Strákarnir heimsækja KA í dag

Karlið ÍBV heimsækir KA á Akureyri í dag í. ÍBV situr í botnsæti í neðri hluta deildarinnar með 21 stig og KA situr á toppnum með 35 stig. Síðasti leikur ÍBV var gegn Fram sem endaði jafntefli 2:2. Fram situr sæti ofar en ÍBV með 21 stig en betri markatölu. Leikurinn hefst kl 16:15 á […]
Erlingur situr eftir á markatölu

Landslið Sádi Arabíu undir stjórn Erlings Richardssonar komst ekki í átta liða úrslit handknattleikskeppni Asíuleikanna í morgun sem fram fara í Hangzhou í Kína. Sádi Arabía og Íran skildi jöfn, 23:23, í síðasta leik D-riðils keppninnar. Hvort lið hlaut 3 stig í þremur leikjum. Íran komst áfram í átta liða úrslit á einu marki. Íranar […]
Yngvi framlengir við Hamar

Yngvi Borgþórsson hefur framlengt við knattspyrnufélagið Hamar í Hveragerði um annað ár. Í tilkynningu félaginu sem fótbolti.net greinir frá segir: “Við erum mjög ánægð með störf Yngva hingað til og eigum ekki von á öðru en að framtíðin verði björt undir hans stjórn.” Hamar lék í 4. deildinni í sumar og endaði í 7. sæti, […]
Strákarnir leika báða leiki á útivelli

Það er nú ljóst að Íslandsmeistarar ÍBV leika báða leiki sína í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á útivelli. Eyjamenn leika báða leiki sína gegn Red Boys Differdange í Lúxemborg; 14. og 15. október. Leikið verður í Center Sportif í Differdange, sem er suð vestur af borginni Luxemborg, við frönsku landamærin. (meira…)
Fá Aftureldingu í heimsókn

Fjórða umferð Olísdeildar kvenna hefst í Vestmannaeyjum í dag með viðureign ÍBV og Aftureldingar. Til stóð að leikurinn færi fram í gær. Vegna þátttöku ÍBV í Evrópukeppni um næstu helgi er þess freistað að færa leikinn framar í vikuna. Flautað verður til leiks klukkan 19:00. (meira…)
Kvennaleiknum frestað

Vegna veðurs og þar með breytingu á ferðum Herjólfs í dag sunnudag hefur leik ÍBV og Aftureldingar í Olís deild kvenna sem fram átti að fara í dag verið frestað til morguns, og fer því fram 25.9 kl 19:00. (meira…)
ÍBV í fallsæti eftir annað svekkjandi jafntefli

Karlalið ÍBV í fótbolta situr enn í fallsæti eftir annað 2-2 jafntefli gegn fram í dag. ÍBV stendur í harðri fallbaráttu við Fram og HK um það að fylgja Keflavík niður um deild. Niðurstaðan í dag var svekkjandi jafntefli eftir hetjulega baráttu heimamanna sem þó voru undir lengst af í seinnihálfleik. Fyrsta mark leiksins skoraði […]
Mikilvægur leikur hjá karlaliðinu í dag

ÍBV fær Fram í heimsókn í dag. Bæði lið eru með 20 stig sem stendur en ÍBV situr í botnsæti samkvæmt markatölu. Fyrsti leikur ÍBV var gegn Fylki síðastliðna helgi þar sem spennandi leikur endaði 2:2. Á 85 mínútu var staðan 2-1 fyrir ÍBV en Fylkir skoraði jöfnunarmarkið um mínútu síðar. Virkilega svekkjandi fyrir ÍBV […]
Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum

Karlalið ÍBV í handbolta leikur sinn fyrsta heimaleik í Olísdeild karla á þessu tímabili í kvöld. Andstæðingarnir að þessu sinni eru Haukar. Bæði lið hafa leikið tvo leiki á tímablinu og sigrað annan þeirra. Þau njóta bæði þess vafasama heiðurs að hafa tapað fyrir nýliðum í deildinni. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum […]
Ísey María og Kristín Klara valdar í úrtakshóp U-15

Þær Ísey María Örvarsdóttir og Kristín Klara Óskarsdóttir hafa verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U-15 ára landsliði stúlkna. Þær eru hluti af frábærum 4.flokki kvenna sem fór alla leið í undanúrslit íslandsmótsins á dögunum. Sannarlega frábær árangur hjá þessum efnilegu stelpum. Mynd: ibvsport.is (meira…)