Enginn fór sér að voða og enginn varð fyrir hrekk

Rétt fyrir Þjóðhátíð hittust nokkrir félagar úr Hrekkjalómafélaginu og gerðu sér glaðan dag. Ásmundur Friðriksson segir það hafi verið ótrúlega skemmtilegt fyrir þá félagana að hittast og rifja upp gamla tíma. „Vökva vináttuna og hlægja mikið saman.” Hann segir að það hafi verið orðið langt síðan þeir áttu saman kvöldstund. „Þar sem við gáfum lífinu […]
Rekstrarvörudeild Voot færist til Hampiðjan Ísland

Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, Voot ehf., hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað eftir kaup Hampiðjunnar á 68% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Voot hefur byggt upp sterka markaðsstöðu í útgerðar- og rekstrarvörum ásamt því að þróa sjóvinnufatalínuna MarWear og því sem fyrirtækið var upphaflega stofnað til – að útvega beitu til línuveiðiskipa. Hampiðjan Ísland, sem er […]
Fannst fyndið að sjá myndir af sjálfri sér í tjöldunum

Halla Tómasdóttir tók við embætti forseta í byrjun mánaðar og var mætt degi síðar, ásamt eiginmanni sínum Birni Skúlasyni á setningu Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Hún ákvað að sitt fyrsta verk yrði að mæta á Þjóðhátíð áður en hún áttaði sig á því að 150 ár væru liðin frá fyrstu hátíðinni en segir þau tímamót hafa […]
Gular viðvaranir allvíða

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir í flestum landshlutum. M.a á Suðurlandi vegna mikillar rigningar og tekur hún gildi þar 31 ágú. kl. 09:00 og gildir til 1 sep. kl. 06:00 Í viðvörunarorðum fyrir Suðurland segir: Talsverð eða mikil rigning. Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu […]
Með 78 milljóna vinning

Kona á sextugsaldri var ein með allar tölurnar réttar um síðustu helgi og fékk fyrir vikið óskiptan fimmfaldan lottópott upp á rúmar 78 milljónir króna sem er einn stærsti lottóvinningur síðustu vikna. Í samtali við starfsfólk Íslenskrar getspár kom í ljós áhugaverð saga á bak við valið á vinningstölunum. Konan, sem er bæði mamma og […]
Áframhaldandi áhersla á framtíðarsýn Vestmannaeyjabæjar í skólamálum

„Það eru spennandi tímar framundan. Við erum að fara í þessar breytingar að skipta skólanum í tvo skóla sem eru breytingar sem snerta nemendur eða foreldra lítið þannig séð. Breytingarnar felast helst í breyttum áherslum innanhús hjá okkur sem hafa lítil áhrif á upplifun foreldra og nemenda,” segir Einar sem er skólastjóri Barnaskóla. „Við munum […]
Allir bekkir í Hamarsskóla komnir í Kveikjum neistann

„Komandi vetur leggst vel í okkur í Hamarsskóla. Við erum þéttur og góður starfsmannahópur með bæði nýju og reynslumiklu starfsfólki. Framundan er að halda áfram með Kveikjum neistann, nú eru allir bekkir í Hamarsskóla komnir í verkefnið og mun skólinn þá einkennast af því,“ segir Anna Rós. „Við viljum halda áfram því góða starfi sem […]
Tímamót hjá Grunnskóla Vestmannaeyja

Frá og með skólaárinu sem nú er að hefjast verða Hamarsskóli og Barnaskóli Vestmannaeyja reknir sem tvær rekstrareiningar í stað einnar. Þeir munu þó vinna saman áfram undir heitinu Grunnskóli Vestmannaeyja og verða áfram með sömu stefnur og áherslur. Skólinn var settur föstudaginn 23. ágúst og hófst kennsla samkvæmt stundaskrá á mánudaginn. Eyjafréttir heyrðu í Önnu Rós […]
„Allir í skýjunum með daginn“

Í gær buðu Hollvinasamtök Hraunbúða heimilisfólkinu á Hraunbúðum á Tangann í kaffi, heitt súkkulaði, köku og svo í bíltúr um fallegu eyjuna okkar. Sagt er frá þessu á facebook-síðu samtakana. Þar segir jafnframt að þau hafi fengið blíðskaparveður og allir í skýjunum með daginn. „Við viljum þakka styrktaraðilum okkar fyrir að hjálpa okkur að gleðja […]
Ert þú tilbúin í magnaða matarupplifun?

Það gleður okkur að tilkynna að hin ótrúlega hæfileikaríka matreiðslukona Renata Zalles mun ganga til liðs við okkur í ár á Matey á veitingastaðnum Einsa kalda! Renata sem kemur upprunalega frá Bólivíu er með alþjóðlega reynslu og er hugsjónamaðurinn á bak við veitingastaðinn STUFFED í Kaupmannahöfn sem opnar í október á þessu ári. Þetta kemur […]