Kvennalið ÍBV í handbolta hefur átt erfitt tímabil í vetur og stendur frammi fyrir þeirri hættu að falla niður um deild. Orðrómur er á kreiki um að Sigurður Bragason muni hætta þjálfun liðsins og líklegt þykir að Magnús Stefánsson núverandi þjálfari karlaliðsins taki við þjálfun kvennaliðsins, en engin formleg staðfesting hefur borist frá félaginu um það. Staða ÍBV í deildinni er erfið og næstu leikir munu skipta sköpum fyrir framtíð liðsins í efstu deild.
Stjórn félagsins hefur ekki gefið út opinbera yfirlýsingu um næstu skref en ljóst er að mikil óvissa ríkir um framhaldið. Ekki er orðið ljóst hver mun taka við karlaliðinu en sögusagnir eru um að Erlingur Richardsson muni taka við þeim.
Uppfært kl. 11.48.
Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að Magnús Stefánsson stýri meistaraflokki kvenna á næsta tímabili og tekur við af Sigurði Bragasyni.
„Við viljum þakka Sigurði kærlega fyrir hans framlag en undir hans stjórn hefur liðið orðið bikarmeistari og deildarmeistari svo fátt sé nefnt. Óskum við Sigurði og liðinu góðs gengis það sem eftir er af tímabilinu og vonumst til að sjá ykkur sem flest á leikjum liðsins.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst