Hákon Daði til Vfl Gummersbach

Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, hefur skrifað undir samning við þýska handknattleiksliðið Vfl Gummersbach sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar þar hittir hann einnig fyrir Elliða Snæ Viðarsson. Gummersbach greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Wir freuen uns sehr euch mit Hákon Daði Styrmisson unseren nächsten Neuzugang für die Saison 2021/22 vorstellen zu… Posted […]

Góðs viti að sjá smáan humar í fyrsta afla sumarsins

„Humarveiðin fer betur af stað en við þorðum að vona og ánægjulegast er að sjá líka smáan humar í aflanum. Hrun humarstofnsins stafaði af bresti í nýliðun og vonandi boðar þessi smáhumar betri tíð fyrir stofninn. Látum samt vera að draga víðtækar ályktanir af slíkum vísbendingum,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisksviðs VSV. Vinnslustöðvarskipin Drangavík VE og Brynjólfur […]

Bólusetning heldur áfram í Vestmannaeyjum

Á morgun verður haldið áfram með bólusetningar í Vestmannaeyjum. Hluti einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma fá fyrsta skammt af bóluefni og hluti fólks verður bólusettur með seinni skammti af pheizer. Það mega líða allt að sex vikum milli fyrra og seinna skammts af pheizer og verða þeir sem fengu bólusetningu 14 apríl og ekki verða bólusettir […]

Gerum flott prófkjör!

Í lok mánaðarins 29. maí verður prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi vegna Alþingskosninganna 25. september nk. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti á lista flokksins og bið um stuðning í það sæti. Ég hef setið á Alþingi síðan í apríl 2013 og látið helst til mín taka á vettvangi atvinnu- og […]

Uppsögn á þjónustusamningi

Lögð voru fram drög að minnisblaði um uppsögn á þjónustusamningi vegna gatnalýsingar í Vestmannaeyjum á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Þegar Hitaveita Suðurnesja og Bæjarveitur Vestmannaeyja sameinuðust árið 2002 var undirritað samkomulag þess efnis að gatnalýsing í Vestmannaeyjum yrði áfram í eigu sveitarfélagsins, en þjónusta á hendi Hitaveitu Suðurnesja (HS veitur). HS veitur annast almennt […]

Öflugt Suðurkjördæmi

Eva Björk Harðardóttir. eva@hotellaki.is

Sem oddviti sveitarfélags síðastliðin tvö kjörtímabil og rekstraraðili hótels á landsbyggðinni síðustu tuttugu ár, hef ég reynt á eigin skinni hvernig lífsbaráttan harðnar þegar fjær dregur höfuðborgarsvæðinu. Flutningsgjöld, margfaldur rafmagnskostnaður, það að þurfa að útvega starfsfólki sínu húsnæði, jafnvel byggja yfir það.  Krafan um fæði og uppihald, hvernig þjónusta og fyrirtæki færast eins og fyrir […]

Stelpurnar hefja leik í Pepsi-Max deildinni

Fyrsti leikur Pepsi-Max deildar kvenna fer fram í dag kl. 18:00 þegar ÍBV fær Þór/KA í heimsókn. Lið ÍBV hefur tekið miklum breytingum á milli ára. Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta er kynning á liðinu auk þess sem rætt er við Andra Ólafsson þjálfara liðsins um komandi tímabil. Þetta er 11. tímabil ÍBV í efstu deild […]

Mikill áhugi fyrir strandveiðum

Fyrsti dagur strandveiða 2021 er mánudagurinn 3. maí. Áhugi fyrir veiðunum er mikill sem marka má á umsóknum sem borist hafa til Fiskistofu. Þegar lokað var fyrir umsóknir kl 14:00 í dag höfðu 408 sótt um leyfi, sem eru 74 bátum fleira en á sama tíma í fyrra. Frá þessu er greint á vefnum smábátar.is. […]

Fyrirlestur um fjölbreytileikann, ég er unik

Viska, Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Blár apríl, styrktafélag barna með einhverfu, bjóða upp á frían aðgang að fyrirlestri um heim einhverfunnar með Aðalheiði Sigurðardóttur. Fyrirlesturinn er sjónrænn, hvetjandi og hlý upplifun fyrir alla. Erindið fer fram á Zoom 4. maí kl. 17:00 og stendur yfir í um klukkutíma. Þátttakendur þurfa að skrá sig á […]

Molda með nýtt myndband – Ymur Jörð

Eyjarokkhljómsveitin Molda sendi í morgunn frá sér nýtt myndband við lagið Ymur Jörð en lagið kom út í mars á þessu ári. Myndbandið er veglegt og skartar meðal annars skemmtilegu myndefni frá gosstöðvunum í Geldingadölum. Lagið er eftir frændurna Albert og Helga Tórshamar. Textinn sem er eftir Sigurmundur G Einarsson fjallar um eldgosið í Heimaey 1973. “Lagið átti upphaflega að koma út á plötunni okkar sem er í vinnslu. Fagradalsfell gýs eins og alþjóð veit, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.