Sigur gegn Stjörnunni

Eyja_3L2A1345

ÍBV gerði góða ferð í Garðabæ í dag þegar liðið sigraði Stjörnuna, 25-22 í Olís deild kvenna. Staðan í leikhléi var 14-12 ÍBV í vil. Í síðari hálfleik hélt ÍBV forystunni og hafði á endanum betur. Hjá ÍBV var Birna Berg Har­alds­dótt­ir marka­hæst með níu mörk. Dag­björt Ýr Ólafs­dótt­ir skoraði fjög­ur mörk og Sunna Jónsdóttir […]

Stelpurnar mæta Stjörnunni

Eyja_3L2A1373

Lokaleikur fjórðu umferðar Olís deildar kvenna fer fram í Garðabæ í dag. Þar taka Stjörnustúlkur á móti ÍBV. Bæði lið um miðja deild. ÍBV í fjórða sæti með 3 stig og Stjarnan í sætinu fyrir neðan með stigi minna. Leikurinn hefst klukkan 16.30 í Heklu höllinni í dag. (meira…)

Tap gegn Gróttu

Grótta mætti ÍBV í Olísdeild karla í gærkvöldi. Leikið var á Seltjarnarnesi. Leiknum lauk með tveggja marka sigri heimaliðsins, 32-30. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Grótta var einu marki yfir í leikhléi, 18-17. Heimamenn náðu fjög­urra marka for­ystu um miðjan seinni hálfleiks, 25-21, en ÍBV minnkaði mun­inn í eitt mark, 27-26, en […]

ÍBV sækir Gróttu heim

DSC_6389_dagur_ibv

Fjórir leikir fara fram í fimmtu umferð Olísdeildar karla í kvöld. Í Hertz höllinni mætast Grótta og ÍBV. Liðin á svipuðum slóðum í deildinni. Grótta í fjórða sæti með 6 stig, en Eyjamenn í sjötta sæti með stigi minna. Það má því búast við baráttuleik á Nesinu í kvöld. Flautað er til leiks þar klukkan […]

Oliver til æfinga hjá Watford og Everton

Eyja_3L2A1623

Oliver Heiðarsson leikmaður ÍBV mun á næstunni fara til Englands og æfa með bæði Watford og Everton. Oliver var markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar, með 14 mörk. Bróðir Olivers, Aron Heiðarsson greindi frá þessu í hlaðvarpinu Betkastið. Oliver byrjar á því að æfa með Watford en þar gerði faðir hans, Heiðar Helguson garðinn frægann. Oliver […]

Hermann hættur

DSC_0431

Hermann Hreiðarsson þjálfari meistaraflokks ÍBV til þriggja ára hefur ákveðið að láta af þjálfun hjá félaginu. Stjórn knattspyrnudeildar hefur átt gott samstarf með Hermanni undanfarin ár og var eindreginn vilji stjórnarinnar að halda því samstarfi áfram.  Breytingar eru hins vegar að verða á búsetu Hermanns og hans fjölskyldu og því hans mat að hann hafi […]

Eyjamenn í góðri stöðu eftir sigur á Fjölni

Eyja­menn unnu sannfærandi sig­ur á Fjöln­i, 30:22 í fjórðu umferð Olísdeildar karla á heimavelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 15:11. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig eins og Afturelding. Ofar eru Haukar, Grótta og FH, öll með sex stig og FH á toppnum. Andri Erlingsson var markahæstur með sex mörk,  Sigtryggur […]

Fá Fjölni í heimsókn

Eyja 3L2A9829

Þrír leikir verða háðir í fjórðu umferð Olís deildar karla í kvöld. Í Eyjum taka heimamenn á móti Fjölni. ÍBV með 3 stig úr þremur leikjum, en gestirnir hafa unnuð einn og tapað tveimur. Sitja sem stendur í tíunda sæti með 2 stig. Leikurinn í Eyjum hefst klukkan 19.00, en hinir tveir hefjast hálftíma síðar. […]

Átti barn 17. júlí og stefnir á EM

Íslenska kvenna­landsliðið í hand­bolta undir stjórn Arnars Péturssonar æfir nú á fullu fyrir Evrópumótið sem fer fram í Aust­ur­ríki, Ung­verjalandi og Sviss í nóv­em­ber og des­em­ber. Er Ísland í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu og verður leikið í Inns­bruck í Aust­ur­ríki. Ísland mæt­ir Hollandi í fyrsta leikn­um 29. nóv­em­ber, Úkraínu í öðrum leik 1. […]

Helena Hekla og Viggó eru fólk framtíðarinnar

„Í bráðum 40 ár hafa Eyjafréttir komið að því að veita efnulegu knattspyrnufólki viðurkenningu, Fréttabikarinn. Því miður er ég fjarri góðu gamni í dag en vil byrja á að óska þeim Viggó Valgeirssyni og Helenu Heklu Hlynsdóttur til hamingju. Ykkar er framtíðin en þið eruð líka framtíð ÍBV og okkar allra sem viljum sjá ÍBV […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.