Eygló náði ekki kjöri sem formaður

Eygló Harðardóttir náði ekki kjöri sem formaður Landsambands framsóknarkvenna sem hélt þing um helgina. Lét hún í lægra haldi fyrir Ólöfu Pálínu Úlfarsdóttur. Eftir mikla hvatningu á þinginu tók Eygló ákvörðun um að setjast í framkvæmdastjórn LFK. Um þetta segir Eygló á bloggsíðu sinni: (meira…)
Enn unnar skemmdir á Skanssvæðinu

Enn á ný hafa skemmdarvargar unnið tjón á Skanssvæðinu í Vestmannaeyjum en svæðið verður reglulega fyrir barðinu á þeim. Skemmdir hafa verið unnar á salernisaðstöðunni á svæðinu, gluggar brotnir, kveikt hefur verið í sorptunnu auk annarra smáskemmda. (meira…)
Endurheimti tíu skrofur með gangrita

Í sumar tókst að endurheimta tíu af þeim tuttugu gangritum sem settar voru á skrofur í Ystakletti í fyrra. Verða það að teljast mjög góðar endurheimtur og þá sérstaklega þar sem í ljós hefur komið að kettir hafa komið sér fyrir í skrofuholum í miðju varpinu. (meira…)
Hallgrímur Íslandsmeistari í golfi

Hallgrímur Júlíusson, hinn ungi og bráðefnilegi kylfingur í Golfklúbbi, tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í höggleik í flokki 13 ára og yngri. Mótið fór fram á Hólmsvellinum í Leiru og lauk nú í dag. Hallgrímur lék á 14 höggum yfir pari, eða 230 höggum en hann lék síðasta hringinn á 77 höggum. Sannarlega glæsilegur árangur […]
Betri aðstaða við Arnarker

Hellarannsóknarfélag Íslands hefur, með stuðningi Pokasjóðs, komið upp aðstöðu fyrir ferðamenn við hellinn Arnarker í Selvogi. Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, meðlimur í Hellarannsóknarfélaginu, kom í síðustu viku upp upplýsingaskilti um Arnarker við hellismunninn. Þar er hann einnig búinn að koma upp bekkjum og borði til þess að ferðamenn geti snætt þar nesti. (meira…)
Sex ökumenn undir áhrifum

Lögreglumenn á Selfossi höfðu í nótt afskipti af óvenju mörgum ökumönnum undir áhrifum vímuefna. Þrír ökumenn voru dópaðir og aðrir þrír ölvaðir en allir sex voru þeir teknir við hefðbundið eftirlit lögreglu vítt og breytt um Árnessýslu. (meira…)
Gáfu grillbúnað

Hópur barna gaf á dögunum Stróki, klúbbi fyrir fólk með þunglyndi og geðraskanir, grillbúnað og eldhúsáhöld að andvirði liðlega fimmtíu þúsund króna. Gjafirnar eru afrakstur veitingasölu sem krakkarnir stóðu fyrir í götugrilli Grænuvalla, Hörðuvalla, Árveg og Austurvegs á Selfossi. (meira…)
�?jálfari ÍBV spilaði með KFS

KFS lék síðasta leik sinn í Íslandsmótinu í sumar þegar liðið sótti nágranna sína á Hvolsvelli, KFR heim. Eyjamenn voru úr leik í baráttunni um að komast í úrslitakeppni 3. deildar en tvö efstu lið riðilsins fara þangað. Eyjamenn voru hins vegar staðráðnir í að halda þriðja sætinu og tókst það. Eins og í síðustu […]
�?órlindur gefur kost á sér til formennsku SUS

Þórlindur Kjartansson gefur kost á sér til þess að gegna embætti formanns í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Sambandið velur sér forystu á sambandsþingi sem haldið verður á Seyðisfirði helgina 14. til 16. september. Núverandi formaður, Borgar Þór Einarsson, hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. (meira…)
Hestamaður fluttur með sjúkraflugi

Kona datt af hestbaki við Árbúðir við Kjalveg í kvöld og hlaut bakmeiðsl. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hún konuna á slysadeild á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. (meira…)