Stelpurnar mæta Gróttu og strákarnir Aftureldingu

Það var dregið í bæði sextán liða og átta liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna í handbolta í dag þar sem leikirnir í þessum tveimur umferðum fara fram á fjórum dögum í apríl. Stelpurnar mæta Gróttu á útivelli í 16 liða úrslitum en strákarnir fara í Mosfellsbæ og etja kappi við Aftureldingu. Það […]

Sigurjón Þorkellsson Vestmannaeyjameistari í skák

Skákþingi Vestmannaeyja lokið, þátttaka var góð en 12 skráðu sig til leiks.  Guðmundur Kjartansson, alþjóðlegur meistari, skráði sig til leiks, en fyrir mótið vantaði hann lítið af stigum til að ná stórmeistaratitli.  Guðmundur gerði sér lítið fyrir og vann allar sínar skákir á mótinu og stendur uppi sem sigurvegari mótsins.  Vestmannaeyjameistari er svo Sigurjón Þorkellsson […]

107 einstaklingar í Vestmannaeyjum á atvinnuleysiskrá

Minnkandi starfshlutfall og atvinnuleysi var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru nú 107 einstaklingar í Vestmannaeyjum á atvinnuleysiskrá hjá stofnuninni í febrúar. Af þeim eru 26 einstaklingar sem hafa verið á atvinnuleysisskrá í meira en 12 mánuði. Það gefur ákveðnar vísbendingar um að stór hluti af skráðum einstaklingum er […]

Óveður, bjargir og varaafl í Vestmannaeyjum

Bæjarstjóri fór á fundi bæjarráðs í gær yfir drög að minnisblaði sem framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hefur tekið saman og sendi þann 15. mars sl. Í drögunum eru lagðar fram tillögur að uppsetningu varaaflsstöðvar í Vestmannaeyjum, greinargerð um kostnað og tillögur að fjármögnun. Skipaður var starfshópur til þess að kanna möguleika á uppsetningu varaaflsstöðvar í […]

Þórður Magnússon, minning

Það er tímanna tákna að þeim fækkar Eyjamönnunum sem kenndir eru við æskuheimili sín. Þórður á Skansinum er einn þeirra. Í huga lítils peyja í Grænuhlíðinni var ljómi yfir vörubílstjóranum sem bjó á Bakkastígnum. Hann átti snemma kranabíl og var á undan sinni samtíð og svo var hann líkari stórstjörnunum sem ég sá í þrjú […]

Geisli lægstur í blástur og tengingar á ljósleiðara

Ljósleiðara tengingar í dreifbýli voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Það kemur fram að þann 15.mars sl. voru opnuð tilboð í blástur og tengingar ljósleiðara í dreifbýli. Eftirfarandi tilboð bárust: Ljósvirki ehf. kr. 7.872.148 Rafey ehf. kr. 8.905.937 Geisli-Faxi ehf. kr. 1.870.468 Rafal ehf. kr. 4.926.507 Trs ehf. kr. 6.469.700 Prónet ehf. […]

Dóra Björk ráðin hafnarstjóri

Geirlaug Jóhannsdóttir frá Hagvangi mætti á fjarfundi  á fund framkvæmda og hafnarráðs sem fram fór í gær. Þar greindi hún frá niðurstöðum á mati á umsækjendum um stöðu hafnarstjóra en 5 umsóknir bárust en umsækjendur voru: Andrés Þorsteinn Sigurðsson, Dóra Björk Gunnarsdóttir, Guðni Grímsson, Sigurður Ingason, Sindri Ólafsson. Fór Geirlaug ítarlega yfir ráðningarferlið og þá […]

Vestmannaeyjar á meðal dýrari svæða í húshitun

Líkt og undanfarin ár, hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni, á nokkrum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350 m3. Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, s.s. ljós […]

Útvarp á smiðjudögum GRV

Smiðjudagar á unglingastiginu GRV standa yfir dagana 16. – 18. mars. Margt skemmtilegt er í boði fyrir nemendur sem hafa valið sér smiðjur eftir áhugasviði, eitt af því sem stendur nemendum til boða er útvarps- og fjölmiðlasmiðja. Útvarpið er í gangi frá 10-16 í dag og á morgun á fm 104,7. Dagskrána má sjá hér […]

Strákarnir heimsækja Valsmenn

Strákarnir eru að fara aftur af stað eftir stutt hlé og fara í heimsókn í Origo-höllina og mæta Vals-mönnum. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Valsmenn sitja í 3. sæti með 17 stig en ÍBV í því níunda með 13 stig. Áhugasömum er bent á að miðasala […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.