Þögnin rofin!

Fyrstu tónleikar ársins í Vestmannaeyjum verða laugardaginn 6. mars n.k. í Eldheimum. Vísnatónlist, þjóðlög, íslensk, sænsk og ensk verða á dagskránni. Ástsæl og vinsæl ljóð og vísur eftir Davíð Stefánsson, Halldór Laxness, Cornelis Vreesvijk, Megas, Jón Múla og Jónas Árnasyni og fleiri verða sungin og leikin. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 stundvíslega. Flytjendur Helga Jónsdóttir Árnór […]
Nýjar reglur um félagslega leiguíbúðir

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór ítarlega yfir nýjar reglur um félagslega leiguíbúðir á vegum Vestmannaeyjabæjar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni sem leið. Ráðið hefur áður fjallað um umræddar reglur. En um er að ræða áframhald af 4. máli 253 fundar fjölskyldu- og tómstundaráðs. Með félagslegu leiguhúsnæði er átt við; – Almennt félagslegt leiguhúsnæði […]
Alþjóðabænadagur kvenna

Konur í Vestmannaeyjum ætla að koma saman við Ráðhúsið kl. 17.00 föstudaginn 5. mars. Einnig verður í boði að fara í bíl. Gengið verður um bæinn og verður staðnæmst á nokkrum stöðum og beðið fyrir ýmsum málefnum; skólum, heilbrigðismálum, atvinnumálum og samgöngum. Samverustund verður í Safnaðarheimili Landakirkju kl. 17.45 þar sem farið verður yfir efni […]
Dagur framlengir til tveggja ára

Dagur Arnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. “Dagur hefur verið lykilmaður í liðinu okkar og við erum ótrúlega ánægð með að hafa tryggt okkur krafta hans áfram í baráttunni í Olís-deildinni næstu ár. Eins og flestir vita er Dagur mjög fjölhæfur leikmaður, bæði skorari og svo er hann mjög iðinn […]
Bæjarráð sendir umsagnir um kosningaaldur, minnisvarða og þyrlupall

Þann 22. febrúar sl., sendi nefndasvið Alþingis Vestmannaeyjabær beiðni um umsögn um frumvarp til laga um stjórnskipunarlög (kosningaaldur), 378. mál. 188. mál. Umsagnarfrestur er 15. mars nk. Jafnframt sendi nefndasvið Alþingis þann 25. febrúar sl. Vestmannaeyjabæ, beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um minnisvarða um eldgosin í Surtsey og Heimaey, 179. mál. Umsagnarfrestur er […]
HSU tekur við rekstri Hraunbúða

Bæjarstjóri greindi frá fundi sem fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og lögmaður áttu með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og forstjóra Sjúkratrygginga á fundi bæjarráðs í gær. Á fundinum var fulltrúum Vestmannaeyjabæjar tilkynnt að HSU myndi taka við rekstri Hraunbúða 1. apríl. Bæjarstjóri mun óska eftir að eiga fund með forstjóra HSU í dag fimmtudag, til að ræða framhaldið. Bæjarráð ræddi […]
Hrognavinnsla hafin

„Það er byrjað að landa úr Sigurði hann er með tæp 1000 tonn,“ sagði Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu kátur í morgunsárið. Bæði Heimaey og Sigurður komu til hafnar í nótt en Heimaey var með fullfermi að sögn Eyþórs. „Við erum að dæla í nýju tankana núna í fyrsta skiptið. Tilkoma þeirra gerir það að […]
Það koma góðar gusur

Ísfisktogarinn Bergey VE kom til Vestmannaeyja síðdegis í gær með fullfermi og systurskipið Vestmannaey VE kom þangað sl. nótt sömuleiðis með fullfermi. Í morgun ræddi heimasíða Síldarvinnslunnar stuttlega við Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergey og Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey. Jón sagði að vel hefði gengið að veiða í blíðskaparveðri. „Við vorum mest á […]
Leita til lögmanns í samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Bæjarstjóri fór yfir stöðu viðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um yfirfærslu dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða til ríkisins. Í ljósi þess hversu erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar og leiðbeiningar um yfirfrærsluna frá Sjúkratryggingum Íslands, ákvað bæjarráð að verða við tillögu bæjarstjóra á síðasta fundi sínum, […]
Engir sölubásar við Vigtartorg í sumar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði á mánudag meðal þess sem var til umræðu voru stöðuleyfi við Vigtartorg. Vegna framkvæmda við Vigtartorg sumar 2021 er ekki hægt að úthluta stöðuleyfum á torginu í sumar. Skipulags-og umhverfisfulltrúi kynnir fyrir ráðinu hvaða svæðum er hægt að úthluta fyrir stöðuleyfi í tengslum við ferðarþjónustu sumarið 2021. Ráðið fól skipulags- […]