Aukin þjónusta fyrir foreldra í forgangi

Grunnskóli Vestmannaeyja mun frá og með mánudeginum 30. mars, bjóða upp á skólavistun fyrir börn Foreldrar/forráðmanna sem eru í framlínustörfum og eiga rétt á forgangi fyrir nemendur í 1. – 4. bekk en Grunnskóli Vestmannaeyja hefur frá því að fjarkennsla hófst einungis tekið á móti börnum í 1. og 2. bekk í sömu stöðu. Þetta […]

Fasteignagjöldum frestað og framkvæmdum flýtt

Á fundi bæjarráðs í gær, fimmtudag, voru meðal annars ræddar þær efnahagsaðgerðir ríkistjórnarinnar sem snúa að sveitarfélögum. Ljóst er að stjórnvöld og aðrir opinberir aðilar þurfa að koma myndarlega að hvers konar tilslökunum, aðgerðum og framkvæmdum meðan veiran gengur yfir. Þar eru sveitarfélög hvött til að samþykkja tilslakanir gjalda á íbúa og fyrirtæki og beita […]

Tilkynning frá aðgerðastjórn – fjögur ný smit

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Fjórir hafa greinst smitaðir í viðbót og eru einstaklingar með staðfest smit því orðnir 51 í Vestmannaeyjum. Af 4 nýgreindum voru 3 þegar í sóttkví þegar smit greindist. Það er allra hagur að sem flestir nýgreindir séu komnir í sóttkví þegar þeir greinast enda eru þá færri og oft enginn í kringum þá sem er […]

Viðbrögð vegna veiruógnunar

Bæjarráð fundaði í hádeginu í dag þar sem bæjarstjóri greindi frá stöðu, stjórnskipulagi og viðbrögðum yfirvalda í Vestmannaeyjum vegna útbreiðslu COVID-19 í sveitarfélaginu. Fyrsta staðfesta smitið greindist 15. mars sl. og hefur í kjölfarið verið gripið til margvíslegra aðgerða til að sporna við útbreiðslu, vernda íbúa og stuðla eftir fremsta megni að því að heilbrigðiskerfið […]

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arndísi Soffíu Sigurðardóttur sýslumanns í Vestmannaeyjum frá 1. apríl næstkomandi. Hún var metin hæfust umsækjenda til að gegna starfinu. Arndís Soffía er lögfræðingur með lögreglumenntun og hefur auk þess sótt sér menntun í afbrotafræði. Hún á að baki starfsferli innan lögreglu og sem fulltrúi sýslumanns og nú síðast staðgengill sýslumannsins […]

Eftirspurn á Vigtartorgi

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði í vikunni til afgreiðslu lágu umsóknir af ýmsum toga. Þrír aðilar sóttu um stöðuleyfi á Vigtartorgi um er að ræða leyfi frá 1. maí til 30. sept. 2020. Þeir sem sóttu um voru Óttar Steingrímsson f.h. Island Adventure, Egill Arnar Arngrímsson f.h. Stakkó ehf og Haraldur Geir Hlöðversson f.h. Seabirds […]

Tilkynning frá aðgerðastjórn – 6 ný smit í gær

Í dag er fjöldi þeirra sem greinst hafa með staðfest smit í Vestmannaeyjum orðinn 47. Þannig bættust 6 smitaðir í hópinn seint í gærkvöldi en af þeim voru 3 þegar í sóttkví. Fjöldi einstaklinga í sóttkví er orðinn 554. Verulega hefur fækkað í hópi þeirra sem eru að koma erlendis frá og frá áhættusvæðum og […]

Gísli Matth­ías í sam­keppni við Eld­um rétt

Einn flinkasti mat­reiðslumaður lands­ins, Gísli Matth­ías Auðunns­son sem alla jafna er kennd­ur við Slipp­inn, Skál og að hafa stofnað Mat & Drykk hef­ur brugðið á það snjalla ráð að setja sam­an glæsi­lega matarpakka sem viðskipta­vin­ur­inn eld­ar sjálf­ur. „Við ákváðum að loka um leið og fyrsta sam­komu­bannið var sett á því okk­ur fannst ekki við hæfi […]

Eyjafréttir styrkja málrannsóknir

Undanfarið hefur verið unnið að því á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að setja saman safn texta sem má nýta fyrir málrannsóknir og máltækniverkefni. Textasafnið er kallað Risamálheild og inniheldur að mestu leyti texta fréttamiðla, en einnig t.d. alþingisræður, lög, blogg og dóma. Stór textasöfn eru mikilvægur efniviður fyrir gerð margs kyns máltæknibúnaðar eins […]

Blátindur kominn á kunnuglegar slóðir

Blátindur VE var í morgunn dreginn af lyftupalli upptökumannvirkis Vestmannaeyjahafnar norður eftir dráttarbrautinni á Eiðinu. Blátindur er ekki alls ókunnugur þessum slóðum en báturinn stóð á Eiðinu um langt skeið áður en hann var settur á flot. Núna bíður Blátindur örlaga sinna á svipuðum slóðum en ekkert hefur verið ákveðið um hver verði næstu skref […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.