Geirland

Að Vestmannabraut 8 stendur glæsilegt einbýlis sem nú er til sölu. Húsið er á skjólstæðum stað miðsvæðis í Vestmannaeyjum. Húsið er byggt úr timbri árið 1908 og er 196,7 fm2. Húsið samanstendur af 5 svefnherbergjum, einni stofu og tveimur baðherbergjum. Á neðri hæð er sér íbúð sem getur gefið leigutekjur.  Eignin er einstök, falleg og […]

Viðurkennir bótaskyldu að lögbundnu hámarki

Tryggingafélag Vinnslustöðvarinnar hefur viðurkennt bótaskyldu á vatnslögn til Vestmannaeyja að lögbundu hámarki. Þetta kemur fram á ruv.is og haft eftir Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra að það sé langt frá því að duga. Vatnslögnin skemmdist í innsiglingunni í haust og færðist úr stað en hefur haldið. „Það eru auðvitað allar líkur á því að það sé nauðsynlegt […]

Skírdagur heiður og fagur

Hægt vaxandi norðaustanátt, 10 til 18 m/s síðdegis. Él á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart um landið sunnanvert. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust sunnantil yfir daginn.Þannig hljóðar veðurspá dagsins á veður.is sem þýðir bjart og fallegt veður í Vestmannaeyjum. Mestu skiptir að vera réttu megið við núllið og sólin yljar á […]

Herjólfur svarar kallinu

Herjólfur ohf. hefur ákveðið að boða til íbúafundar um málefni Herjólfs miðvikudaginn 10. apríl kl. 17:30 í Akóges. Frummælandi verður Páll Scheving, stjórnarformaður Herjólfs ohf. og Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri flytur erindi. Á eftir verður pallborð, umræður og fyrirspurnir. Jóhann Pétursson stýrir fundinum. (meira…)

Velheppnuð páskaeggjaleit

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum hélt árlega páskaeggjaleit sína á Skansinum á skírdag. Þátttaka bæjarbúa og gesta var langt umfram fyrri ár en vel yfir 300 manns sótti viðburðinn í blíðu veðri. Börnin leituðu uppi hænuegg sem falin höfðu verið vítt og breytt um Skanssvæðið og fengu súkkulaðiegg í staðinn fyrir fundinn. Í allt um 300 súkkulaðiegg […]

Kostnaður upp á hálf göng

Í viðtali í síðasta blaði Eyjafrétta við írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra segist hún kannast við heitar umræður um samgöngumál í Eyjum og er alls ekki ósátt við að fólk tjái hug sinn. „Það er samt mikilvægt að beina því til þeirra sem bera ábyrgðina og aðstoða þannig okkur kjörna fulltrúa við að halda þeim við efnið. […]

Ingó góður í Alþýðuhúsinu

Soffía Baldursdóttir náði að fanga stemninguna á tónleikum Ingós í Alþýðuhúsinu á miðvikudagskvöldið með þessum myndum. Söngur og sögur var yfirskrift tónleikanna sem sýndi að Eyjamaðurinn Ingó stendur undir nafni sem sögumaður. Hann er ekki síður frábær tónlistarmaður sem nær til gesta. Góð blanda sem virkaði á miðvikudagskvöldið. Alþýðuhúsið hefur gengið í endurnýjun lífdaga og […]

Skiptu um stóla hjá Vestmannaeyjabæ

Vestmannaeyjabær réði á dögunum þær Drífu Gunnarsdóttur í stöðu Framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Helgu Sigrúnu Í. Þórsdóttir í stöðu Deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála. Við tókum stöðuna á þeim, fáum að kynnast þeim og fá innsýn í þeirra verkefni í starfi.  Drífa Gunnarsdóttir  Drífa er fædd árið 1970 og er gift Bergsteini Jónassyni. Saman eiga […]

Rasmus aftur til liðs við ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Rasmus Christiansen hefur gengið til liðs við ÍBV og skrifaði undir samning við knattspyrnudeild félagsins til loka þessa tímabils. Rasmus er ekki að koma í fyrsta skiptið til ÍBV en þessi 34 ára gamli miðvörður kom einnig til liðsins árið 2010, 20 ára gamall. Rasmus lék 64 af 66 leikjum ÍBV árin 2010-2012, fyrsta […]