Mikilvægi héraðsfréttamiðla undirstrikað

Málþing í tilefni af 50 ára afmæli Eyjafrétta og 10 ára afmæli eyjar.net  :: Ráðherra, fulltrúar fjölmiðla og fleiri höfðu framsögu „Það er mjög mikilvægt að halda utan um framsækna og öfluga fjölmiðla á Íslandi til að segja fréttir og veita okkur, sem störfum á vettvangi stjórnmálanna eða í atvinnulífinu, nauðsynlegt aðhald sem er brýnt […]

Minna stress, betri svefn og þægilegra líf

Eyjakonan Annika Vignisdóttir hafði búið í Kópavogi í 15 ár þegar hún flutti með fjölskylduna heim til Vestmannaeyja síðasta ári og sér ekki eftir því.  Það sama gildir um eiginmanninn  og peyjana tvo, öll eru þau himinsæl að vera komin. Eiginmaðurinn er Sigurður Georg Óskarsson, barnabarn Sigga Gogga skipstjóra og Fríðu Einarsdóttur, sonur Sigurbáru dóttur […]

Skrifað undir samninga um tvo nýja strengi til Eyja

Landsnet IMG 9282 (003) Cr

Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets hefur skrifað undir samning við fulltrúa frá Hengtong Submarine Cable um kaup og lagningu á 38,8 km af sæstrengjum. Um er að ræða tvo nýja Vestmannaeyjastrengi og nýjan streng yfir Arnarfjörðinn. Í tilkynningu á vefsíðu Landsnets segir að lagningarskip komi til landsins sumarið 2025 og mun leggja alla strengina. Nýju strengirnir  munu bæta afhendingaröryggið á […]

Tímaáætlanir staðist vel í nýrri áætlun

farthega_opf

Herjólfur flutti 68.094 farþega í júní sem er 539 farþegum minna en fluttir voru í júní árið áður, segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Hann segir jafnframt að fluttir hafa verið 181.702 farþegar fyrstu sex mánuði ársins sem er 3% aukning frá árinu áður. „Átta ferða siglingaáætlun hófst 1. júlí og hefur gengið vel að […]

Fjölmenn göngumessa í frábæru veðri

Göngumessa er orðin fastur liður á Goslokahátíð. Var hún vel sótt að þessu sinni enda skörtuðu Eyjarnar sínu fegursta. Gengið var frá Landakirkju í gíg Eldfells. Þar var helgistund sem sér Viðar Stefánsson stýrði. Að henni lokinni var gengið að Stafkirkjunni á Skansinum þar sem heit súpa og kaffi beið göngugarpanna. Þess má geta að […]

Goslokahátíð – myndband

Image1 (16)

Það var ekki að sjá annað en að gestir Goslokahátíðar væru í hátíðarskapi í gær þegar Halldór B. Halldórsson fór um með myndavélina. Myndirnar tala sínu máli. (meira…)

Rauðátan – Rannsóknarleiðangur lofar góðu

„Þarna erum við að sjá drauminn rætast eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu. Auðvitað fylgdi því stress áður en við lögðum af stað, en árangur túrsins var langt umfram væntingar,“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rauðátuleiðangur á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni HF 30 í maí sl. „Hann stóð í 3 daga og við höfum sýnt […]

Strákarnir lokið leik

FH leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Íslandsmeistarar síðasta árs, ÍBV, eru úr leik. FH vann öruggan sigur á ÍBV í uppgjöri liðanna í fimmta og síðasta leik þeirra í Kaplakrika í gærkvöldi, 34:27, að viðstöddum 2.200 áhorfendum í stórkostlegri stemningu. Deildarmeistarar FH byrjuðu betur í kvöld og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. […]

Vorhátíð Landakirkju

Árleg uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfs kirkjunnar, Vorhátíð Landakirkju fer fram í dag 5. maí kl. 11:00. Um er að ræða fjölskyldumessu þar sem tónlistin veður fyrirferðamikil í bland við það fjör sem einkennir sunnudagaskólann. Að lokinni messunni verður boðið upp á grillaðar pylsur og prins. (meira…)

Vilja að fjármálaráðherra falli frá öllum kröfum

Meðal þess sem var á dagskrá bæjarráðs í vikunni voru þjóðlendukröfur íslenska ríkisins á Vestmannaeyjar. Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sátu fund með lögmönnum Vestmannaeyjabæjar í málinu og Kára Bjarnasyni forstöðumanni Safnahúss sem vinnur að gagnaöflun. Farið var yfir stöðu málsins en gagnaöflun gengur vel og unnið er að bréfi til nýs fjármálaráðherra þess […]