Markakóngur og vill vera áfram í Eyjum

„Þrátt fyrir að við unnum ekki leikinn þá er þetta bara geðveik tilfinning,” segir Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV eftir 1:1 jaftnefli gegn Leikni í lokaumferð Lengjudeildarinnar við Fótbolta.net eftir leikinn í gær. Oliver endaði sem markakóngur Lengjudeildarinnar með 14 mörk. „Bara mjög sáttur. Ég ætlaði mér að verða markahæstur og hefði getað skorað aðeins fleiri, en […]

ÍBV sigraði Lengjudeildina

Karlalið ÍBV tryggði sér í dag sæti í deild þeirra bestu að ári. ÍBV gerði jafntefli á útivelli gegn Leikni á meðan Keflavík valtaði yfir Fjölni 4-0, en Fjölnir var eina liðið sem hefði getað farið yfir ÍBV að stigum fyrir leiki dagsins. ÍBV lenti undir á 36.mínútu en Vicente Valor jafnaði leikinn á 90.mínútu. […]

Áfram ÍBV – Förum alla leið

Það er mikilvægur leikur framundan hjá ÍBV karla í Lengjudeildinni þegar þeir mæta Leikni á útivelli á núna klukkan 14.00. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig en á hæla þeirra kemur Fjölnir með stigi minna. Sigur Eyjamanna tryggir þeim sæti í Bestu deildinni að ári. Ef ekki, er framundan fjögurra liða umspil. […]

Mikil spenna á pílumótinu í Íþróttamiðstöðinni

Mikið stuð var í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöldi þar sem Vestmannaeyjar Open pílumótið fer fram. Keppt var í tvímenningi, samtals 42 í 21 liði. Er rúmlega helmingurinn ofan af landi. Skipt var í riðla og að lokinni riðlakeppninni var útsláttarkeppni. Mikil spenna var í lokin en í hópnum eru margir af okkar bestu píluspilurum. M.a. var […]

Úrslitin ráðast á toppnum í dag

Eyja_3L2A6269

Lokaumferð Lengjudeildar karla fer fram í dag. Spennan er mikil fyrir leiki dagsins, en ÍBV er í bestu stöðunni að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 38 stig. Fjölnir er með stigi minna og á líka möguleika að sigra deildina, en þurfa að stóla á að […]

Knattspyrnusumarið gert upp hjá yngri flokkum ÍBV

Lokahóf 4.-7. flokks ÍBV fóru fram á miðvikudag og fimmtudag í blíðskaparveðri. Fótboltasumarið gekk vel og tóku iðkendur þátt í Íslandsmótum og hinum ýmsu opnu mótum þar sem allir fengu verkefni við hæfi og gleðin var ríkjandi, segir í frétt á heimasíðu félagsins. Þar þakkar ÍBV iðkendum fyrir að vera í framlínunni fyrir félagið ásamt þjálfurum […]

Sigur og tap í kvöld

ÍBV Haukar 3L2A1773

Bæði karla og kvennalið ÍBV léku fyrstu heimaleiki sína í Olís deildunum í kvöld. Stelpurnar léku gegn Val og fór svo að Valsstúlkur sigruðu með 10 marka mun, 26-16. Hafdís Renötudóttir, markvörður gestana reyndist Eyjastúlkum erfið. Hún var varði 15 skot í marki Vals. Markahæstar hjá ÍBV voru þær Birna Berg Haraldsdóttir með 4 mörk, […]

Vestmannaeyjar Open í pílukasti

pilukast

Á morgun, laugardag heldur Pílufélag Vestmannaeyja mót undir nafninu “Vestmannaeyjar Open!” Mótið er haldið í fyrsta skipti og ef vel gengur verður þetta árlegt. Mótið verður haldið í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja 14. september. Húsið opnar kl. 13:00 og keppni hefst kl 14:30. Þátttökugjald 3500 kr. Á föstudagskvöldinu 13. september kl 20:00 stendur til að hita upp með […]

Handbolta-tvenna í dag

Ahorfendur_handb_stemning_fagn_DSC_5614

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Eyjum í dag. Bæði karla og kvenna lið ÍBV leika þá sínu fyrstu heimaleiki. Stelpurnar hefja leik klukkan 17.30 er þær taka á móti Val. Bæði lið sigruðu leiki sína í fyrstu umferð. Valur rúllaði yfir ÍR á heimavelli á meðan ÍBV vann góðan útisigur á Gróttu. Strákarnir fylgja svo […]

Leikmannakynning í kvöld

IBV Haukar

Leikmannakynning ÍBV og Krókódíla fer fram í kvöld. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að nú fari að líða að fyrstu heimaleikjunum í vetur og á að byrja tímabilið með leikmannakynningu í Akóges. Húsið opnar kl. 20:00 og er gert ráð fyrir því að kynningin sjálf hefjist kl 20:15. Léttar veigar verða í boði á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.