Einarsson var kjörinn fyrsti varaformaður og hlaut hann 129 atkvæði. (meira…)

Sanngjarn sigur gegn Grindvíkingum

Leikmenn ÍBV halda voninni enn lifandi um úrvalsdeildarsæti en í dag lögðu Eyjamenn Grindvíkinga að velli 2:1 á Hásteinsvellinum. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar í dag voru nokkuð erfiðar, austan rok og skítakuldi. Hins vegar var leikurinn ágætlega fjörugur og úrslitin góð. (meira…)

Rann til í slabbi

Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir árekstur í Kömbunum um sjö leytið í kvöld. Veginum var lokað í kjölfarið en opnaður aftur um klukkan hálf níu. (meira…)

Báðum leikjunum frestað

Nú er komið í ljós að bæði knattspyrnu- og handboltaleik sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum í dag hefur verið frestað. Í knattspyrnunni átti ÍBV að leika gegn Grindavík en í handboltanum átti ÍBV að spila gegn Fram í fyrsta leik Íslandsmótsins. Báðir leikirnir munu hins vegar fara fram á morgun, á sama tíma. […]

Leik ÍBV og Grindavíkur frestað

Leik ÍBV og Grindavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu, sem átti að hefjast núna klukkan 14.00 hefur verið frestað til morguns. Ekki hefur verið flugfært milli lands og Eyja í dag eða í morgun og enn er ófært. Líklegt er að leikurinn verði á sama tíma á morgun en það hefur ekki fengist staðfest. […]

Hvalir í höfninni í Vestmannaeyjum

Tveir hvalir hafa verið að dóla í höfninni í Vestmannaeyjum í dag, nánar tiltekið við Friðarhöfn. Talið er að um sé að ræða tvær andarnefjur og allt bendir til þess að þær hafi villst inn í höfnina og rati ekki út aftur. Eins og gefur að skilja vakti koma hvalanna mikla athygli enda ekki á […]

Afmælishátíðin hafin

Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, setti afmælishátíð Selfossbæjar í Sigtúnsgarðinum í kvöld. Athöfnin var að lokinni vel heppnaðri skrúðgöngu um bæinn með bæjarbúum, fornbílaeigendum, skátum og mótorhjólamönnum. (meira…)

Fauk á rafmagnslínu

Lítill sendiferðabíll fauk út af Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli um hálf tíuleytið í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Ökumaður og farþegi hlutu minniháttar meiðsl. Farmhús bílsins losnaði af honum og fauk upp í rafmagnslínu með þeim afleiðingum að rafmagni sló út í nágrenninu. (meira…)

Misstu rúmlega 100 kindur í Kálfá

Rúmlega 100 kindur drukknuðu í Kálfá í Gnúpverjahreppi í morgun þegar verið var að reka fé yfir ána úr safngirðingu innan við bæinn Skáldabúðir. Miklir vatnavextir hafa verið á afréttum sunnanlands í vikunni eftir miklar rigningar. Mjög mikið vatn var í Kálfá og vatnið kalt. (meira…)

Vaktin komin á netið

36. tölublað Vaktarinnar er nú komið á netið og verður dreift í dag í öll hús í Vestmannaeyjum. Blaðið er tólf síður að þessu sinni en þar er m.a. fjallað um tillögur sem samþykktar voru í gærkvöldi í bæjarstjórn um lækkun leikskólagjalda, knattspyrnuhús og útisvæðið við íþróttamiðstöðina. Auk þess var litið við í slysavarnarskóla Landsbjargar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.