Gjafavöruverslunin Póley fagnaði þriggja ára afmæli sínu í gær, 7. nóvember. Boðið var upp á léttar veitingar, afslætti og happadrætti. Sara Sjöfn Grettisdóttir eigandi verslunarinnar opnaði Póley árið 2021 og tók verslunin miklum breytingum á þeim tímapunkti. Við ræddum aðeins við Söru og fengum að heyra hvernig síðustu ár hafa gengið síðan hún opnaði Póley í þeirri mynd sem við sjáum í dag.
,,Síðustu ár hafa gengið heilt yfir vel og því má þakka hversu duglegir heimamenn eru að versla í sinni heimabyggð og fyrir það erum við afar þakklát. Það hjálpar líka helling að hafa öfluga heimasíðu sem gerir okkur kleift að ná til stærri hóps og það er virkilega gaman að sjá að pakkarnir sem við erum að senda eru að fara út um allt land.”
Í tilefni afmælisins verður boðið upp á 15% afslátt af öllum vörum alla helgina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst