Herjólfur á leið til Færeyja

Samkvæmt heimildum Eyjafrétta siglir gamli Herjólfur til Færeyja á sunnudaginn. Ekki náðist í Halldór Jörgensson hjá Vegagerðinni til að fá þetta staðfest að fullu en búið er að ráða áhöfn til að sigla skipinu út. Ekki fengust upplýsingar um hvað hann verður lengi í Færeyjum og hvar hann kemur til með að sigla. Gert er […]

Tónleikar Karlakórsins – Allir lögðust á eitt og útkoman frábær

Það verður aldrei sagt um tónleika Karlakórs Vestmannaeyja í Höllinni í gærkvöldi að þeir hafi farið út í veður og vind sem var yfirskrift tóneikanna. Vel var mætt og kallarnir í miklu stuði studdir af Kytti Kovács, frábærum undirleikara og stjörnuhljómsveit. Þórhallur Barðason, stjórnandi lék við hvurn sinn fingur og Ágúst Halldórsson fór óhefðbundnar leiðir […]

Eyjanótt – Þjóðhátíðarlagið eftir Klöru Elias

Einkennismyndir undirskriftalista

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. Þetta kemur fram á visir.is í morgun. Klara, heitir Klara Ósk Elíasdóttir og hefur […]

TESLA-dagur við Tölvun í dag

Tölvun heldur fyrsta TESLA daginn í Eyjum á morgun fimmtudaginn 26.maí milli kl 13.00 og 16.00. Tölvun og fulltrúar TESLA á Íslandi munu verða með fjóra rafbíla af gerðunum Model 3 og Model Y við Tölvun og Pósthúsið og bjóða gestum og gangandi upp á reynsluakstur í langvinsælustu rafbílunum sem framleiddir eru í dag. Hægt […]

Allir af nöglunum

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú hafist handa við að sekta þá sem aka enn um á nagladekkjum. Tími nagladekkja er nú löngu liðinn en samkvæmt reglum er óheimilt að aka á slíkjum dekkjum frá 15. apríl til 31. október. (meira…)

Tilkynning frá íþróttamiðstöðinni

Á meðfylgjandi mynd má sjá opnunartíma næstu daga. Leiklaugin verður tæmd í dag og seglagerðin mætir í fyrramálið að skipta um dúk. Tekur 5-7 daga þar til að allt verður klárt. (meira…)

Miðbæjarboginn

Miðbæjarfélagið, í samstarfi við Eyjablikk, Vestmannaeyjabæ og fleiri, áætla að reisa boga sem nokkurs konar inngang inn í miðbæinn okkar. Boginn verður staðsettur á horni Bárustígs og Strandvegs, nánar tiltekið við Eymundsson öðru megin og við Kránna hins vegar. Hugmyndir miðbæjarfélagsins miða m.a að því að hægt verði að skreyta bogann við hin ýmsu tilefni, […]

Fyrr­verandi skip­stjóri á Herjólfi dæmdur í mánaðar­fangelsi

Á visir.is kemur fram að Héraðsdómur Suðurlands hafi dæmt fyrrverandi skipstjóra á Herjólfi í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla Vestmannaeyjaferjunni ítrekað án þess að hafa gild atvinnuréttindi og skrá aðra skipstjóra í sinn stað án þeirra vitundar. Skipstjórinn var sendur í leyfi en samið var um starfslok hans í síðasta mánuði. Fjórir starfsmenn […]

Strand í gini gígsins

Ásmundur Friðriksson þingmaður mun verða með dagskrá vegna útgáfu bókar sinnar, Strand í gini gígsins, í Safnahúsinu í Eyjum laugardaginn 2. júlí nk. á Goslokahátiðinni. Hann er að leita eftir upptökum frá Surtseyjareldum. “Ég veit að fólk á í fórum sínum upptökur af gosmyndum frá tímum Surtseyjar. Mig langar að sýna slíkar upptökur í útgáfudagskránni. […]

Jæja jæja…

Hvað segist, gott fólk? Eigum við að halda áfram að ræða um ketti? Tja, hvers vegna ekki? Alla vega er ekki vanþörf á, svo mikið er víst. Fyrri grein mín fór víða og vakti umtal, enda brennur þetta á mörgum landanum. Sumir hafa eflaust fyrst við, eins og gengur, sannleikanum verður jú hver sárreiður, en […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.